Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 882 svör fundust
Hvernig aflar maður sér fjár 12 ára?
Á Íslandi er börnum yngri en 13 ára almennt bannað að vinna. Börn undir þeim aldri mega þó vinna við heimilisaðstoð á einkaheimilum og í fjölskyldufyrirtækjum, ef um er að ræða létt verk sem vara í skamman tíma og teljast hvorki skaðleg né hættuleg börnum. Einnig er heimilt að ráða börn undir 13 ára aldri til að t...
Hvernig er hægt að rökstyðja þá fullyrðingu að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni?
Nógu langur tími er liðinn frá því að Jón Arason var uppi til þess að engin ástæða er til að draga þessa fullyrðingu í efa. Ef hver afkomandi Jóns á að meðaltali 3 börn sem eignast aftur börn, og tvítalningar eru undanskildar, þá gengur dæmið þokkalega upp. Hér verður að sinni fjallað um þessa spurningu...
Gæti það verið merki um misnotkun ef 4-5 ára börn kyssast í laumi eða er það fullkomlega eðlileg hegðun?
Það er fullkomlega eðlileg hegðun hjá fjögurra til fimm ára gömlum börnum að kyssast í laumi, enda verða börn oft vitni að slíku, til dæmis í myndum, á heimilinu eða annars staðar í umhverfi sínu. Ekkert kynferðislegt er tengt forvitni barna um kynfæri og kossa á þessum aldri. Búast má við því að flest börn sýn...
Hafa sjónvarp, tónlistarmyndbönd og tónlist, slæm áhrif á börn og unglinga?
Þessi spurning er of víðtæk til að hægt sé að gera henni ítarleg skil á Vísindavefnum og verður hér aðeins stiklað á stóru. Frá upphafsdögum sjónvarps, upp úr 1950, hafa fræðimenn og foreldrar barna og unglinga haft áhyggjur af hugsanlegum neikvæðum áhrifum miðilsins á þroska, viðhorf og hegðun ungmenna. Hefur ...
Hvaða áhrif hafa tölvuleikir sem innihalda klám og ofbeldi á börn?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvaða áhrif hafa tölvuleikir sem innihalda klám og ofbeldi á börn? (Ágústa Guðmundsdóttir)Hafa tölvuleikir vond áhrif á börn? Ef svo er hvers vegna? (Andrés Garðar)Eru títtnefndir bardagatölvuleikir á borð við Quake og Half-Life taldir hættulegir börnum og unglingum? (Frosti He...
Getur þriggja ára dóttir mín verið með kvíða? Og þá frá fæðingu?
Allir finna fyrir kvíða einhvern tíma, bæði fullorðnir og börn. Kvíði er meira að segja talinn nauðsynlegur fyrir þroska barna og aðlögun þeirra að umhverfi sínu þar sem hann á þátt í að börn greini að hættulegar og hættulausar aðstæður og læri að forðast þær hættulegu. Þar að auki virðast ákveðin kvíðamynstur ver...
Þurfa börn strangtrúaðra gyðinga ekki að læra stærðfræði?
Upphafleg spurning var svohljóðandi: Þessi spurning vaknar hjá mér vegna greinar á forsíðu Morgunblaðsins 22. ágúst 2000. Þar kemur fram að börn strangtrúaðra gyðinga í Ísrael þurfa ekki að læra fög eins og stærðfræði. Hvað veldur?Flestir gyðingar í heiminum eru búsettir í tveimur löndum, Ísrael og Bandaríkjunum....
Voru lítil börn á brjósti í gamla daga?
Í flestum löndum fyrr á tímum voru börn höfð á brjósti um lengri tíma. Sums staðar var þó algengt að nýfædd börn væru alls ekki lögð á brjóst eða þau væru vanin af brjósti mjög snemma. Þá var farið að gefa þeim ýmsa fljótandi og fasta fæðu strax eftir fæðingu og brjóstagjöf var þá hætt jafnvel innan nokkra vikna. ...
Geta börn sem fæðast heilbrigð fengið Down-heilkenni?
Down-heilkenni (e. Down's syndrome) er erfðagalli sem stafar af því að aukalitningur er til staðar í frumum líkamans. Í flestum tilfellum er manneskja með 46 litninga í 23 pörum en einstaklingar með Down-heilkenni hafa þrjú eintök af litningi 21 og eru því alls með 47 litninga. Aukalitninginn má rekja til mist...
Hverjir eru kostir og gallar atferlisþjálfunar fyrir börn?
Atferlisþjálfun er markviss notkun á vel þekktum námslögmálum í þeim tilgangi að kenna eða móta tiltekna hegðun og losna við aðra úr hegðunarmynstri einstaklings. B. F. Skinner (1904-1990) setti þessi lögmál fram einna fyrstur manna og byggja þau á þeirri grundvallarhugmynd að hegðun skilyrðist eða lærist vegna þe...
Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast?
Börn tala ekki við fæðingu af því að það er ekki meðfæddur eiginleiki að kunna tungumál. Við þurfum að læra að tala en við þurfum ekki að læra að anda. Að draga andann er meðfæddur eiginleiki. Hitt er annað mál að það að læra tungumál virðist vera manninum áskapað. Rannsóknir hafa sýnt að í vinstra heilahveli...
Hverjir eru helstu hjartagallarnir sem börn greinast með?
Það eru margir hjartagallar sem börn greinast með en á Íslandi eru það þrír sem eru algengastir: Op á milli gátta (e. atrial septal defect, skammstafað ASD). Op milli slegla (e. ventricular septal defect, skammstafað VSD). Opin fósturæð (e. patent ductus arterio, skammstafað PDA). Op á milli gátta Stun...
Ef systkini eignast börn verða þá börnin fötluð?
Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk er fatlað. Fólk getur verið fatlað frá fæðingu og einnig getur fötlun verið afleiðing veikinda eða slysa. Þegar um fötlun vegna slyss er að ræða þá skiptir engu hvort foreldarnir séu skyldir eða ekki – það geta allir lent í slysi burtséð frá ættartengslum foreldranna. Hin...
Á hvaða aldri fara börn venjulega að sofa í sérherbergi og hvernig er best að bera sig að?
Mjög skiptar skoðanir eru á því hvort og hvenær börn eigi að sofa í sérherbergi. Bæði geta þær skoðanir verið menningarbundnar og persónubundnar. Hafa þarf í huga að börn eru misjöfn rétt eins og fullorðnir. Sumum er alltaf frekar illa við að sofa einir á meðan öðrum finnst erfitt að sofa með öðrum. Flest börn fá ...
Af hverju eru sumir háðir foreldrum sínum en aðrir ekki?
Tengsl í fjölskyldum mótast af ýmsum áhrifaþáttum. Tengslamyndun í fjölskyldum og tilfinningasamskipti foreldra og barna má útskýra frá mörgum sjónarhornum. Þau eru rannsóknar- og meðferðarefni í fræðigreinum eins og sál-félagsfræði, félagsráðgjöf og geðfræði en líka eru þau oft skoðuð utan frá eins og til dæmis í...