Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Friedrich Engels og hverjir höfðu mest áhrif á hann?

Ragnheiður Kristjánsdóttir

Hugmyndir Friedrich Engels mótast í stórum dráttum á svipaðan hátt og hugmyndir Karls Marx, en líklega er helsti áhrifavaldur hans Marx sjálfur. Hugmyndir þeirra eru mjög samofnar, enda var samstarfið náið. Engu að síður voru þessir félagar að mörgu leyti ólíkir. Það er ekki gott að segja hvað veldur muninum og ekki tóm hér til að rekja hann, en kannski skýrist munurinn meðal annars af ólíkum æviferli þeirra.

Engels var fæddur árið 1820, sonur stöndugs verksmiðjueiganda í Rínarhéruðunum. Eftir strangt kalvínískt uppeldi var hann sendur í verslunarskóla í Bremen, en mun snemma hafa hrifist af ýmsum þeim róttæku hugmyndastraumum sem léku um þýskt menntalíf á þessum árum, einkum þó, eins og Marx, róttækum hugmyndum í anda Hegels og sósíalískum hugmyndum hins þýska Moses Hess (1812-75).

Engels fluttist til Manchester árið 1842 til þess að vinna við verksmiðju sem faðir hans átti þar. Hann var þegar orðinn sannfærður kommúnisti og í Englandi komst hann í samband við Chartista og Owenista. Í þessu samhengi varð til rit hans um verkalýðinn í Englandi (Die Lage der arbeitenden Klasse in England (1845)). Þar heldur Engels því fram að iðnbyltingin hafi getið af sér nýtt þjóðfélagslegt afl, verkalýðsstéttina sem hann taldi að mundi gerbylta samfélaginu áður en langt um liði.

Þegar hér var komið sögu hafði Engels kynnst Marx. Næstu árin einkennast af nánu samstarfi þeirra sem rakið er hér á undan, en um það leyti sem Marx sest að í London flytur Engels til Manchester og þar starfar hann við verksmiðju föður síns til ársins 1870. Eftir það flytur hann til London og helgar sig alfarið samstafinu við Marx og eftir dauða hins síðarnefnda baráttunni fyrir útbreiðslu marxískra hugmynda. Engels lést árið 1895.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Ragnheiður Kristjánsdóttir

prófessor í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

4.8.2000

Spyrjandi

Ármann Guðmundsson

Tilvísun

Ragnheiður Kristjánsdóttir. „Hver var Friedrich Engels og hverjir höfðu mest áhrif á hann?“ Vísindavefurinn, 4. ágúst 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=729.

Ragnheiður Kristjánsdóttir. (2000, 4. ágúst). Hver var Friedrich Engels og hverjir höfðu mest áhrif á hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=729

Ragnheiður Kristjánsdóttir. „Hver var Friedrich Engels og hverjir höfðu mest áhrif á hann?“ Vísindavefurinn. 4. ágú. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=729>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Friedrich Engels og hverjir höfðu mest áhrif á hann?
Hugmyndir Friedrich Engels mótast í stórum dráttum á svipaðan hátt og hugmyndir Karls Marx, en líklega er helsti áhrifavaldur hans Marx sjálfur. Hugmyndir þeirra eru mjög samofnar, enda var samstarfið náið. Engu að síður voru þessir félagar að mörgu leyti ólíkir. Það er ekki gott að segja hvað veldur muninum og ekki tóm hér til að rekja hann, en kannski skýrist munurinn meðal annars af ólíkum æviferli þeirra.

Engels var fæddur árið 1820, sonur stöndugs verksmiðjueiganda í Rínarhéruðunum. Eftir strangt kalvínískt uppeldi var hann sendur í verslunarskóla í Bremen, en mun snemma hafa hrifist af ýmsum þeim róttæku hugmyndastraumum sem léku um þýskt menntalíf á þessum árum, einkum þó, eins og Marx, róttækum hugmyndum í anda Hegels og sósíalískum hugmyndum hins þýska Moses Hess (1812-75).

Engels fluttist til Manchester árið 1842 til þess að vinna við verksmiðju sem faðir hans átti þar. Hann var þegar orðinn sannfærður kommúnisti og í Englandi komst hann í samband við Chartista og Owenista. Í þessu samhengi varð til rit hans um verkalýðinn í Englandi (Die Lage der arbeitenden Klasse in England (1845)). Þar heldur Engels því fram að iðnbyltingin hafi getið af sér nýtt þjóðfélagslegt afl, verkalýðsstéttina sem hann taldi að mundi gerbylta samfélaginu áður en langt um liði.

Þegar hér var komið sögu hafði Engels kynnst Marx. Næstu árin einkennast af nánu samstarfi þeirra sem rakið er hér á undan, en um það leyti sem Marx sest að í London flytur Engels til Manchester og þar starfar hann við verksmiðju föður síns til ársins 1870. Eftir það flytur hann til London og helgar sig alfarið samstafinu við Marx og eftir dauða hins síðarnefnda baráttunni fyrir útbreiðslu marxískra hugmynda. Engels lést árið 1895.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...