Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 958 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðatiltækið að "skipta sköpum"?

Orðatiltækið að skipta sköpum er notað um eitthvað sem er mjög mikilvægt, eitthvað sem valdið getur straumhvörfum. Orðið sköp er hvorugkynsorð, einungis notað í fleirtölu. Það merkir í fyrsta lagi 'örlög' og er skylt sögninni að skapa og nafnorðinu skap 'hugur, hugarfar'. Í heiðni töldu menn að skapanornir, þ.e. ö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan fær Keflavík nafn sitt?

Nafnið Keflavík er vafalítið dregið af orðinu kefli í merkingunni ‚rekaviðarbútur‘. Allir kannast við Keflavík sem nafn á þéttbýli á Reykjanesi en Keflavíkur eru víðar á landinu, ein á Hellissandi á Snæfellsnesi, önnur vestan við Rauðasand í Vestur-Barðastrandarsýslu, þriðja við Galtarvita í Vestur-Ísafjarðars...

category-iconHugvísindi

Hvað er Stóridómur?

Stóridómur er samþykkt um siðferði sem gerð var á alþingi sumarið 1564 að frumkvæði beggja lögmanna og æðsta fulltrúa konungs á Íslandi, Páls Stígssonar hirðstjóra. Konungur staðfesti dóminn árið eftir. Skammt var frá siðaskiptum og stemningin sú að herða á viðurlögum við hvers kyns lauslæti í samfélaginu. Það var...

category-iconStærðfræði

Hver var Évariste Galois og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Sannleikurinn er stundum ótrúlegri en nokkur skáldskapur. Kannski er það ástæðan fyrir því að enginn hefur enn gert kvikmynd um líf franska stærðfræðingsins Évariste Galois (1811-1832); ótti við að fólk trúi sögunni einfaldlega ekki. Galois er einn af frumlegri stærðfræðingum sögunnar. Hann gjörbylti algebru me...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?

Aldamót eru þegar hundraðasta ári aldarinnar lýkur og næsta ár tekur við. Þannig mætast 20. og 21. öldin um áramótin 2000/2001 og þá eru um leið árþúsundamót; annað og þriðja árþúsundið í tímatali okkar mætast. Þetta svar má rökstyðja bæði með almennri vísun til þess hvernig við teljum hluti, tugi, tylftir, hundru...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju stækka brjóst kvenna snemma á meðgöngunni?

Það eru kynhormón sem valda breytingum á líkama konunnar á meðgöngu og undirbúa hann fyrir fæðingu og mjólkurmyndun að fæðingu lokinni. Mjólkurmyndandi einingar brjóstanna, svokallaðar kirtilblöðrur (e. alveoli) stækka fyrir áhrif meðgönguhormónsins prógesteróns. Kirtilblöðrurnar líkjast vínberjaklösum, þar sem...

category-iconLandafræði

Hvers vegna er New York stundum kölluð "The Big Apple"?

Orðin "The Big Apple" eða "stóra eplið" voru upphaflega notuð um veðhlaupabrautina í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum en hún var mesta veðhlaupabraut Bandaríkjanna snemma á 3. áratug aldarinnar. Jazztónlistarmenn sem áttu margir rætur að rekja til borgarinnar tóku orðin upp og létu þau vísa til Harlem-hverf...

category-iconFornfræði

Hvað getið þið sagt mér um harpýjur?

Harpýjur eða sviptinornir eru hálfmennsk illfylgi með kvenmannshöfuð og beittar klær. Þær voru sagðar fljúga í burt með sálir látinna og voru stundum sýndar þannig á grafsteinum. Í kvæði gríska skáldsins Hesíódosar Goðakyni (265 o.áfr.) eru þær sagðar vera tvær, Aelló og Ókýpetes, dætur Þaumasar og Elektru Ókeanos...

category-iconHugvísindi

Úr hverju er oblátan sem við fáum þegar við fermumst?

Obláta er brauð sem er notað við altarisgöngu. Orðið er tökuorð úr latínu, oblata merkir eiginlega 'fórn' eða 'hið framborna'. Á vefnum kvi.annáll.is er ýmis konar fróðleikur um altarisbrauð. Þar er meðal annars að finna uppskrift af oblátum fyrir 60-70 manns. Í henni kemur fram að oblátur eru gerðar úr heilhveiti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna segir maður til dæmis "út úr mínum húsum" í fleirtölu? Er einhver regla til um þetta þegar maður á bara eitt hús?

Orðið hús hefur fleiri en eina merkingu. Það er í fyrsta lagi notað um byggingu sem hefur veggi og þak og er það algengasta merking orðsins. Í öðru lagi getur hús merkt 'bær, býli' og nær þá yfir þau hús sem bæ tengjast, til dæmis bæjarhús, útihús, fjárhús, hesthús. Í þriðja lagi getur hús merkt 'heimili' og...

category-iconJarðvísindi

Hvenær gaus Askja síðast?

Askja í Ódáðahrauni hefur ekkert gosið á þessari öld, en á 20. öld gaus hún alls átta sinnum. Síðasta gos varð árið 1961, en öll hin gosin urðu á þriðja áratugnum: 1921, 1922 (tvö gos), 1923, 1924, 1927 og 1929. Þessi gos voru öll frekar smávægileg, en 28. mars 1875 hófst aftur á móti mikið öskugos í Öskju sem hra...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er átt við með landrekskenningunni og hver eru rökin fyrir henni?

Með „landrekskenningunni" er venjulega átt við þá kenningu sem þýski jarðeðlisfræðingurinn Alfred Wegener (1880-1930) setti fram í bókinni Myndun meginlanda og úthafa árið 1915. Annað afbrigði kenningarinnar kom fram 1964 og nefnist „botnskriðskenning" og loks þriðja afbrigðið 1968, „flekakenning". Meginmunurinn á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað geta margar mismunandi stöður komið upp í einni skák?

Að meðaltali má gera ráð fyrir að hver skák sé í kringum 40 leikir, því komi upp um 80 ólíkar stöður hver á eftir annarri. Á alþjóðlegum skákmótum er mjög sjaldgæft að skákir verði lengri en 150 leikir. Þegar tveir menn setjast að tafli er því ólíklegt að fleiri en 300 ólíkar stöður komi upp á borðinu. Líka má...

category-iconStærðfræði

Hvort hækkar maður 44,444444444 í 44,45 eða lækkar í 44,44?

Við námundun er alltaf farið eftir síðasta tölustafnum á eftir þeim sem ætlunin er að námunda að. Hér ætti sem sagt að horfa á þriðja fjarkann á eftir kommunni: 44,444444444. Ef þessi tölustafur er 0, 1, 2, 3 eða 4 á að námunda niður, það er lækka töluna. Það á við í þessu tilfelli, svo svarið er 44,44. Ef töl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir 'tilreiðir sér' í sálminum Heims um ból?

Þriðja erindi sálmsins Heims um ból eftir Sveinbjörn Egilsson er svona (1856:7-8) (stafsetningu breytt): Heyra má himnum í frá englasöng, allelújá. Friður á jörðu, því faðirinn er fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér samastað syninum hjá. Sögnin að tilreiða merkir að ‘útbúa, gera tilbúinn’ og samast...

Fleiri niðurstöður