Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 205 svör fundust
Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði?
Skógarmörðurinn (Martes martes) lifir eins og nafnið gefur til kynna í skóglendi og finnst víða í Evrópu og Mið-Asíu. Skógarmörðurinn er af vísluættinni og mælist 42-52 cm á lengd, með um 20 cm langa rófu. Hæð hans yfir herðakamb er um 15 cm og hann vegur yfirleitt um 1-2 kg. Vistfræðirannsóknir hafa sýnt að by...
Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða?
Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga. Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilviku...
Hvað eru bráðger börn?
Hugtakið bráðger er notað yfir börn sem talin eru búa yfir óvenju miklum hæfileikum í samanburði við jafnaldra sína. Nákvæmlega á hvaða sviðum þessir hæfileikar liggja eða hversu mikið börnin taka fram úr því sem þykir í meðallagi er þó ekki ljóst. Fjölmargar skilgreiningar hafa verið settar fram til að reyna að ú...
Við hvað fást þeir sem stunda þroskasálfræði?
Þroskasálfræðingar fást við rannsóknir sem tengjast þroska eða sálrænum breytingum sem verða yfir æviskeiðið. Framan af var hugtakið þroskasálfræði nánast samheiti barnasálfræði en nú líta flestir svo á að þroskasálfræði taki til breytinga sem verða yfir alla ævina. Þannig er öldrun og öldrunarsálfræði hluti af þv...
Getið þið kennt okkur að gera tilraun sem sýnir að ljós er bæði öldur og agnir?
Leysibendlar með rauðum eða grænum geisla eru þeir leysar sem flestir kannast við. Afl geislanna er minna en eitt milliwatt og það er hættulaust augum viðstaddra í fyrirlestrasal. Geislinn getur þó valdið langvarandi glýju í augum þeirra sem fyrir honum verða. Þess vegna er stórhættulegt að beina honum að fólki að...
Þótt augun mín og þín greini ekki alla liti sem til eru, væri samt hægt að hugsa sér liti sem ekki eru þekktir?
Augu okkar eru næm fyrir ljósi á öldulengdarbilinu 400-700 nanómetrar (nanómetri er táknaður með nm og er einn milljónasti hluti úr millimetra), og því köllum við þetta öldulengdarbil sýnilegt ljós. Geislun á stystu öldulengdunum skynjum við sem fjólublátt ljós, þá tekur við blátt, grænt og gult og að lokum rautt ...
Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur?
Ekki hefur tekist að sýna fram á í rannsóknum að matur sem eldaður er í örbylgjuofni sé óhollari en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Það er meira að segja svo að matur sem eldaður er i örbylgjuofni heldur almennt eftir fleiri næringarefnum en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Líklega er þessi hræðs...
Geta verið aðrir miklahvellsmassar í óendanlegum geimi fyrir utan þann sem tilheyrir Miklahvelli?
Svarið er já; við getum vel hugsað okkur aðra heima fyrir utan þann heim sem við lifum í og jafnvel fullkomlega ótengda honum. Vísindamenn ræða þessa möguleika af fullri alvöru ekki síður en aðra. Ef hins vegar engin tengsl reynast vera við hina heimana verða menn að sætta sig við að um þá verði ekkert sagt og til...
Getur langvarandi áhorf á sjónvarp og tölvuskjá haft skaðleg áhrif á augun?
Augun eru viðkvæm líffæri og vilja menn skiljanlega fara vel með þau. Flestir þekkja vingjarnlegar ábendingar á borð við: „Ekki lesa í svona miklu myrkri, það er svo óhollt fyrir augun“ eða: „Ekki horfa í ljósið, það er ekki gott fyrir augun“. Með nýrri tækni hefur ógnunum síðan fjölgað og þekkja flestir þá trú að...
Þurfa börn strangtrúaðra gyðinga ekki að læra stærðfræði?
Upphafleg spurning var svohljóðandi: Þessi spurning vaknar hjá mér vegna greinar á forsíðu Morgunblaðsins 22. ágúst 2000. Þar kemur fram að börn strangtrúaðra gyðinga í Ísrael þurfa ekki að læra fög eins og stærðfræði. Hvað veldur?Flestir gyðingar í heiminum eru búsettir í tveimur löndum, Ísrael og Bandaríkjunum....
Hvað er sortuæxli og hvað gerir það?
Sortuæxli eru illkynja æxli sem eiga uppruna sinn í litarfrumum húðarinnar. Þau geta myndast í fæðingarblettum sem fyrir eru eða komið í ljós sem nýir blettir. Þess vegna er fólki ráðlagt að hafa auga með slíkum blettum og leita læknis ef breyting verður á fæðingarbletti. Örsjaldan geta þessi æxli einnig vaxið út ...
Hvað getið þið sagt mér um beiður?
Beiður (Mantis religiosa, e. Praying Mantis) eða bænabeiður eins og þær eru oftast kallaðar á íslensku eru skordýr af ættinni Mantidae. Bænabeiður eru rándýr og draga nafn sitt af því að þegar þær bíða eftir bráð er líkt og þær liggi á bæn með greipar spenntar. Forngrikkir tengdu eitthvað trúarlegt við þessi dýr o...
Hvað gera ráðherrar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hverjir eru ráðherrarnir og hvað gera þeir (starfslýsing)? Ráðherrarnir fara með framkvæmdavald ríkisins, ásamt forseta Íslands, og hafa yfirumsjón með málum sem heyra undir þeirra ráðuneyti. Þannig er það í þeirra verkahring að setja í framkvæmd ýmis mál sem þarf að vinna...
Er regnbogi alltaf í sömu fjarlægð frá manni?
Spurningunni verður að svara neitandi og það sem meira er þá er ekki auðvelt að skilgreina fjarlægð til regnboga þar sem hann er dreifður í andrúmsloftinu. Stærð sem er vel skilgreind í þessu sambandi er stefna en ekki fjarlægð. Þannig virðist regnboginn vera nær í þéttum vatnsúða svo sem frá fossi en regnbogi...
Er til visku- eða þekkingarbrunnur?
Vissulega er til viskubrunnur, jafnvel margir. Eins og alþjóð veit er sá þekktasti kenndur við Mími nokkurn sem mun vera gæslumaður hans. Þessi brunnur er uppspretta fróðleiks og visku og er þetta staðfest í Gylfaginningu:þar er Mímisbrunnur, er spekt og manvit er í fólgið, og heitir sá Mímir er á brunninn. Ha...