Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 177 svör fundust
Hver er samræðisaldur á Íslandi?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver er samræðisaldur á Íslandi og hvernig er lögunum háttað? (Vonandi ítarlegt svar.)Rétt er að taka fram að hugtakið 'samræðisaldur' er ekki að finna í lögum en þar er að finna ýmis ákvæði um aldur einstaklinga og samræði. Á Vísindavefnum er hægt að lesa ýtarlegt svar Sóleyja...
Hver er réttarstaða samkynhneigðra í staðfestri samvist eða sambúð og í hverju er hún frábrugðin réttarstöðu gagnkynhneigðra?
Samkvæmt 1 gr. laga nr. 87/1996, sem sett voru árið 1996, geta tveir einstaklingar af sama kyni stofnað til svokallaðrar staðfestrar samvistar. Hugtakið staðfest samvist hafði ekki verið notað áður í lögum og var það tekið upp til aðgreiningar frá óvígðri sambúð og hjúskap. Í 5. gr. laganna kemur fram að aðilar í...
Er ólöglegt að taka upp samtöl manna, án þeirra samþykkis, svo sem við gerð heimildamynda?
Hér verður að gera greinarmun á því hvort samtalið er tekið upp sem hluti af starfsemi fyrirtækis (svo sem fjölmiðils) eða stjórnvalds annars vegar og einstaklings í eigin þágu hins vegar. Eins má greina á milli samtala og símtala en í fjarskiptalögum er kveðið á um hvenær taka má upp símtöl. Samtöl milli fólks er...
Á fólk heima á suðurpólnum eða norðurpólnum?
Þegar talað er um suðurpólinn er misjafnt hvort átt er við syðsta punkt jarðarinnar eða Suðurskautslandið allt. Suðurpóllinn sjálfur (í fyrri skilningi orðsins) er ekki mannlaus því frá árinu 1957 hafa Bandaríkjamenn starfrækt þar rannsóknarstöð, Amundsen-Scott South Pole Station. Stöðin er mönnuð allt árið um kr...
Hvaða rannsóknir hefur Sigurveig H. Sigurðardóttir stundað?
Sigurveig H. Sigurðardóttir er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað þjónustu við eldra fólk, bæði þá þjónustu sem veitt er af opinberum aðilum; heimaþjónustu og heimahjúkrun og þá þjónustu sem fjölskyldan veitir öldruðum aðstandendum sínum. Hún hefur einnig rannsakað samskipti kynsl...
Er hrossabændum ekki skylt að búa vel að hrossum sínum á veturna?
Upphaflega spurningin var þessi:Af hverju eru hrossabændum ekki gert skylt að hafa þannig aðbúnað hjá hrossum að þau séu ekki á berangri að vetri til?Það er lífsnauðsyn fyrir hross að komast í skjól í verstu vetrarveðrum, sérstaklega ef tíðarfar er mjög umhleypingasamt. Hross sem standa skjóllítil í höm hafa sig e...
Er löglegt að auglýsa áfengi og tóbak í tímaritum eða blöðum ef þau eru skráð útgefin erlendis?
Í 73. gr. stjórnarskrárinnar er tjáningarfrelsið verndað. Samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar er þó heimilt að setja tjáningarfrelsinu skorður, til dæmis til verndar heilsu manna. Til þess þarf þó skýra lagaheimild og þurfa skorðurnar að teljast nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum. Í 20. gr. áfengisla...
Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi? Ef svo er, hver tekur þá ákvörðun um eignarnámið?Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar er ákvæði um vernd eignarréttarins. Þar segir:Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf kref...
Hvernig stofnar maður félag, til dæmis rithöfundafélag?
Félagafrelsið er verndað í mannréttindasáttmála Evrópu og einnig er fjallað um það í stjórnarskránni en þar segir:Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Ba...
Hvert er hlutverk forseta Hæstaréttar?
Í lögum um dómstóla, númer 15/1998, er fjallað um forseta Hæstaréttar. Þar segir meðal annars: Forseti fer með yfirstjórn Hæstaréttar. Með þeim takmörkunum, sem leiðir af öðrum ákvæðum laga, stýrir forseti meðal annars þeirri starfsemi Hæstaréttar sem er ekki hluti af meðferð máls fyrir dómi, skiptir verkum milli ...
Hvers vegna þarf að framkvæma nákvæma leit á flugfarþegum eftir að þeir eru komnir til Íslands frá Bandaríkjunum?
Um tíma var framkvæmd svonefnd nákvæm leit á flugfarþegum sem komu frá Bandaríkjunum til Íslands en svo er ekki lengur. Ástæðan er sú að Bandaríkin komu til móts við kröfur Evrópusambandsins í þessum efnum. Farþegar frá öðrum löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, eins og Kanada, Rússlandi og Tyrklandi þurfa hins...
Er hægt að fylgjast með talningu atkvæða í kosningum og hverjir sjá um að telja?
Um kosningar, og þar með talningu atkvæða, er fjallað í lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Sömu lög gilda að mestu leyti um kosningar til Alþingis og forsetakjör. Samkvæmt fyrrnefndum lögum er landinu skipt í sex kjördæmi. Í hverju kjördæmi er fimm manna yfirkjörstjórn sem kosin er af Alþingi. Hún ber...
Af hverju eru T-bolir (T-shirts) kallaðir þessu nafni?
Án þess að hafa fyrir því traustar heimildir þá er nærtækast að álíta sem svo að T-shirt, sem er enska orðið sem notað er yfir stuttermaboli, sé tilkomið vegna þess að flíkin hefur þótt minna mjög á bókstafinn T þegar hún er breidd út. Stuttermabolir voru upphaflega nærfatnaður. Sagan segir að í fyrri heimssty...
Hvað hefur vísindamaðurinn Tinna Laufey Ásgeirsdóttir rannsakað?
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir er prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hún stundar margvíslegar rannsóknir sem snúa að hegðun og lífsstíl einstaklinga. Þar má nefna tengsl heilsu og afdrifa á vinnumarkaði, áhrif efnahagssveiflna á heilsu, heilsuhegðun og aðra þætti svo sem búsetu og svefn. Auk þess hefur Tinna...
Á hverju nærast sveppir?
Allir sveppir eru ófrumbjarga og fá því mestan hluta næringar sinnar úr lífrænum efnasamböndum sem langoftast hafa orðið til við starfsemi plantna. Sveppir innbyrða lífræn næringarefni í gegnum frumuveggi (himnur). Það gera þeir með því að taka efnin inn á einföldu sameindaformi beint úr frumum annarra lífvera ...