Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 579 svör fundust
Hvað á Curiosity að rannsaka á Mars og hvernig fer hann að því?
Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar. Curiosity er fyrst og fremst ætlað að finna út hve lífvænleg Mars var í fyrndinni eða er hugsanlega í dag. Til þ...
Finnast eiturefni í íslenskum fiskum?
Í mjög stuttu máli er hægt að svara spurningunni á eftirfarandi hátt:Niðurstöður rannsókna benda til þess að magn þungmálma og þrávirkra efna sé mjög lítið á helstu fiskimiðum við landið. Undantekning er kadmín, sem mælist hátt í íslensku sjávarlífríki og kopar og sink sem mælast hátt í kræklingi. Það má að öllu...
Hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu?
Þegar talað er um magn rafmagns sem virkjun framleiðir er í raun átt við magn raforku. Orka er mæld í júlum (J) en til að mæla raforku í almennri notkun er oft notuð stærri mælieining sem kallast kílóvattstund (1 kWh = 3600·1.000 J). Ef við erum að tala um virkjanir er þó hentugra að nota enn stærri einingar eins ...
Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast?
Ósonlagið og myndun þess Óson er sameind gerð úr þremur súrefnisfrumeindum (O3) og myndast í andrúmsloftinu við samruna súrefnisfrumeinda (O) og súrefnissameinda (O2). Við yfirborð jarðar er gnægð súrefnissameinda (O2) en mjög lítið af súrefnisfrumeindum (O). Því myndast lítið af ósoni með þessum hætti niðri vi...
Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva?
Ef við drekkum ekki nægan vökva er hætta á að líkaminn fari í ástand sem nefnist ofþornun (e. dehydration), en það getur verið lífshættulegt ef ekkert er að gert. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju og vegna mikils vökvataps. Ofþornun þýðir einfaldlega að líkaminn hefur ekki nægilegt magn ...
Hvert er hlutverk skjaldkirtilsins?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvers konar veikindum getur skjaldkirtill valdið? Hvað getið þið sagt mér um skjaldkirtilshormón og áhrif röskunar á þeim? Skjaldkirtillinn er innkirtill og myndar tvö hormón í tveimur megin frumugerðum sínum. Önnur frumugerðin myndar skjaldkirtilshormón en það er til í tvei...
Hvað er mikið af peningum á jörðinni?
Ef við tökum þá stærð sem kölluð er peningamagn og almennt sparifé (M2 á fræðimáli) í öllum löndum heims, sem tölur eru til fyrir, umreiknum yfir í krónur með því að miða við kaupmátt hvers gjaldmiðils, og leggjum saman þá fæst að árið 1996 var þessi upphæð um 1,8 milljónir milljarða króna. Sjá einnig svar sama...
Hvaða vatn er það mengaðasta í heimi og hvar er það?
Ástand vatnasvæða heimsins hefur versnað allverulega á undanförnum árum og áratugum. Sérstaklega á þetta við um vötn í löndum þar sem hagvöxtur hefur verið mikill, svo sem í Kína og á Indlandi. Nú er svo komið að á lista yfir menguðustu vötn heims eru fjölmörg í Kína. Erfitt er að nefna eitt vatn sem það menga...
Hver er munurinn á kannabis, hassi, grasi og marijúana?
Upphaflegar spurningar voru: Hvað er marijúana? (Eðvarð) Hver er munurinn á hassi og "grasi"? (Sólveig) Er einhver munur á hassi og marijúana? (Sólveig) Tetrahýdrókannabínól (skammstafað THC) finnst í kannabisplöntunni, Cannabis sativa. Hún óx upphaflega í Mið-Asíu og er stundum nefnd hampjurt þar sem vinn...
Hvað hefur Katla gosið oft og hvað er langt á milli gosa?
Kötlugos á sögulegum tíma eru um 20 talsins að frátöldu Eldgjárgosinu á tíundu öld. Miðað er við gos sem brutust upp úr jöklinum og skildu eftir sig gjóskulag í jarðvegi í nágrenni Mýrdalsjökuls. Hugsanlegt er að lítil gos sem ekki náðu að brjótast upp úr jökli hafi orðið öðru hverju milli stærri gosanna, síðast í...
Hvaða áhrif hefur flúor í gosösku á búfé?
Þann 14. apríl 2010 hófst eldgos í Eyjafjallajökli. Gosinu fylgir öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur reynst verulega skaðlegt. Flúor er lofttegund, gulgræn að lit, efnafræðilega skyld k...
Hvers vegna sleikja sum dýr sár sín?
Það virðist vera sameiginleg hegðun langflestra spendýra að sleikja sár sín. Það er kunn staðreynd að munnvatn inniheldur tvö efnasambönd sem reynast vel í baráttunni við gerla. Efnasamböndin tvö nefnast thiocyanate og lysosome, sem er einkar öflug gerlavörn og inniheldur meðal annars mucopolysaccharidase sem brýt...
Er maltöl áfengt og ef svo er, hver er styrkur alkóhóls í því?
Malt er áfengt. Alkóhólstyrkurinn er um 1% af rúmmáli, eða tæpur helmingur þess magns sem er í Pilsner (2,25% af rúmmáli). Drykkjarvörur sem selja má í almennum verslunum mega að hámarki hafa 2,25% áfengis af rúmmáli. Ástæða þess að alkóhólmagnið er ekki tekið fram á umbúðunum er tvíþætt. Annars vegar er það ek...
Hefur saltneysla (NaCl) innan skynsamlegra marka slæm áhrif á heilsuna?
Hófleg neysla matarsalts (NaCl) hefur að öllum líkindum ekki slæm áhrif á heilsuna. Í Manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga er sagt æskilegt að saltneysla fari ekki yfir 8 grömm á dag hjá heilbrigðum einstaklingum, en almennt er einstaklingum sem hafa of háan blóðþrýsting ráðlagt að neyta ekki meira en 5 gramma á da...
Hvað getið þið sagt mér um áburðarmengun?
Í nágrannalöndunum hafa margir miklar áhyggur af mengun vegna áburðarefna, einkum niturs (N) og fosfórs (P). Áburðarmengun er tvennskonar, mengun grunnvatns vegna niðursigs og mengun straum- og stöðuvatna vegna afrennslis eða áfoks. Grunnvatnið mengast ef regnvatn sígur gegnum jarðveginn og ber með sér uppleyst sö...