Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2376 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er kollagen og í hvað er það mest notað?

Allmargir hafa sent Vísindavefnum spurningar um kollagen. Hér er mörgum þeirra svarað, þeirra á meðal: Er það sannað að kollagen sé eins hollt og gagnlegt og framleiðendur fæðubótarefna vilja meina? (Yrsa Rún) Hvað er kollagen? (Ólafur Tumi) Getið þið sagt mér hvað kollagen gerir? (Bragi) Getur það gert gagn að in...

category-iconLæknisfræði

Hvað er eirðarleysi í fótleggjum og hvað er til ráða við því?

Eirðarleysi í fótleggjum (e. Restless legs syndrome) hefur stundum verið kallað „algengasti sjúkdómur sem þú hefur aldrei heyrt talað um" og er þeirri ábendingu beint bæði til almennings og lækna. Þessum sjúkdómi var líklega fyrst lýst árið 1685 en honum voru gerð rækileg skil 1945 og þá fékk hann það nafn sem mes...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum?

Þrjár tegundir sebrahesta eru til um þessar mundir. Það eru greifasebra (á ensku Grevy's zebra, á latínu Equus grevyi), fjallasebra (á ensku Mountain zebra, á latínu Equus zebra) og sléttusebra (á ensku Burchell's zebra, á latínu Equus burchelli). Allar eru þessar tegundir bundnar við Afríku. Yfirleitt er talað um...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er talað um að vera eldgamall?

Eld- í orðinu eldgamall er svokallaður herðandi forliður. Hann er notaður framan við lýsingarorð til þess að leggja áherslu á merkinguna. Annar slíkur forliður er til dæmis hund- í hundblautur, hundkaldur, hundgamall og hundfúll. Að baki forliðnum eld- liggur orðið eldur ‘bál, blossi’. Forliðurinn er einkum no...

category-iconTölvunarfræði

Hvenær kom orðið gervigreind fyrst fram í íslensku?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær kom orðið gervigreind fyrst fram í íslensku og hvenær varð fræðigreinin til? Elsta dæmi sem höfundar þessa svars hafa fundið um íslenska orðið gervigreind er í þýðingu Halldórs Halldórssonar á bók Noams Chomsky Mál og mannshugur, sem kom út á íslensku 1973.[1] Rithöfund...

category-iconBókmenntir og listir

Hversu lengi voru skrifarar á miðöldum að skrifa upp handrit?

Stutta svarið við þessari spurningu er að það er ekki vitað hve skrifarar voru lengi að meðaltali að skrifa handrit enda gat margt haft áhrif á skriftarhraða á miðöldum. Má þar nefna aðstæður skrifarans, svo sem andlega eða líkamlega líðan, eða hitastig, birtu, hæð á púlti og gæði bókfellsins, bleksins og pennans...

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á íslenskum og erlendum þjóðsögum?

Jónas Jónasson (1856–1918) frá Hrafnagili safnaði heimildum um íslenska þjóðhætti, en hann sá einnig um útgáfu á þjóðsagnasafni sem kom út árið 1908. Í formála sínum að því safni talar hann um að þjóðtrú, þjóðsagnir og ævintýri óskyldra þjóða séu undarlega lík. Hann taldi að bæði væri það vegna þess að þar væri ei...

category-iconVeðurfræði

Hver er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi?

Mesti 10-mínútna meðalvindhraði á landinu er 62,5 m/s á Skálafelli 20. janúar 1998 kl. 13. Mesta 3 sekúndna vindhviða á landinu er 74,5 m/s á Gagnheiði 16. janúar 1995 kl. 4. Þetta veður er gjarnan kennt við snjóflóðið mannskæða í Súðavík. Nokkur vafi leikur oft á gæðum vindhraðamælinga í mjög miklum vindi. Því...

category-iconJarðvísindi

Er til flokkunarkerfi yfir hveri?

Ýmis orð eru höfð um jarðhita á yfirborði sem fram kemur sem vatn eða gufa. Aðalnöfnin eru hver, laug og volgra, sem öðrum er síðan skeytt við, allt eftir eðli og útliti. Safnheiti eða sameiginlegt orð um þetta hefur ekki náð festu í málinu, annað en jarðhiti. Orðið varmalind sem safnheiti hefur sést en er sja...

category-iconÞjóðfræði

Oft er talað um jólatungl og í gamalli vísu er talað um þorratungl. Hvernig veit maður hvaða tungl er jólatungl?

Hér er einnig svarað spurningu sama spyrjanda: Hvað þarf til að ár sé kallað 13 tungla ár? Gangur tunglsins skiptist þannig að það er vaxandi eftir að það kviknar, síðan fullt, þá þverrandi uns það hverfur í nokkra daga og er þá kallað nýtt. Síðan kviknar það og umferðin hefst að nýju. Hver umferð tekur 29,53 da...

category-iconHugvísindi

Hver var Friedrich Engels og hverjir höfðu mest áhrif á hann?

Hugmyndir Friedrich Engels mótast í stórum dráttum á svipaðan hátt og hugmyndir Karls Marx, en líklega er helsti áhrifavaldur hans Marx sjálfur. Hugmyndir þeirra eru mjög samofnar, enda var samstarfið náið. Engu að síður voru þessir félagar að mörgu leyti ólíkir. Það er ekki gott að segja hvað veldur muninum og ek...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar á landinu er mest veitt af tófum, minkum og selum?

Veiðistjóraembættið hefur umsjón með opinberum aðgerðum til þess að draga úr tjóni af völdum refa og minka og þar er hægt að fá upplýsingar um fjölda veiddra dýra ár hvert. Upplýsingarnar eru skráðar eftir sveitarfélögum og sýslum. Varast ber að taka tölur um heildarveiði sem algildan sannleik um þéttleika á hver...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mætti ég fá að vita sem allra mest um afríska villihundinn?

Fyrr á tímum náði útbreiðsla afríska villihundsins (Lycaon pictus) um alla Afríku utan þétts skóglendis og eyðimarka. Í dag takmarkast útbreiðsla hans aðallega við lönd í suðurhluta álfunnar, Namibíu, Botsvana, Mósambík, Zimbabwe, Svasíland og Suður-Afríku. Afríski villihundurinn er meðalstórt rándýr, á bilin...

category-iconHugvísindi

Hvað réðu Rómverjar yfir mörgum löndum þegar veldi þeirra var mest?

Rómaveldi var stærst snemma á annarri öld eftir Krist. Þá tilheyrði stærstur hluti Vestur-Evrópu eins og við þekkjum hana í dag veldi Rómverja, auk landsvæða í Litlu-Asíu og Norður-Afríku. Þetta sést best á korti. Kort af Rómaveldi.Smellið til að skoða stærri útgáfu. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvenær...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það satt að maður stækki mest á meðan maður sefur?

Hvort sem maður stækkar mest á meðan maður sefur eða ekki þá er svefn mjög mikilvægur fyrir vöxt. Þá fer fram nýmyndun efna sem er forsenda vaxtar og viðhalds. Komið hefur í ljós að stuttu eftir að maður sofnar nær magn vaxtarhormóns í blóði hámarki. Ein nótt án svefns veldur ekki vaxtarstöðvun en ef við fáum alme...

Fleiri niðurstöður