Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 83 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hver fann upp dans?

Talið er að dans hafi fylgt manninum frá upphafi, eða að minnsta kosti jafnlengi og trúarbrögð. Margir sagnfræðingar aðhyllast raunar þá kenningu að dans hafi upphaflega verið af trúarlegum toga, þótt ekki sé vitað hvernig frummaðurinn dansaði. Elstu heimildir um dansiðkun eru taldar allt að 25.000 ára gamlar ...

category-iconHugvísindi

Hvað fundu Forngrikkir upp?

Forngrikkir fundu ýmislegt upp: Hér gefst ekki færi á að gefa tæmandi upptalningu á því öllu en þó má minnast á það helsta. Þá ber fyrst að nefna gríska stafrófið. Grikkir fundu að sjálfsögðu ekki fyrstir upp ritmál en þeir þróuðu stafrófið sitt úr fönikísku stafrófi snemma á 8. öld f.Kr. Áður höfðu Grikkir not...

category-iconHeimspeki

Ef sjón og heyrn eru bylgjur, hvað er lykt þá?

Sagt er að menn hafir fimm skilningarvit eða skynfæri: sjón, heyrn, lyktarskyn, snertiskyn og bragðskyn. En þótt tilvera okkar markist í stóru og smáu af starfsháttum þessara skynfæra er hreint ekki einfalt mál að segja hvert eðli skynjunar er. Meðal þess sem veldur vanda er að skynfærin geta blekkt og því þarf ti...

category-iconHeimspeki

Hvaða heimspeki er í The Truman Show?

Kvikmyndir geta veitt nýja innsýn í heimspekileg viðfangsefni. Á síðustu árum hafa til dæmis myndirnar The Truman Show og The Matrix vakið mikla athygli fyrir heimspekileg efnistök. Efniviður beggja myndanna er að stofni til þekkt heimspekilegt viðfangsefni: hvað ef veruleikinn er í grundvallaratriðum frábrugði...

category-iconFornfræði

Er það satt að Forngrikkir og aðrar gamlar menningarþjóðir hafi verið litblindar?

Þetta er áhugaverð spurning sem vert er að skoða nánar. Það er líklega einkum tvennt sem leiðir til hennar. Í fyrsta lagi eru meira og minna allar varðveittar styttur Forngrikkja ómálaðar, annaðhvort hvítar marmarastyttur eða bronslitar eirstyttur. Í öðru lagi hafa nútímamenn stundum furðað sig á því hvernig fornm...

category-iconLögfræði

Hvaða lagaheimild mælir fyrir að stjórnarskráin sé æðri öðrum lögum?

Sú regla að stjórnarskráin sé æðri öðrum lögum kemur hvergi fram í settu lagaákvæði. Regluna má leiða af þeirri viðurkenndu stjórnskipunarvenju að dómstólar skeri úr um hvort lög standist stjórnarskrá. Styðst þessi regla við mörg fordæmi dómstóla. Hæstiréttur hefur nokkrum sinnum dæmt lög andstæð stjórnarskrá, fyr...

category-iconHeimspeki

Myndu vísindin staðna ef háskólanemar þyrftu ekki að læra um 2400 ára gamla heimspekinga?

Ef til vill er það útbreidd skoðun að háskólanemar þurfi að kunna skil á 2400 ára gamalli heimspeki, það er heimspeki Forngrikkja. Í Háskóla Íslands þarf þó einungis lítill hluti nemenda að lesa svo gamla heimspeki – og enn færri við aðra íslenska háskóla. Þeir sem stunda nám við hugvísindadeild Háskóla Ísland...

category-iconSálfræði

Er vitað hvers vegna svo kallað déjà vu á sér stað?

Déjà vu er upprunalega franska og merkir bókstaflega 'þegar séð'. Í flestum sálfræðihandbókum er lítið sem ekkert fjallað um fyrirbærið og helst virðist vera byggt á bók Graham Reed, The Psychology of Anomalous Experience: A Cognitive Approach, Hutchinson University Library, London, 1972. Déjà vu nefnist það þe...

category-iconHugvísindi

Hvernig var daglegt líf og venjur Forngrikkja?

Þessi spurning er viðamikil og hér gefst ekki færi á öðru en að lýsa daglegu lífi Forngrikkja í grófum dráttum. En fyrst ber að slá varnagla. Þegar rætt er um Forngrikki er átt við íbúa Grikklands hins forna eða grískumælandi fólk í fornöld. Fornöld var langur tími. Grískumælandi menn komu fyrst til þess svæðis se...

category-iconHeimspeki

Hver setti fram þá tilgátu að hreyfing væri ekki til? Er hún sönn?

Þá tilgátu að ekkert geti hreyfst má rekja til Parmenídesar frá Eleu, sem var grískur heimspekingur á fimmtu öld fyrir Krist. Parmenídes setti kenningu sína um að hreyfing og raunar öll breyting væri ómöguleg fram í löngu kvæði sem enn er varðveitt að hluta. Og þótt kenningin gangi í berhögg við daglega reynslu al...

category-iconSálfræði

Hver var Gustav Fechner og hvert var framlag hans til tilraunasálfræði?

Gustav Theodore Fechner (1801-1887) var þýskur tilraunasálfræðingur, sem lagði grunninn að sáleðlisfræði, vísindagrein þeirri sem fæst við að ráða í tengsl áreitis og þeirrar skynhrifa sem þau vekja, og magnbinda þessi tengsl. Það er öllum ljóst að þegar kveikt er á vaxkerti í myrkvuðu herbergi sjáum við mikin...

category-iconHugvísindi

Hvað er vitað um ævi skáldkonunnar Saffóar?

Í raun er afar lítið vitað með vissu um ævi Saffóar. Margt af því sem við teljum okkur vita byggir á því sem fram kemur í kvæðum hennar en deilt er um hversu áreiðanlegar sjálfsævisögulegar upplýsingar eru í fornum kveðskap. Það er að segja, þótt skáldið fullyrði eitthvað um sjálft sig eða gefi í skyn í kvæðum sín...

category-iconHugvísindi

Hvernig var uppeldi og menntun Forngrikkja háttað?

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær skólar urðu til í Grikklandi hinu forna. Í Aþenu, þaðan sem flestar heimildir okkar eru, er að minnsta kosti ljóst að einhverjir skólar voru komnir til sögunnar snemma á 5. öld f.Kr. þegar gullöld borgarinnar var að hefjast. Grikkir höfðu ekki skyldunám eða opinbert menntakerfi, ...

category-iconHeimspeki

Hver var fyrsta konan sem var viðurkenndur heimspekingur? Hverjar eru þær helstu?

Í spurningunni felst að konur hafi ekki verið viðurkenndar sem heimspekingar en það er álitamál. Konur voru til að mynda meðal nemenda Platons í Akademíunni (sjá Hver var Platon? eftir Geir Þ. Þórarinsson). Sumar konur voru viðurkenndar sem heimspekingar á sínum tíma, en hurfu síðar úr sögunni. Þetta hefur stundum...

category-iconBókmenntir og listir

Er eitthvert sannleikskorn í grísku goðsögunum?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Getur verið að eitthvert sannleikskorn sé í grísku goðsögunum? Ef já, hverjum og hvers vegna? (Kristinn Hróbjartsson) Af hverju voru Grikkir svo uppteknir af hetjusögum? Var stuðst við einhverjar heimildir um það að hetjurnar hafi verið til? (Kristinn Hróbjartsson) Voru Her...

Fleiri niðurstöður