Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2456 svör fundust
Hvað eru E-efni sem notuð eru í matvæli og hvers vegna heita þau þessu nafni?
E-efni, öðru nafni aukefni, eru fjölbreytilegur hópur efna sem eru notuð við framleiðslu matvæla til að hafa áhrif á ýmsa eiginleika þeirra, svo sem lit, lykt, bragð, útlit, geymsluþol og fleira. Mörg aukefni auka því gæði og stöðugleika vörunnar og minnka líkur á að matvæli skemmist. Aukefni eru rannsökuð með...
Hvað eru mörg efni í líkamanum (ég vil fá nákvæma tölu)?
Samkvæmt svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hver eru helstu frumefni líkamans? eru 26 frumefni í líkama okkar. Fjögur þeirra, súrefni, kolefni, vetni og nitur eru langalgengust því samtals eru þau um 96% af líkamsmassa okkar. Önnur níu eru samtals 3,9% af líkamsmassanum. Það eru kalk, fosfór, kal...
Hver er munurinn á slöngu og röri?
Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé ekki að velta fyrir sér lífverunni slöngu heldur hlutnum og muninum á honum og röri. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er rör sagt vera „langt, mjótt og sívalt stykki, holt að innan“ en slanga útskýrð sem „gúmmí- eða plaströr til að leiða vökva eða loft“. Þess má geta að orðið pípa ...
Hvaðan kemur orðið tuskudýr?
Orðið tuska merkir ‘efnis- eða pappírspjatla’. Tuskudýr er leikfang, bangsi eða annað dýr ætlað börnum, búið til úr efni. Hugsanlega er það innflutt frá Danmörku en þar heitir slíkt dýr tøjdyr. Í þýsku heitir slíkt dýr Stofftier (Stoff ‘efni’). Einnig er talað um tuskudúkku ef hún er búin til úr efni, oft áður fyr...
Fækkar víkjandi erfðaeiginleikum sem einkenna norrænt fólk, t.d. ljóshærðum, með auknum fólksflutningum á næstu áratugum?
Þetta fer meðal annars eftir því hvað átt er við með fækkun. Í spurningunni er einnig rætt um víkjandi erfðaeiginleika sem leiðir hugann að erfðum og æxlun. Ýmsir eiginleikar manna eins og litaraft, hárgerð, lögun tanna, hæð og fleiri eru breytilegir eftir landsvæðum. Á grundvelli slíkra eiginleika hafa ýmsir h...
Af hverju er appelsínugulur þjóðarlitur Hollendinga?
Ef spurt er um þjóð og vísbendingin sú að litir í þjóðfánanum séu rauður, hvítur og blár kemur ýmislegt til greina, en ekki víst að Holland lendi efst á blaði. Ef vísbendingin er hins vegar sú að þjóðin noti appelsínugulan lit við hin ýmsu tækifæri þá er trúlegt að margir giski á Holland. Á fánadögum sem tengja...
Eru til efni sem storkna við hitun?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Venjulega þarf að flytja varma inn í fast efni svo að það bráðni. Eru til efni sem storkna við aukinn hita?Já, reyndar. Rannsóknahópur við Fourier-háskólann í Grenoble hefur nýverið skrifað vísindagrein um efnablöndu með sérkennilega eiginleika. Í henni er alpha-cyclodext...
Er alltaf jafnmikið af efni í alheiminum?
Á fyrstu sekúndubrotunum eftir Miklahvell var ekkert efni í alheiminum en núna er heilmikið af efni í honum. Magn efnis í alheiminum hlýtur því að hafa breyst og þar með er svarið við spurningunni nei, efnið er ekki varðveitt. Í eðlisfræði segjum við um stærð sem breytist ekki í neinum ferlum að hún sé varðveitt....
Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu? Eins og til dæmis í lúpínu, blágresi og ef til vill líka í bláberjum. Litir plantna ráðast af samspili efnasambanda og þeim bylgjulengdum ljóss sem þau draga í sig eða endurvarpa. Hópur efna sem kallast antósíanín (anthocyanin) hefur m...
Úr hverju er augað?
Hér er einnig svarað spurningunni:Getið þið lýst líffræði augans? Eins og önnur líffæri er augað gert úr mörgum mismunandi vefjum. Augað sjálft er knöttur úr þremur lögum og er um 2,5 cm í þvermál. Ysta lagið er trefjahjúpur (e. fibrous tunic) sem er gerður úr glæru (e. cornea) að framan og hvítu (e. sclera...
Af hverju getum við ekki drukkið sjó?
Sjór er saltvatn. Í honum eru ýmiss konar sölt en það sem skiptir mestu máli er natrínklóríð sem er hvíta borðsaltið sem allir þekkja. Í hverju kílói af sjó eru gjarnan um 35 grömm af natrínklóðríði en það samsvarar því að sjórinn er 3,5% saltur. Líkamsvökvar okkar eru einnig saltir en selta þeirra er mikið minni,...
Hver er uppruni og merking orðanna uppstúfur og jafningur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni og merking orðanna uppstúfur og jafningur? Þessi orð eru notuð yfir hvíta sósu gerða úr mjólk og hveiti og þykir ómissandi með hangikjöti og bjúgum. Orðin uppstúfur, uppstúf og uppstú eru notuð um hvíta sósu eins og nefnt er í fyrirspurninni. Þau eru a...
Af hverju er himinninn blár? - Myndband
Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthjúpsins. Bláa ljósið, sem er hluti hvíta ljóssins, dreifist miklu meira en annað og því er himinninn blár. Samkvæmt nútíma eðlisfræði má líta á ljósgeisla sem straum ljóseinda. Hver þeirra hefur sína...
Hvað veldur nýburagulu?
Nýburagula er ástand í nýburum sem stafar af gulu litarefni sem kallast gallrauði (e. bilirubin). Þetta efni myndast við niðurbrot á slitnum rauðkornum en í þeim er rauða litarefnið blóðrauði. Járnið í blóðrauðasameindum er notað aftur í nýjar sameindir en prótínhlutanum er breytt í gallrauða sem þarf að fjarlægja...
Hver var Anaxagóras og hvað er merkilegt sem hann sagði eða gerði?
Anaxagóras (500 – 428 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Klazomenæ í Jóníu í Litlu-Asíu. Hann var auðugur maður en gaf ættingjum sínum eigur sínar og helgaði sig heimspekinni í staðinn. Um miðbik 5. aldar f. Kr. fluttist Anaxagóras til Aþenu þar sem hann bjó og starfaði í um tvo eða þrjá áratugi. Hann ...