Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5110 svör fundust
Heldur fyrirtækið De Beers verði demanta langt yfir raunvirði þeirra?
Það er rétt að suður-afríska fyrirtækið De Beers hefur um langt skeið haft mikil áhrif á markaðinn fyrir demanta og náð verulegum árangri í að halda verði þeirra háu og stöðugu. Þetta hefur bæði verið gert með því að reyna að stilla framboði í hóf og með því að ýta undir eftirspurn með beinum og óbeinum auglýsingu...
Hver er uppruni og saga ólympískra skylminga?
Upphaf skylminga sem keppnisíþróttar má rekja allt aftur til Egyptalands fyrir um 3200 árum. Á veggmyndum í egypsku hofi frá um 1200 f. Kr. má sjá myndir af keppni í skylmingum þar sem notast var við grímur og annan varnarbúnað svipuðum þeim sem notast er við í nútímaskylmingum. Fyrr á öldum börðust menn með ý...
Getið þið sagt mér hvað barokktónlist er?
Hér er einnig svarað spurningu Hugrúnar Jónsdóttur (f. 1989): Hvað einkenndi barokktímabilið í sögu tónlistarinnar? Barokktónlist er tónlist sem samin er á svokölluðu barokktímabili, eða um 1600-1750. Stundum er tímabilinu skipt í þrennt og er þá talað um frumbarokk (um 1600-1650), miðbarokk (1650-1700) og síðba...
Hverjar eru helstu fornleifar í Garðabæ?
Áður en þessu er svarað er rétt að gera grein fyrir því að land Garðabæjar er mjög víðfemt og teygir sig meðal annars út á Álftanes og langt inn í Heiðmörk. Fornleifar finnast á öllu þessu svæði og skipta hundruðum. Þær eru mjög fjölbreytilegar og margar afar merkilegar, þær elstu frá því um landnám. Flestar m...
Getið þið sagt mér hvað verður um trén eftir að þau deyja?
Tré deyja af ýmsum ástæðum. Ung tré geta drepist vegna skugga frá eldri og stærri trjám. Skógareldar og skordýraplágur drepa tré, stundum á stórum samfelldum svæðum. Ef tré ná að verða gömul er algengt að stofnar þeirra fúni í miðjunni, sem að lokum leiðir þau til dauða. Dánarorsökin hefur talsverð áhrif á það hvo...
Getið þið útskýrt fyrir mér hvernig landsþingin fjögur í Bretlandi virka?
Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Norður-Írlands, hér eftir nefnt Bretland, samanstendur af Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Breska þingið, sem staðsett er í Westminster-þinghúsinu í London, setur ríkinu lög og ákveður skatta og álögur. Þingið starfar í tveimur deildum og skiptist í neðri d...
Hefur gosið oft í Kverkfjöllum?
Gossaga Kverkfjallakerfisins er ekki vel þekkt en þó má telja nánast víst að ekki hafi gosið þar eftir að land byggðist. Engin gjóskulög með efnasamsetningu Kverkfjalla hafa fundist í ísnum í Vatnajökli eða jarðvegi frá sögulegum tíma.1 Yngsta hraunið, Lindahraun, rann skömmu fyrir landnám, ef marka má umhverfisbr...
Hver er staða ósonlagsins í dag?
Í heild er spurningin svona:Hvað er að frétta af ósonlaginu núna, þynning þess og göt voru mikið í umræðunni fyrir einhverjum árum en lítið heyrist núna. Hver er staðan? Hefur það jafnað sig? Í stuttu máli hefur þróunin líklega farið að sveigja í rétta átt síðasta áratuginn eða svo. Óson er sameind úr þremu...
Hvernig er hægt að draga ferningsrót af línustriki með hringfara einum?
Allt frá tímum Forn-Grikkja hafa stærðfræðingar velt mikið fyrir sér þeirri list að framkvæma ýmiss konar útreikninga með því að nota einungis reglustiku og hringfara (sirkil). Frægt verkefni er að skipta horni í þrjú jafnstór horn með þessum tækjum. Nú á dögum er vitað að slíkt er ómögulegt. Hins vegar er auðveld...
Hvers vegna byrjaði kristin trú svona seint á Íslandi?
Kristni kom fyrst upp meðal fátæks almúgafólks á afskekktum stað í rómverksa keisaradæminu. Það tók trúna því nokkuð langan tíma að ná útbreiðslu. Rétt fyrir 400 var hún þó orðin það útbreidd að keisarinn gerði hana að ríkistrú. Um þetta leyti tók hún líka að breiðast út um Norður-Evrópu en á næstu öldum gengu mik...
Hvað kemst hraðskreiðasti bíll í heimi hratt og hvað heitir hann?
Hraðskreiðasti bíll í heimi náði 1.220,8 km hraða í Nevada-eyðimörkinni árið 1997, og heitir Thrust SSC. Thrust SSC var með tvo Rolls-Royce hreyfla, aflið í hreyflunum jafngilti 145-földu afli Formula 1 bíla. Hann var 16 sekúndur að ná 1000 km hraða og eyddi 18 lítrum af eldsneyti á hverri sekúndu. Venjulegi...
Hvernig veiða tígrisdýr? Getið þið sýnt mér mynd af tígrisdýri á veiðum?
Tígrisdýr (Panthera tigris) veiða úr launsátri líkt og flest önnur kattardýr. Tígurinn reynir að læðast sem næst bráðinni og þegar hann er í fárra metra fjarlægð frá henni, tekur hann á sprett, stekkur á bráðina og reynir að ná tökum á hálsi hennar með vígtönnunum til að bíta í sundur hálsliðina. Tígrisdýr að el...
Verða frumur alltaf minni og minni eftir því sem þær skipta sér oftar?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Við frumuskiptingu verða dótturfrumur minni en móðurfrumur. Verða þá ekki „næstu kynslóðir“ frumunnar ennþá minni og svo koll af kolli? Þótt dótturfrumur séu minni en móðurfruma eins og hún var rétt fyrir skiptingu, ná þær senn eðlilegri stærð sinnar frumugerðar. Þær skip...
Hver er hæsta tala í heimi?
Ekki er hægt að benda á neina eina sérstaka tölu og segja að hún sé hæsta tala í heimi. Það er alveg sama hvaða tölu maður nefnir, það væri alltaf hægt að bæta annarri tölu við hana og fá út enn hærri tölu en maður byrjaði með. Um svipað efni er hægt að lesa í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum: Hver er hæ...
Hver er munurinn á PCI-, PCI Express- og AGP-raufum?
Svonefndar PCI-, PCI Express- og AGP-raufar (e. slots) eru hraðvirk tengi á móðurborðum. Raufarnar eru notaðar til að bæta virkni við móðurborðið í tölvunni, til dæmis skjákort, netkort, diskastýringar, sjónvarpskort og hljóðkort. Helsti munurinn á þeim er aldur þeirra og samskiptahraðinn. PCI Express-, AGP- og...