Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 296 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var fuglinn Fönix?

Fönix (e. Phoenix) var stór, fallegur sagnafugl sem var sagður getað lifað í 500 ár. Þegar fuglinn fann að tími var komin á það að hann skyldi deyja þá flaug hann til Egyptalands, bjó þar til hreiður og lagði eld að því. Úr öskunni átti svo að rísa nýr Fönix. Því er hann stundum kallaður eldfuglinn. Í sögum er ein...

category-iconUnga fólkið svarar

Í hvaða landi varð kjarnorkuslysið í Tsjernobyl?

Kjarnorkuslysið í Tsjernobyl gerðist 26. apríl árið 1986. Verið var að gera tilraunir með kjarnaofn. Ofninn sprakk þegar kælingin brást. Slysið er mesta kjarnorkuslys sem orðið hefur. Tsjernobyl er bær í Úkraínu. Á þessum tíma tilheyrði Úkraína Sovétríkjunum en nú er hún sjálfstætt ríki. Bærinn er 130 ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um djöflaskötur?

Heitið djöflaskötur nær bæði yfir ætt brjóskfiska, Mobulidae, og eina tegund þeirrar ættar, Manta birostris, sem er hin eiginlega djöflaskata og er stærst sinnar ættar. Djöflaskötur hafa allt að 7 metra uggahaf og geta orðið 1300 kg á þyngd. Þær nærast á svifi (krabbadýrum og seiðum) og lifa einkum í heitum sjó...

category-iconHugvísindi

Af hverju heita dagarnir sínum nöfnum?

Ekki er vitað nákvæmlega hvaðan sjö daga vikan, sem er í notkun um næstum allan heim, er upprunnin. Einhverjar heimildir benda þó til að Súmerar, Babýloníumenn og Ísraelar hafi notast við sjö daga viku. Frá þeim barst sjö daga vikan til Grikkja og Rómverja, og þaðan til Norðurlanda, en þar var áður miðað við fimm ...

category-iconSálfræði

Af hverju eru sumir heimskir en aðrir snjallir?

Eins og lesa má í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni: Af hverju eru sumir gáfaðri en aðrir? hefur verið deilt um hvort greind sé meðfædd eða áunnin. Helstu rannsóknirnar í þessu sambandi snúa að eineggja tvíburum sem hafa verið skildir að við fæðingu, þó að öðrum ástæðum en til að gera rannsóknina!...

category-iconHeimspeki

Hver var George Berkeley og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Írski heimspekingurinn George Berkeley (1685-1753) er einn þeirra þriggja sem taldir eru helstu forsprakkar breskrar raunhyggju, en hinir eru þeir John Locke og David Hume. Hann er þekktastur fyrir hughyggjukenningar sínar, sem segja má að kristallist í orðunum „Að vera er að vera skynjaður“, eða „Esse est percipi...

category-iconLæknisfræði

Hvað er leishmaniusýki og hvernig lýsir hún sér?

Leishmaniusýki eða leishmanssótt (e. leishmaniasis) er sýking af völdum frumdýra af ættkvíslinni Leishmania. Frumdýrið er innanfrumusníkjudýr (e. intracellular parasite) í bæði mönnum og dýrum. Að minnsta kosti 15 tegundir geta sýkt menn. Smit berst til manna með sandflugum sem lifa í heitu og tempruðu loftslagi o...

category-iconVísindi almennt

Hver er stærsta bygging í heimi að flatarmáli?

Stærsta hús í heimi, miðað við grunnflöt, sem nefnt er í Heimsmetabók Guinness frá árinu 1985, er blómamarkaðshöll í Aalsmeer, Hollandi, 303.282 m2. Stærsta hús miðað við rúmtak er aðalsamsetningarsalur Boeing-flugvélasmiðjunnar í Everett í Washington, Bandaríkjunum: 5,6 milljón m3. Stærsta verksmiðja telst Niz...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Hallgrímskirkja há í metrum?

Turn Hallgrímskirkju er 74,5 metra hár. Kirkjan var reist á árunum 1945-86 til minningar um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson (1614-1474) og er hún með hærri mannvirkjum á landinu. Hæsta mannvirki Íslands er 412 metra hátt mastur á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Turn Hallgrímskirkju er 74,5 m hár. Arkitekt Hallgr...

category-iconHugvísindi

Hvað var tímaritið Eimreiðin gefið út lengi og um hvað fjallaði það?

Tímaritið Eimreiðin kom út í Kaupmannahöfn 1895-1918 og síðan í Reykjavík frá 1918-1975. Valtýr Guðmundsson (1860-1928) stofnaði tímaritið og ritstýrði því til 1918. Í Eimreiðinni voru birtar sögur, ljóð, greinar um bókmenntir og ýmis málefni. Í fyrsta tölublaði Eimreiðarinnar er meðal annars kvæðið „Braut...

category-iconFélagsvísindi

Get ég fengið fræðslu um fyrstu þátttöku íslenskra kvenna í stjórnmálum?

Giftar konur í Reykjavík fengu kosningarétt í bæjarstjórnarkosningum árið 1908 og buðu strax fram sérstakan kvennalista í kosningum í febrúar það ár. Listi kvennanna hlaut mjög góðar viðtökur og fjórar konur komust inn í bæjarstjórnina. Konur í Reykjavík buðu síðan fram sérstaka kvennalista allt fram til ársins 19...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir að vera dannebrogsmaður?

Dannebrogsmenn nefnast danskir þegnar sem hafa hlotið dannebrogsorðuna, en það er dönsk orða sem líkja má við hina íslensku fálkaorðu. Talið er að orðan hafi verið stofnuð af Valdimar 2. sigursæla árið 1219 og hún var síðan endurreist árið 1671 af Kristjáni 5. Þá var hún nær eingöngu veitt aðlinum en frá árinu ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er íbúafjöldi Jamaíku?

Á Jamaíku bjuggu 2.682.100 manns í lok árs 2007 samkvæmt upplýsingum frá hagstofu landsins. Jamaíka er eyja sunnan af Kúbu. Höfuðborgin heitir Kingston. Eyjan er þriðja stærsta eyja Karíbahafs, 240 km að lengd, 80 kílómetra breið og 10.991 km² að flatarmáli. Hún er hálend eldfjallaeyja og þar er hitabeltisloft...

category-iconSálfræði

Er rétt að ljóshært fólk sé með lægri greindarvísitölu en aðrir?

Þorgerður Þorvaldsdóttir fjallar um goðsögnina um ljóskuna í fróðlegu svari við spurningunni Af hverju eru ljóskur taldar heimskar? Þar kemur fram að ekkert bendi til þess að tengsl séu á milli háralitar og greindar. Hins vegar er goðsögnin um heimsku ljóskuna mjög lífseig. Flestir kunna einhverja ljóskubrand...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað átti Johann Sebastian Bach mörg börn?

Þýska tónskáldið Johann Sebastian Bach (1685-1750) eignaðist tuttugu börn í tveimur hjónaböndum. Með fyrri eiginkonu sinni, Maríu Barböru Bach, átti hann sjö börn og með þeirri síðari, Önnu Magdalenu Wilcke, eignaðist hann 13. Af tuttugu börnum tónskáldsins dóu alls tíu í æsku. Þrír synir Bachs voru kunn tónská...

Fleiri niðurstöður