Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 130 svör fundust

category-iconSálfræði

Hvað er greind?

Hér verður ekki reynt að svara því hvað orðið greind merkir í almennu máli eða í daglegu lífi. En í sálarfræði er með þessu orði átt við það sem mælist á tilteknum prófum sem kallast greindarpróf. Þau hafa reynst hafa forsagnargildi um tiltekna eiginleika manna sem hafa til dæmis áhrif á framtíð þeirra. Greindarpr...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er nýtt að frétta af skammtatölvum?

Þegar talað er fjálglega um kosti og kraft skammtatölvu í fjölmiðlum er undantekningalítið átt við vél sem getur framkvæmt svokallaða stafræna skammtareikninga. Þessir reikningar eru gerðir í skammtatölvum á hliðstæðan hátt og reikningar í venjulegum tölvum, það er með forritum sem í grunninn geta gert reikniaðger...

category-iconEfnafræði

Hvað er áttuhvolf og hvað þarf margar rafeindir til að metta fjórða hvel og ofar í frumeindum?

Með áttuhvolfi eða áttureglu (e. octet rule) er átt við að fyrir frumefni innan aðalflokka lotukerfisins, það er að segja flokka 1 - 2 og 13 - 18, gefi átta rafeindir í gildissvigrúmum stöðuga rafeindaskipan. Ástæðan fyrir þessu er sú, að innan þessara flokka efna er verið að fylla svokallað s-svigrúm og þrjú p-sv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Nýta menn marglyttur, væri hægt að borða þær?

Upprunaleg spurning Ásu hljóðaði svona:Hvað er marglytta og hvaða gagn gerir hún fyrir okkur mennina? Marglyttur tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria). Holdýr eru gjarnan flokkuð í hveljur, sem skiptast í smáhveljur (Hydrozoa) og stórhveljur (Scyphozoa), en til þeirra heyra marglyttur, og holsepa (Anthozoa) sem ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er fagn viðurkennt íslenskt orð?

Orðið fagn er bæði að finna í Íslenskri orðabók og Íslenskri nútímamálsorðabók í merkingunni ‘tilþrifamikið látbragð íþróttamanns sem fagnar góðum árangri í keppni, t.d. við að skora mark í knattspyrnu’. Þetta orð er a.m.k. aldarfjórðungs gamalt í málinu – elsta dæmi sem ég finn um það er í Morgunblaðinu 1998: „Þe...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Til hvers voru menn sendir til tunglsins?

Eftir umfangsmiklar kannanir á tunglinu á sjöunda áratugnum, sem meðal annars fólu í sér nákvæma kortlagningu yfirborðsins og fimm lendingar ómannaðra geimfara, sendu Bandaríkjamenn níu mönnuð geimför til tunglsins. Fyrsta mannaða geimfarið sem fór á braut um tunglið var Apollo 8., sem flaug í desember 1968, og va...

category-iconFélagsvísindi

Er til algilt líkan til að spá fyrir um verðbólgu?

Það er ekki neitt til sem kalla má algilt líkan til að spá verðbólgu ef með því er átt við að líkanið spái fullkomlega rétt fyrir um verðþróun. Raunar er það eðli allra líkana, jafnt í hagfræði sem öðrum vísindagreinum, að þau eru einföldun á raunveruleikanum og geta því ekki lýst honum fullkomlega. Að öðru jö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig var fyrsta forritið búið til ef það þarf forrit til að búa til forrit?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvaða forrit eru til fyrir forritun? Forrit eru búin til með hjálp annarra forrita Það er rétt að forrit eru notuð til að skrifa forrit. Til þess eru helst notaðir ritill og þýðandi. Þegar hafist er handa við smíð forrits er byrjað á að slá texta á tilteknu forritunarm...

category-iconLögfræði

Hafa ljósmyndir eitthvert gildi sem sönnunargögn fyrir íslenskum dómstólum?

Mál fyrir dómstólum eru annað hvort einkamál eða opinber mál. Ákæruvaldið höfðar opinber mál til refsingar en einkamál eru höfðuð án aðildar ákæruvalds. Um margt gilda líkar reglur um meðferð einka- og opinberra mála fyrir dómstólum, en í sumum efnum er grundvallarmunur þar á. Um einkamál gilda lög nr. 91/1991, en...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að vifta kælir í stað þess að loftið ætti að hitna við hreyfinguna?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Viftan kemur lofti á hreyfingu. Aukin hreyfiorka veldur oftast hita. Hvernig stendur á því að vifta kælir?Ef vifta er í gangi inni í lokuðu rými kólnar loftið í rýminu ekki heldur hitnar smám saman. Í því felst lykillinn að þessari slungnu spurningu. Viftan kælir fleti sem eru ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er kíghósti?

Kíghósti (Pertussis) er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar, en hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Sýkingin stafar af bakteríu sem framleiðir eiturefni sem veldur slæmum hóstaköstum. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur farið vaxandi sí...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Þegar konur verða óléttar hvaðan kemur húðin í kúluna?

Húðin er mjög teygjanleg eins og best sést á ófrískum konum. Húðin á hinum stækkandi kvið kemur ekki neins staðar frá heldur er um að ræða sömu húð og fyrir var, hún gefur bara svona vel eftir, meðal annars vegna áhrifa meðgönguhormóna. Til dæmis trufla hormónin prótínjafnvægi húðarinnar og hún verður þynnri. ...

category-iconEfnafræði

Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur?

Í stuttu máli hefur handþvottur með sápublönduðu vatni þau áhrif að sápusameindir ná að hrifsa til sín veirur og þannig er hægt að skola þær af húðinni. Sápa er eins konar tengiliður milli vatns og vatnsfælinna efna. Vatnsfælin efni eru þau sem blandast vatni illa eða alls ekki, en það á til dæmis við um fitusa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig hefur merking hugtaksins hinsegin breyst á 21. öld?

Frá aldamótum hefur notkun orðsins hinsegin aukist og þróast hratt en ljóst er að það er notað á mjög margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi er það ennþá notað í merkingunni ,öðruvísi‘ og ennþá er talað um að eitthvað sé „svona eða hinsegin“. Í öðru lagi er orðið notað sem þýðing á enska orðinu queer sem varð lykilhugta...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör ársins 2017 á Vísindavefnum?

Vísindavefur HÍ birti alls 334 svör árið 2017. Auk þess var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað beint, bæði með tölvupósti og símtölum. Það er rétt að minna á að oft munar ekki miklu á „mest lesna“ svarinu og öðrum svörum sem margir lesendur s...

Fleiri niðurstöður