Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 169 svör fundust
Hver er efnasamsetning hrauns, til dæmis úr Krýsuvíkureldum frá 1151?
Í töflunni sem fylgir svarinu er sýnd efnagreining af Ögmundarhrauni, sem talið er hafa runnið í Krýsuvíkureldum árið 1151. Efnagreiningar sem þessar eru ævinlega gefnar upp sem þunga- eða massahlutföll milli oxíða frumefnanna. Í raun réttri eru efnin í berginu ekki á formi oxíða, nema í fáum tilvikum, en hins veg...
Hvernig myndast dropsteinshellar?
Þegar hraun rennur myndast skorpa á yfirborðinu sem oftlega verður svo þykk að hún myndar kyrrstætt þak yfir hraunstraumnum sem þá rennur í göngum. Þegar sjatnar í göngunum verður til hraunhellir. Rannsóknir á dropsteinum, sem sumir kalla dropasteina, úr slíkum hellum sýna að þeir eru myndaðir úr afgangskviku ...
Er til hálf hola? (svar 1)
Ef svara á því hvort hálf hola sé til er kannski réttast að velta því fyrst fyrir sér hvort holur séu yfirleitt til og hvað þær eru þá. Eru holur, göt, dældir, göng, holrúm og annað slíkt efnislegir hlutir? Holur eiga það sameiginlegt með efnislegum hlutum að hafa rúmtak; þær hafa bæði stærð og lögun. Hins vegar g...
Hvers vegna er sjórinn saltur?
Öll uppleyst efni í sjónum eiga uppruna sinn í bergi á landi og hafa borist þangað með ánum. Svo að dæmi sé tekið, þá bera árnar 190 milljón tonn af natríni (Na+) árlega til sjávar. Helstu jónir aðrar sem eru í upplausn í árvatni eru magnesín, kalín, kalsín og kísill, svo og klór, bíkarbónat og súlfat. Upphaflega ...
Hvað getur þú sagt um frumlífsöld?
Í mörgum ritum er upphafs- og frumlífsöld nefnd í einu lagi forkambríum og nær það tímabil yfir 90% af jarðsögunni. Frumlífsöldin (proterozoic) er seinni hluti forkambríum og er talin hefjast fyrir um 2,5 milljörðum ára en vera lokið fyrir um 544 milljónum ára þegar fornlífsöld gekk í garð. Jarðfræðingar miða ...
Hvað verður um alla fitu sem við neytum?
Megnið af þeirri fitu sem við fáum úr mat eru efnasambönd sem kallast þríglýseríð, en þau eru samsett úr glýserólsameind sem þrjár fitusýrur eru tengdar við. Önnur fituefni í mat eru fosfóglýseríð, steról (eins og kólesteról), og fituleysanleg vítamín. Enn fremur innihalda þarmarnir svolítið af fitu sem er upprunn...
Hvert fara jökulhlaup ef það gýs í miðri Bárðarbunguöskjunni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvert fara jökulhlaup ef það gýs í miðri Bárðarbunguöskjunni og hversu stór geta þau orðið. Er hamfarahlaupið í Jökulsá á fjöllum fyrir 2500-2800 árum þaðan? Jökulhlaup vegna gosa í þeim hluta Bárðarbungu-Veiðivatnakerfis sem er undir jökli, hafa runnið til suðvesturs, vesturs ...
Af hverju er Grænihryggur grænn á litinn?
Spurningarnar hljóðuðu svona í heild sinni: Af hverju er Grænihryggur svona grænn á litinn? Af hverju stafar græni liturinn? Hvaða efni eða efnasamband gerir bergið grænt í Grænagili inn í Landmannalaugum? Grænn litur á bergi bendir oftast til ummyndunar, því steindir sem einkenna ummyndun eru iðulega græna...
Hvað eru Vestmannaeyjar gamlar?
Vestmannaeyjar eru alls 18 eyjar og sker auk 55-60 eldstöðva sem hafaldan hefur sigrast á. Þessar eldstöðvar mynda sérstakt eldstöðvakerfi, Vestmannaeyjakerfið, sem talið er að megi rekja 70.000 til 100.000 ár aftur í tímann. Elstu jarðmyndanir ofansjávar eru Norðurklettar nyrst á Heimaey sem mynduðust fyrir um 40...
Hvað er stærsti fugl í heimi með stórt vænghaf?
Stærsta núlifandi fuglategundin er strúturinn (Struthio camelus). Fullorðnir karlfuglar geta orðið 250 cm á hæð, en um helmingur hæðarinnar felst í lengd hálsins. Strúturinn getur orðið 155 kg á þyngd. Strútar finnast víða í Afríka, meðal annars í norðanverðri álfunni sem deilitegundin Struthio camelus came...
Hvað búa margir í Ástralíu?
Í dag eru íbúar Ástralíu um 22 milljónir. Ástralía er sjötta stærsta land í heimi, um það bil 75 sinnum stærra en Ísland. Stærsti hluti landsins er eyðimörk. Flestir íbúanna, eða rúmlega 85%, búa við ströndina í suðaustur- og austurhluta landsins. Þar eru borgirnar Sydney, Melbourne, Adelaide, Brisbane og höfuðb...
Ég hef heyrt að víkingar hafi fundið mýrarauða í vötnum og notað til að gera sverð og hjálma. Í hvaða vötnum á Íslandi finnst mýrarauði?
Víkingar fundu mýrarauða ekki í vötnum heldur finnst járnið í mýrum, eins og nafnið bendir til. Rauðablástur að hætti víkinga var stundaður í Skandinavíu, Finnlandi og í Eystrasaltslöndum, þar sem járnið finnst í mýrum („myrmalm“ er skandinavíska heitið), en í Danmörku var það unnið úr ýmis konar hörðu seti. ...
Hvernig myndast jarðskjálftar?
Jarðskjálfti verður þegar mikil spenna myndast í bergi og nær brotmörkum þess. Það er oftast nátengt flekahreyfingum jarðskorpunnar, þar sem þeir nuggast saman eða troðast hver undir annan. Þegar bergið brotnar, losnar mikil orka sem berst í allar áttir í formi bylgjuhreyfingar. Bylgjurnar fara um alla jörðina, ví...
Hver er meðalþykkt jarðskorpunnar og hvað er það stór hluti af radíus jarðar?
Meðalþykkt jarðskorpunnar er um 17 km. Það er um það bil 0,2% af geisla (radíus) jarðar sem er 6370 km. Jarðskorpunni er skipt í meginlandsskorpu, sem er um 40 km þykk að meðaltali, og hafsbotnsskorpu sem er 6-7 km þykk. Hlutföll flatarmáls meginlands- og hafsbotnsskorpu eru um 30:70 þannig að samkvæmt því ...
Hvaða geimför eru að lenda á Mars núna?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningum:Hvenær verður mannað geimfar sent til annarrar plánetu í sólkerfinu og til hvaða plánetu verður það sent? Hvernig gengur undirbúningur hjá NASA um mannaðar ferðir til Mars?Þegar þetta er skrifað sveima tvö geimför umhverfis reikistjörnuna Mars, Mars Global Su...