Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1204 svör fundust
Er lögreglumönnum við umferðareftirlit heimilt að liggja í leyni?
Upphafleg spurning í heild var sem hér segir:Er lögreglumönnum við umferðareftirlit (radarmælingar) heimilt að "liggja í leyni" ljóslausir og jafnvel utan vega, eða jafnvel í hvarfi við útihús á bóndabæjum?Það er meginregla í löggæslustörfum hér á landi og hluti af forvarnarstarfi lögreglunnar að hún sé sýnileg í ...
Hvað er það sem mannfræðingar kalla fúnksjónalisma?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Hrefnu Tómasdóttur Hver var Durkheim og fyrir hvað var hann þekktur? Franski félagsfræðingurinn Émile Durkheim (1858-1917) er með nokkrum rétti kallaður faðir félagsfræði nútímans. Ástæðan er sú að hann hélt því fram að félagsfræðin ætti að vera sjálfstæð vísindagrein en ...
Hvert er stærsta úthafið?
Hér er jafnframt svar við spurningunni: Hver er skilgreiningin á úthöfum og hver er munurinn á þeim og öðrum höfum? Jörðin er stundum kölluð bláa reikistjarnan þar sem sjór þekur um 71% af yfirborði hennar. Yfirborð sjávar er alls um 362 milljónir ferkílómetra (km2) og er heildarrúmmál hafanna um 1348 millj...
Hvers vegna hlæjum við að óförum annarra?
Í því skyni að svara þessari spurningu er tilvalið að leita til franska heimspekingsins Henri Bergsons (1859-1941). Hann setti fram kenningar sínar um hlátur um aldamótin 1900, í frægri ritgerð sem einfaldlega heitir Hláturinn (Le Rire). Enn í dag eru hugmyndir hans mikilvægar, þó ekki sé nema vegna þess hversu mi...
Getur segulorka leyst orkuvandamálin, og eru til upplýsingar um rannsóknir á því?
Svarið er nei, eftir því sem við vitum best. --- Í fyrsta lagi er segulorka tæmanleg auðlind en ekki endurnýjanleg eins og orka fallvatna. Um segulorkuna gildir hið fornkveðna að eyðist það sem af er tekið. Það er allsendis óvíst að við kærðum okkur um að eyða segulorkunni með þeim afleiðingum sem það hefði, jafnv...
Ef vinur minn selur mér sál sína er hann þá sálarlaus?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ef vinur minn selur mér sál sína gegn greiðslu og við gerum með okkur skriflegan samning/afsal, er hann þá sálarlaus?Eins og venja er á Vísindavefnum þótti viðeigandi að leita álits sérfræðings til að svara þessu brýna álitaefni. Einhverra hluta vegna vísuðu sálfræðiskor Hás...
Eru egg hollari hrá en soðin?
Spurningin í heild sinni hljóðar svona: Eru egg hollari hrá en soðin og er hrár og ferskur matur almennt hollari en eldaður?Almennt má segja að með tilliti til örverufræðilegra þátta séu elduð matvæli öruggari en fersk. Það stafar af því að hitameðhöndlun dregur mikið úr örverumagni í matvælum og minnkar þannig hæ...
Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað og hvert leituðu þeir þegar minna var um tré á fyrri hluta síðustu aldar?Náttstaðir spörfugla eru eins misjafnir og tegundirnar eru margar. Sumir fuglar safnast saman í hópa til að sofa, á meðan aðrir velja sér náttstað þar sem þeir eru...
Hvernig geta skíðishvalir étið fisk?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Oft heyrist alhæft að hvalir éti mikið af fiski, sem sjómenn ella gætu veitt. Skíðishvalir, svo sem langreyður, steypireyður og fleiri, sía plöntu- og dýraörverur úr sjónum, svokallað svif, og virðast því skíðishvalir hafðir fyrir rangri sök. Hvaða tannhvalategundir eru hér ...
Út á hvað gengur réttarlíffræði?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona: Út á hvað gengur réttarlíffræði (forensic biology) og hver er munurinn á henni og réttarmannfræði? Forensic biology táknar samkvæmt orðanna hljóðan réttarlíffræði en það hugtak er afar breitt og tekur til fleiri en einnar sérfræðigreinar. Til munu vera háskólar sem bjóða u...
Hvers vegna eru ekki allir málmar seglanlegir?
Fullyrðingin sem felst í spurningunni er ekki nákvæmlega rétt: Allir málmar verða fyrir áhrifum af segulsviði en á þessum áhrifum er hins vegar bæði eðlismunur og stigmunur eftir því hver málmurinn er. Hjá flestum málmum hverfa áhrifin um leið og ytra segulsvið verður að engu, en hjá sumum er seglunin varanleg, óh...
Hvað er járnblendi og hvernig er það framleitt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er gert í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga? Hvað er járnblendi, til hvers er það notað og hvernig er það framleitt?Í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga er framleitt kísiljárn (e. ferrosilicon). Meginafurðin er svokallað 75% kísiljárn, táknað FeSi75, sem innihe...
Hvað er vöðvabólga og hvernig losnar maður við hana?
Hér er einnig svarað spurningunum:Er slæmt að fara í líkamsrækt ef maður er með vöðvabólgu?Hvort er betra að nota heitt eða kalt á vöðvabólgu og af hverju? Eins og nafnið bendir til er vöðvabólga bólga í vöðvum, en einnig getur verið um að ræða bólgu í aðliggjandi bandvef. Orsakir vöðvabólgu geta verið margví...
Hvað eru kraftar Londons?
Venjulegar sameindir (e. molecules) eru óhlaðnar sem heild og þess vegna verka ekki milli þeirra neinir rafkraftar af venjulegustu gerð, það er að segja svokallaðir Coulomb-kraftar milli hlaðinna efniseinda. Hins vegar er jákvæð hleðsla í atómkjörnum sameindarinnar og jafnstór neikvæð hleðsla í rafeindum hennar sa...
Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Bíta höfrungar baðstrandarfólk eins og hákarlar? Hversu algengt er að vera bitin af hákarli eða öðru sjávardýri og hvar er það algengast? Afar sjaldgæft er að höfrungar ráðist á menn. Í flestum tilfellum synda þeir einfaldlega í burtu ef menn gerast of nærgöngulir. Þó eru þ...