Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5113 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um rauðpöndur?
Rauðpandan (Ailurus fulgens) sem einnig er kölluð litla panda er smávaxin tegund af ætt rauðpanda (Ailuridae). Hún hefur einnig stundum verið kölluð kattbjörn þar sem hún minnir um margt á kött bæði í útliti og atferli. Hún var áður flokkuð til ættar hálfbjarna, en náttúrufræðingar töldu lengi vel að rauðpandan og...
Hvað er átt við með sveigðu tímarúmi og hvernig tengist það aðdráttarafli?
Hið sveigða tímarúm Einsteins er tímarúmið sem við og ljósgeislar og allt efni ferðast um. Í almennu afstæðiskenningunni er ekkert þyngdarsvið. Þess í stað er tímarúmið sveigt. Það merkir til dæmis að hornasumman í þríhyrningi er ekki endilega 180° nákvæmlega, og ljósgeislar fara ekki alltaf eftir beinum línum. ...
Hver er stærsti foss í heimi?
Hér á eftir er tafla um 10 hæstu fossa í heimi samkvæmt upplýsingavefnum www.infoplease.com: Foss Staður Á Hæð í metrum Angel Venesúela Þverá Caroni 1000 Tugela Natal, Suður Afríku Tugela 914 ...
Eru líkur á því að maðurinn blandist svo mikið á næstu 2 – 300 árum að á endanum verði bara til einn ljósgulbrúnn kynþáttur?
Spyrjandi virðist vilja vita hvort líkur séu á að smám saman verði til eitt mannkyn sem er eins að litarhætti, og væntanlega ýmsu öðru er lýtur að útliti. Hvort mannkyn framtíðarinnar verði einsleitt og án sérkenna staðbundinna hópa. Mannkynið er ein tegund þó að nokkur munur sé á útliti, einkum hörundslit. Fól...
Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku?
Já, það getur verið mikill munur. Vindhraði í verstu fellibyljum er allmiklu meiri en í verstu vetrarlægðum. Í textanum hér að neðan er lítillega fjallað um styrkleikaflokkun hitabeltisstorma og fellibylja. Að meginhluta er textinn lausleg þýðing á skilgreinandi texta bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar – les...
Hvað er elsta tré í heimi og hvað er það gamalt?
Talið er að elstu tré jarðar séu broddfurur (Pinus aristata og Pinus longaeva. Þær vaxa frá Kaliforníu til Colorado hátt yfir sjávarmáli, 2.800-4000 m. Samkvæmt heimildum frá 2013 er elsta tréð rúmlega 5000 ára gamalt. Fram að var talið að samskonar fura, nefnd Methuselah, væri elsta núlifandi tréð með sín rúmlega...
Hvernig er nafnið á Valhúsahæð til komið?
Nafnið Valhúsahæð er talið dregið af því að fálkafangarar á fyrri öldum hafi geymt veiðifálka (vali) sem ætlaðir voru Danakonungi í húsi á hæðinni á Seltjarnarnesi meðan beðið var skips. Ekki er vitað hvenær það var byggt, en um miðja 18. öld var byggt fálkahús á Bessastöðum sem síðar var flutt til Reykjavíkur. Sí...
Er hægt að verða geðveikur með því að lesa yfir sig?
Flestir kannast við goðsögnina um að einhver hafi hreinlega lesið yfir sig og þjáist í kjölfarið af alvarlegum geðröskunum. Það er þó misskilningur að orsök geðveilunnar sé lærdómurinn sjálfur. Geðklofi er sú geðröskun sem almennt er talin vera alvarlegasta geðröskunin og sú sem einna helst krefst innlagna á ge...
Er hægt að vinna liþín úr jörðu á Íslandi?
Svarið er nei, af ástæðum sem nú skal greina. Liþín (litín, e. lithium, Li) er numið að langmestu leyti úr liþín-ríkum pækli í uppgufunarseti, og úr pegmatít-bergi,[1] en hvorugt er að finna á Íslandi. Aðrar liþín-lindir (e. sources) eru hlutfallslega minni háttar. Áhugavert dæmi má þó nefna um salt-tengd jarðh...
Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur? Skiptir máli í hvaða hæð hann er mældur? Vindhraði er að jafnaði mældur í 10 metra hæð yfir jörðu og er það í samræmi við reglur Alþjóðaveðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna. Það kostar töluvert að koma vindhraðamæli upp í 10 metra h...
Hvað þýðir orðið skergála?
Skergála og skerjagála er notað um kvensel (á skeri) og óþekka ær sem sækir í flæðisker en einnig um stelpugálu en óþægum og fyrirferðarmiklum stelpum er oft líkt við fyrirferðarmiklar ær. Orðin eru fremur ný í málinu. Eina heimildin í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá miðri 20. öld. Fyrri liðurinn er sk...
Veiddi íslenski refurinn geirfuglinn?
Því miður er ýmislegt á huldu um geirfuglinn (Pinguinus impennis), til dæmis vitum við lítið um afræningja hans, aðra en manninn. Ekki er ósennilegt að geirfuglinn hafi verið aðlagaður að varpi á úthafseyjum, skerjum og hólmum. Nánast útilokað er að hann hafi verpt í einhverjum mæli á svæðum þar sem landrándýr, þ...
Ef allir jöklar heimsins bráðna, hverfur þá Ísland algjörlega undir sjó?
Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um bráðnun jökla, til dæmis:Eru jöklarnir á Suðurskautslandinu að bráðna? Hvað gerist ef allir jöklar á hnettinum bráðna? Mun heimurinn allur verða undir vatni vegna hækkandi hitastigs í heiminum? Hvenær þá? Hvaða afleiðingar hefði það á Ísland ef allir jöklar ...
Ef hlutur er 60 x 90 cm, er hann þá 60 cm á hæð og 90 cm langur eða öfugt?
Spyrjandi virðist ganga út frá því að verið sé að lýsa hlut sem hefur lengd og hæð en ekki breidd. Ef svo er, duga upplýsingarnar ekki til að skera úr með óyggjandi hætti. Þó mun algengara í slíkum tilvikum að tilgreina láréttu stærðina fyrst, þannig að eðlilegra er að gera ráð fyrir að hluturinn sé 60 cm á lengd ...
Hversu hratt mun Vatnajökull bráðna á næstu árum?
Áður en við ræðum hve hratt Vatnajökull gæti bráðnað á komandi árum þarf að lýsa honum með nokkrum orðum. Vatnajökull er rúmlega 8000 km2 að flatarmáli og tæplega 500 m þykkur að meðaltali, en mest er hann 950 m þykkur. Hann hvílir á hásléttu sem er að mestu í 600-800 m hæð, en botn fer niður fyrir sjávarmál og hæ...