Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4832 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hversu gamalt er orðið 'ófatlaður' sem heyrist nú æ oftar notað yfir heilbrigða einstaklinga?

Í dæmasafni Orðabókar Háskólans er elsta heimild um orðið 'ófatlaður' úr Lagasafni handa alþýðu sem kom út á árunum 1890–1910. Þar vísar orðið reyndar ekki til manneskju heldur til kýr: „Kýr telst leigufær, sem er ófötluð“ (1898). Greinilega er átt við heilbrigða kú. Elsta dæmi þar sem 'ófatlaður' vísar til pe...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna leggur fólk aðra í einelti?

Rannsóknir á gerendum í eineltismálum sýna að þeir eiga það oft sameiginlegt að vera árásarhneigðir og hafa jákvætt viðhorf til ofbeldis og ofbeldisverka. Þeir eru oft hvatvísir og hafa mikla þörf fyrir að stjórna, eru drottnunargjarnir. Börn sem eru gerendur í eineltismálum eru oftar en önnur börn með vopn á sér ...

category-iconLögfræði

Eru til einhver lög um sjálfsvörn? Sá sem beitir sjálfsvörn fer yfirleitt verr útúr kærunni heldur en árásarmaðurinn, hvernig verkar þetta?

Til eru lög um neyðarvörn sem oft er kölluð sjálfsvörn í daglegu tali. Í 1. málsgrein 12. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir svo: Það verk er refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir ...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs?

Rastafarar líta ekki á Haile Selassie sem hálf-guð heldur sem guð að fullu, líkt og kristnir líta á Jesú sem guð en ekki hálf-guð. Haile Selassie I (1892-1975) var keisari Eþíópíu. Hann var sonur Ras Makonnen sem var ráðgjafi Meneliks keisara II og hlaut upphaflega nafnið Tafari Makonnen. Tafari giftist barnab...

category-iconHeimspeki

Er til hálf hola? (svar 1)

Ef svara á því hvort hálf hola sé til er kannski réttast að velta því fyrst fyrir sér hvort holur séu yfirleitt til og hvað þær eru þá. Eru holur, göt, dældir, göng, holrúm og annað slíkt efnislegir hlutir? Holur eiga það sameiginlegt með efnislegum hlutum að hafa rúmtak; þær hafa bæði stærð og lögun. Hins vegar g...

category-iconHugvísindi

Hvenær lærðu Íslendingar að prjóna og af hverjum?

Eftir því sem best er vitað hefur prjón borist til Íslands með kaupmönnum, þýskum, enskum eða hollenskum, á fyrri hluta 16. aldar. Líklegast þykir að þýskir kaupmenn hafi átt mestan hlut að máli. Elsta varðveitta prjónles eða prjónaði fatnaður sem til er á Íslandi og af íslenskum uppruna, mun vera sléttprjónaður b...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig eru loftbelgir, hvernig fljúga þeir, hvaða eldsneyti þurfa þeir og hve stórir eru þeir?

Við höfum gert grein fyrir ýmsum grundvallaratriðum loftbelgja í svari okkar við spurningunni Hvaða gas var notað í loftskip? Hyggilegt kann að vera að lesa það svar áður en lengra er haldið hér. Loftbelgir eru belgir með léttu gasi, nógu léttu til að belgurinn í heild, með umbúðum, farmi og farþegum, geti lyfs...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Var hægt að lenda Curiosity hvar sem er á Mars, eða hvernig var lendingarstaðurinn ákveðinn?

Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar. Miklu mál...

category-iconVísindi almennt

Einu sinni heyrði ég í morgunfréttum að skepnan chupacabra hefði fundist, er það rétt?

Chupacabra er lífvera af óstaðfestri tegund sem deilt er um hvort til sé í raun og veru. Rannsóknir á slíkum dýrategundum falla vanalega undir duldýrafræði (e. cryptozoology) sem er ekki viðurkennd fræðigrein en hér verður þó leitast við að svara spurningunni af sanngirni. Heiti dýrsins er samsett úr spænsku sö...

category-iconHugvísindi

Hvenær urðu Forngrikkir að Grikkjum?

Þessa spurningu má skilja á ólíka vegu: Annars vegar þannig að spurt sé hvenær í fornöld (Forn-)Grikkir urðu til sem þjóð – og hvað voru þeir áður en þeir voru Grikkir? Hins vegar þannig að spurt sé hvenær Forngrikkir hættu að vera Forn-Grikkir – og hvað urðu þeir þá í staðinn? Á bilinu 2100 til 1900 f.Kr. flut...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getið þið leyst úr deilu góðra félaga um sveitarnafnið Kaldakinn?

Í heild hljóðar spurningin svona:Er ekki hægt að leysa deilu góðra félaga um sveitarnafnið Kaldakinn? Er nafnið Kaldakinn, samanber norðankaldi t.d. og væri þá Kaldakinn um Kaldakinn o.s.frv. Eða Kaldakinn, um Köldukinn, frá Köldukinn o.s.frv. Gott væri að nokkur rökstuðningur væri með lausn þessarar deilu. Fj...

category-iconHeimspeki

Hvað er kínversk lífsspeki?

Ekki er fyllilega ljóst hvers kyns svar er hægt að gefa við þessari spurningu. Við hvað er til dæmis átt við með hugtakinu „lífsspeki“? Er það einhvers konar samþjöppuð viska sem unnt er að tjá í örfáum orðum? Er þá gert ráð fyrir því að til sé einhver ein kínversk lífsspeki, líkt og svarið „42“ sem gefið var við ...

category-iconHeimspeki

Hver er munurinn á raunhyggju og rökhyggju?

Raunhyggja og rökhyggja eru meginstraumar í þekkingarfræði, fremur en tilteknar kenningar. Ýmis afbrigði eru til að hvorri tveggja. Reyndar eru afbrigðin jafn mörg og heimspekingarnir. Raunhyggja er í hnotskurn hver sú kenning sem leggur megináherslu á hlutverk reynslunnar í öflun þekkingar. Rökhyggja er á hinn bó...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er „mínus“-verðbólga?

Eitt af hlutverkum peninga er að vera mælieining á verðmæti. Þessi mælieining hefur þó þann galla, ólíkt til dæmis mælieiningum metrakerfisins, að vera síbreytileg. Stundum er hægt að kaupa minna fyrir ákveðinn fjölda króna nú en áður. Þetta þýðir að mælieiningin hefur breyst og það er almennt kallað verðbólga. Ei...

category-iconSálfræði

Hvað er persónuleikaröskun?

Til þess að skýra hvað átt er við með persónuleikaröskun skulum við taka dæmi. Jón Jónsson er stöðugt að skipta um vini og vinkonur. Hann er í fyrstu afar hrifinn af þeim sem hann kynnist en ekki líður á löngu þar til hann óskar þeim út í hafsauga og skilur ekki hvernig hann gat nokkru sinni laðast að slíku fólki....

Fleiri niðurstöður