Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 690 svör fundust

category-iconVísindavefurinn

Hvers vegna setjið þið ætíð enska þýðingu á vísindalegum (eða jafnvel óvísindalegum) orðum innan sviga í flestum ykkar svörum?

Við viljum leynt og ljóst hvetja lesendur okkar til að afla sér meiri þekkingar en unnt er að birta í svörum okkar. Þetta gerum við með því að geta heimilda og nefna lesefni þegar svo ber undir, en einnig með því að vísa til annarra svara hjá okkur, ýmist með því að birta aðra spurningu í heild í texta eða þá með ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðalagið að vera stikk eða stikkfrí?

Stikk er sérstakur leikur sem vinsæll var þegar í upphafi 20. aldar. Hann fór þannig fram að hnappar, tölur eða annað þess háttar var lagt á jörðina í ákveðinni fjarlægð frá þeim sem voru að spila. Þeir höfðu í hendinni lítinn, flatan stein eða litla málmplötu, sem nefndist stikki, og köstuðu í átt að hnöppunum ei...

category-iconHugvísindi

Hvaða munur er á orðunum innstæða og innistæða? Hvort orðið á maður að nota?

Bæði orðin hafa lengi verið í notkun um fé í sjóði eða á reikningi. Í Íslenskri orðabók (2007) eru innstæða og innistæða sögð notuð um hið sama í hagfræði og í viðskiptum. Það sýna einnig dæmi í textasafni Orðabókar Háskólans en þau um innstæðu eru talsvert fleiri. Í eldra máli var orðið innstæða einnig haft um hö...

category-iconVísindi almennt

Í tölvuleiknum Half-Life er manni stjórnað gegnum tilraunastöð í Nýju-Mexíkó. Er hún virkilega til, þessi stöð?

Nei, hún er ekki til í venjulegum skilningi þeirra orða. Þessi stöð sem kölluð er Black Mesa (Svart borð) í PC-leiknum Half-Life, er ekki til. Í leiknum er augljóslega gefið í skyn að Black Mesa sé sams konar stöð og Area 51, en hér má finna svar Hrannars Baldurssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni E...

category-iconFélagsvísindi

Hver er NEP-stefnan?

NEP stendur fyrir enska hugtakið „New Economic Policy” sem þýðir „ný stefna í efnahagsmálum”. Vitaskuld hafa mörg ríki breytt um stefnu í efnahagsmálum, jafnvel margoft, en þessi skammstöfun er yfirleitt notuð til að tákna efnahagstefnu þá sem reynt var að fylgja í Sovétríkjunum frá 1921 til 1928. Sovétríkin hö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna sér maður einungis andarunga en aldrei dúfuunga á Tjörninni?

Aðeins vissar tegundir fugla og fuglsunga lifa á Tjörninni því dýr eru aðlöguð að vissum svæðum en ekki öðrum. Ganga má að því vísu að hitta fyrir ákveðna tegundir af fuglum í fuglabjörgum eða mólendi svo dæmi séu tekin. Eftir klak fara andarungarnir strax í vötn, ár eða tjarnir eins og til dæmis Tjörnina í Rey...

category-iconFélagsvísindi

Hvað hefur Bandaríkjaforseti í árslaun?

Bandaríkjaforseti hefur 400.000 dali í árslaun eða sem samsvarar um 29 milljónum íslenskra króna, þegar þetta er skrifað í mars 2004. Auk þess fylgja starfinu nokkur fríðindi, svo sem Hvíta húsið sem embættisbústaður, sumarbústaður í Camp David, einkaþota af stærstu gerð og brynvarinn Cadillac. Hvíta húsið er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er glamúrfólk?

Spurningin hljóðaði svona í heild sinni:Hvað er glamúr og hvað snýst hann um? Hvernig er manneskja sem er glamúr? Glamúr, einnig glamor, er aðkomuorð fengið að láni frá ensku glamour, einnig ritað glamor. Orðinu er þannig lýst í Collins Cobuild Dictionary að það eigi við dýrðarljóma og spennu sem virðist fylgja ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifa hvalir aðallega og við hvaða veðurskilyrði?

Þessari spurningu verður vart svarað með afgerandi hætti þar sem hvalir finnast í öllum heimshöfum en dreifing þeirra er þó árstíðabundin. Þegar haustar á norðurhveli jarðar halda flest stórhveli suður í hlýrri sjó á heittempruðum hafsvæðum en þar bera kýrnar. Á veturna er því mun minna um hvali á norðurslóðum...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er ljóð?

Samkvæmt Íslenskri orðabók er ljóð:ljóðrænn texti þar sem hrynjandi og myndmáli er meðal annars beitt markvisst, stuðlar eru áberandi og rím er oft notað, er annaðhvort háttbundinn, þar sem skipan þessara og fleiri atriða fer eftir föstum reglum, eða frjáls, án slíkra reglna […] (Íslensk orðabók, bls. 916).Í ljóðu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að vera með verslunaráráttu?

Áráttukennd kaup (e. compulsive buying) einkennast af óhóflegum, óviðráðanlegum, tímafrekum og endurteknum verlsunarferðum eða kaupum. Þessi áráttukenndu kaup hafa slæmar afleiðingar eins og fjárhagslega- og félagslega erfiðleika og telja sumir að þau séu í raun viðbrögð við depurð eða öðrum erfiðum tilfinningum e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig æxlast hákarlar?

Æxlun hákarla hefur ekki verið rannsökuð mjög ýtarlega en vitað er að atferlið í kringum hana er mjög breytilegt á milli tegunda og ættkvísla. Meðal annars eru þekktir “forleikir” eins og samræmd sundtök eða létt bit. Í því samhengi er athyglisvert að skrápur kvendýranna er allt að tvöfalt þykkari en karldýranna e...

category-iconUnga fólkið svarar

Hversu oft er fullt tungl í mánuði?

Tunglið er að jafnaði fullt einu sinni í hverjum almanaksmánuði í tímatali okkar. Upplýsingar um tímasetningu á fullu tungli má finna til dæmis í Almanaki Háskóla Íslands, miðað við staðartíma hér á landi. Umferðartími tunglsins um jörðina miðað við sólina, það er tíminn sem líður til dæmis frá því tunglið er f...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru vítamín og til hvers þurfum við þau?

Vítamín eru lífræn efni sem líkaminn þarfnast í litlum mæli til þess að tryggja líf, heilbrigði, vöxt og fjölgun. Hvert vítamín gegnir sérhæfðu hlutverki en meginhlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta líkamans. Vítamínin fáum við aðallega úr fæðunni. Ef eitthvert þessara efna skortir í fæðuna getur...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór G. Svavarsson rannsakað?

Halldór G. Svavarsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknaviðfangsefni hans hafa spannað vítt svið, frá steinsteypu og keramíks til smáþörunga og örtækni. Undanfarinn áratug hefur meginviðfangsefni hans verið þróun nýrra kynslóða sólarsella og ljósnema sem byggir á því að móta ef...

Fleiri niðurstöður