Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 94 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ég bý í Grafarvogi og sé ljós í Breiðholti og víðar titra og flökta. Hvers vegna?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ég bý í Grafarvoginum á 5. hæð í blokk. Í heiðskíru veðri sé ég ljós í Breiðholtinu og víðar. Mig langar að vita hvers vegna ég sé ljós, sem eru lengst í burtu, titra eða flökta. Það er líka misjafnt hvort þetta sé snemma morguns eða seint á kvöldin. Mest er þetta áberandi í köl...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Jóna Freysdóttir rannsakað?

Jóna Freysdóttir er prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands (HÍ) og sérfræðingur við Ónæmisfræðideild Landspítala. Rannsóknir Jónu hafa einkum snúist um bólgu og bólguhjöðnun. Bólga er mikilvægt svar líkamans við áreiti, svo sem sýkingum og ýmsum frumuskemmdum. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt...

category-iconHeimspeki

Geta dýr eins og hvalir haft einhver réttindi?

Hugmyndin um réttindi dýra hefur verið á döfinni um allnokkurt skeið en ýmsir hugsuðir settu hana fram af fullum þunga seint á 20. öld. Spurningin er að sjálfsögðu mannmiðuð, það er spurt er frá sjónarhóli mannsins hvort dýr hafi réttindi gagnvart manninum. Lögmál náttúrunnar og líf dýra samkvæmt þeim er annað mál...

category-iconMálvísindi: íslensk

Geta fyrirtæki ákveðið hvernig eigi að fallbeygja nöfn þeirra?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Geta fyrirtæki ákveðið sjálf hvernig nöfn þeirra eru beygð? Ég spyr vegna þess hvernig Eimskip segir á sinni heimasíðu hvernig það beygist. Þar er beygingin: Eimskip, Eimskip, Eimskip, Eimskips. Ég hefði haldið að það ætti að beygja orðið eins og skip í eintölu, það er frá Eims...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju setjast dropar utan á glas þegar köldu vatni er hellt í það?

Upprunalega spurningin var: Af hverju verður glas blautt (rakt) að utan þegar kalt vatn er sett í það? Andrúmsloftið er að langmestu leyti köfnunarefni og súrefni en önnur efni finnast þar líka, þar á meðal vatnssameindir. Þetta vatn ferðast um heiminn, gufar upp, myndar ský, fellur svo til jarðar sem rigni...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er eðlilegt að finna til pirrings yfir smjatti, sötri, háum andardrætti og klukkutifi?

Svarið við spurningunni er einfaldlega já. Það er alveg fullkomlega eðlilegt að verða þreyttur og pirraður á ákveðnum hljóðum. Hinu er ekki að neita að það er afskaplega persónubundið hvort og hversu mikið þau fari í taugarnar á fólki, og þá er lykilatriði hve mikla athygli fólk veitir smjatti, sötri og öðrum slík...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig líta regnskógar út?

Regnskógar myndast á stöðum þar sem úrkoma er mikil og stöðug (1700 - 4000 mm á ári) og meðalárshiti venjulega í kringum 24°C. Þar er loftraki mjög mikill eða um 80% að meðaltali, loftslagssveiflur afar litlar og hiti og úrkoma jöfn yfir árið. Helstu regnskógasvæði heims er að finna í hitabeltinu. Þau eru: ...

category-iconVísindi almennt

Úr hverju er varalitur búinn til?

Framleiðendur varalita nota yfirleitt sína eigin uppskrift þegar þeir búa til litina. Nokkur grunnefni eru þó yfirleitt sameiginleg. Í fyrsta lagi er það vax, til dæmis býflugnavax, paraffín, candelilla-vax, sem er vax af runna sem vex í norðurhluta Mexíkó og sunnarlega í Bandaríkjunum, eða svonefnt carnauba-vax, ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvers konar stjórnmálaflokkur er SWAPO í Namibíu?

Upprunalega spurningin var: Hvernig og hvar flokkast SWAPO-flokkurinn í Namibíu? Er hann vinstri flokkur eða er hann hægri flokkur eða er hann eitthvað annað? Skammstöfunin SWAPO stendur fyrir 'South West African People‘s Organization' en það er nafn á ráðandi stjórnmálaflokki í Namibíu. Upphaflega var SWAP...

category-iconHeimspeki

Geta fjöll verið ljót?

Stutta svarið við þessari spurningu er: Já, fjöll geta verið ljót. Gömul kona sem flutti frá Akureyri suður á Selfoss sagðist oft sakna fallegu fjallanna við Eyjafjörð og gaf lítið fyrir Ingólfsfjall, sem Selfyssingar töluðu svo gjarnan um. Henni fannst Ingólfsfjall vera ljótt. Eftir að hafa búið syðra í nokkur ár...

category-iconNæringarfræði

Er vitað hvaða efni finnast í drykknum Coca-Cola?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hver er uppskriftin af Coca-Cola? Hver er efnablanda Coca-Cola? Hvað er þetta efni E338 sem er í Coca-Cola með sykri og hvað gerir það? Það er enginn vandi að tilgreina hver helstu innihaldsefni í drykknum Coca-Cola eru, enda koma þau flest fyrir á innihaldslýsingu á umbúðu...

category-iconJarðvísindi

Hversu gamalt er vatnið sem ég drekk úr krananum heima hjá mér?

Allt vatn sem við drekkum er „upphaflega“ regnvatn. Megnið af regnvatninu hefur gufað upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, borist inn yfir landið með lægðum, þést og fallið til jarðar. Þaðan streymir það aftur til sjávar eftir ýmsum leiðum og hin eilífa hringrás lokast. Hve gamalt vatnið er í kalda krananu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hafa erfðaþættir áhrif á sýkingu veirunnar sem veldur COVID-19?

Öll spurningin hljóðaði svona: Geta erfðaþættir tengst mismunandi næmi fyrir sýkingu veirunnar sem veldur COVID-19 eða því hversu alvarleg veikindi verða? Sjúkdómurinn COVID-19 orsakast af veirusýkingu og telst því umhverfissjúkdómur. Veirusýking er forsenda sjúkdómsins, en eins og í tilfelli margra smitsjú...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf?

Öll spurningin hljóðaði svona: Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf? Og þá hvar. Spurningin fjallar um uppruna einstaklings. Ímyndum okkur Jón Strand, sem rekur á fjörur en man ekkert um sitt fyrra líf. „Hver er ég og hvaðan kom ég“, væru eðlilegar fyrstu spurningar Jóns. Ha...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?

Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir ...

Fleiri niðurstöður