Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1544 svör fundust
Getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt?
Það getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt en það er sjaldgæft. Til að svara spurningunni verðum við fyrst að ákveða hvaða sunnanáttir á að telja. Stundum hagar til dæmis þannig til að Reykjavík er í skjóli Esjunnar þegar norðanátt er ríkjandi á Vesturlandi. Átt getur þá verið breytileg á höfuðborgarsvæðin...
Hver bjó til tungumálið?
Tungumál er nokkuð sem orðið hefur til á löngum tíma en ekki uppfinning sem hægt er að rekja til einnar manneskju. Yfirleitt er gert ráð fyrir að fyrstu orðin sem mynduðust hafi verið hljóðlíkingar, menn hafi verið að líkja eftir einhverjum hljóðum úr náttúrunni. Síðan hafi þessi hljóð þróast nánar og orðið grunnu...
Hvernig verður ryk til?
Rykagnir í andrúmslofti eiga sér ólíkan uppruna, til dæmis jarðvegsagnir sem vindurinn feykir upp, efni sem koma upp í eldgosum eða mengun frá iðnaði. Fleiri þættir leggja til ryk í andrúmsloftið og þar með það ryk sem við sjáum inni hjá okkur. Má þar nefna umhverfið í kringum hús, til dæmis hvort mikið er af san...
Hversu hratt kemst ljósið?
Ljós fer mjög hratt í tómarúmi, 300.000 (þrjú hundruð þúsund) kílómetra á sekúndu. Þetta er svo mikill hraði að við getum yfirleitt ekki greint eða mælt tímann sem það tekur ljósið að fara mili tveggja staða á jörðinni. Ef við tökum sem dæmi tvo staði með 300 km fjarlægð milli þeirra, þá er ljósið einn þúsundasta ...
Er til þjóðsaga um að í Dimmuborgum sé eitt af hliðum helvítis?
Slík þjóðsaga er ekki til í þeim þjóðsagnasöfnum sen hingað til hafa verið prentuð. Í Árbók Ferðafélags Íslands sem út kom 2006 og heitir Mývatnssveit með kostum og kynjum er ekki heldur á þetta minnst. Hún var þó skrifuð var af Mývetningi, Jóni Gauta Jónssyni, sem gerði sér meðal annars far um að tína til þjóðsög...
Af hverju koma stírur í augun?
Stírur eru í rauninni ekkert annað en storknuð tár. Tár myndast í tárakirtlum sem liggja undir húðinni í jaðrinum á efra augnlokinu. Þau eru samsett úr vatni, söltum, slími og sýkladrepandi efni sem kallast lýsózým. Hlutverk tára er þannig að hreinsa og verja augun og sjá til þess að þau haldist rök. Venjulega ...
Af hverju dóu allar risaeðlur út af einum loftsteini?
Ekki er vitað með vissu hvað það er sem olli útdauða risaeðlannna í lok Krítartímabilsins fyrir um 65 milljón árum síðan. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um þetta en flestir hallast þó að því í dag að loftslagsbreytingar í kjölfar mikilla náttúruhamfara hafi verið megin orsökin. Í svari sínu við spurningunni, E...
Er hætta á að aftur verði eldgos í Vestmannaeyjum?
Já það er líklegt að aftur gjósi í Vestmannaeyjum og reikna má með gosi hvenær sem er í Vestmannaeyjaeldstöðinni. Eldvirkni á Íslandi er núna aðallega bundin við tvö gosbelti. Annað er frá Reykjanesi til Langjökuls en hitt er frá Vestmannaeyjum þvert yfir allt Ísland til Melrakkasléttu. Mynd af gosinu í Vestma...
Hvernig myndaðist Hrísey?
Hrísey á Eyjafirði mætti kalla "rofrest", en sennilega hefur hún myndast þannig að skriðjöklar hafi runnið hvor sínum megin við eyna, meginjökullinn austan megin en jökull úr Svarfaðardal vestan megin. Jöklarnir hafa þá sorfið niður berggrunninn í kring en eftir stóð eyjan. Hrísey, horft suður Eyjafjörð. Hrísey...
Af hverju fáum við hlaupasting ef við hlaupum mikið?
Hlaupastingur er eitt af þeim fyrirbærum sem fræðimenn hafa ekki náð að skilja eða skýra til fullnustu. Flestir virðast þó sammála því að þindin leiki þar stórt hlutverk. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um hvað veldur hlaupasting. Ein þeirra hefur með öndun að gera. Þegar við öndum að okkur þrýstist þindi...
Hvað er hagamúsin löng?
Jón Már Halldórsson fjallar ágætlega um hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í svari við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um hagamýs? Þar kemur meðal annars fram að lengd fullorðinnar hagamúsar, án hala, er á bilinu 8 - 10,5 cm. Því má bæta við að halinn er oft á bilinu 7 - 9,5 cm. Þannig að allt í allt eru geta þe...
Hvers vegna eru litir í öllum hlutum?
Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur á hugtakinu litir. Litirnir verða til í samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar. Hægt er að lesa meira um það í löngu og ýtarlegu svari við spurningunni Hvað eru litir? eftir Þorstein Vilhjálmsson. Sólarlj...
Hvaða dýr eru algeng í Árnessýslu?
Hænur eru algengasta dýrið í Árnessýslu, alla vega ef átt er við húsdýr. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofu Íslands voru samtals 37.096 hænur í þeim sveitarfélögum sem tilheyra Árnessýslu árið 2006 (nýrri upplýsingar lágu ekki fyrir). Til samanburðar voru íbúar á þessu svæði 12.629 þetta sama ár, eða þrisv...
Hvað var elsta tröllið gamalt þegar það dó?
Tröll eru þjóðsagnapersónur eru ekki til í veruleikanum í venjulegum skilningi. Við munum ekki sérstaklega eftir því að fjallað sé um aldur þeirra, enda kannski erfitt þar sem tröllin fæðast fjarri mannabyggðum og mennirnir vita þess vegna lítið um hversu gömul þau eru. Hugtökin jötunn, tröll og risi eru náteng...
Hvernig getum við hugsað?
Til þess að svara þessari spurningu þarf ég að hugsa mig aðeins um. Alveg eins og spyrjandinn hugsaði eitthvað áður en hann spurði spurningarinnar. Það ætti þess vegna að vera nokkuð ljóst að það vefst ekkert fyrir fólki að hugsa. Það er hins vegar öllu erfiðara að útskýra hvernig við förum að því. Segulsneiðmy...