Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru litir í öllum hlutum?

JGÞ

Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur á hugtakinu litir.

Litirnir verða til í samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar. Hægt er að lesa meira um það í löngu og ýtarlegu svari við spurningunni Hvað eru litir? eftir Þorstein Vilhjálmsson.

Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Þegar það fellur á hluti á jörðinni drekka þeir hluta af því í sig en endurkasta hinu. Það er endurkastið sem ræður litnum á hlutnum.

Hlutir sem endurkasta öllu ljósinu en drekka ekkert í sig eru hvítir, eins og til dæmis hvítt blað eða strigi málarans. Þegar við málum á striga með gulum lit drekkur gula málningin í sig alla aðra liti en gulan sem hún endurkastar og þess vegna verður striginn gulur. Um þetta er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt?

Eitt svar við spurningunni er þess vegna eftirfarandi: Hlutirnir í veruleikanum hafa liti af því að þeir endurkasta sólarljósi sem við skynjum sem liti.

Þeir sem hafa áhuga á að velta þessu frekar fyrir sér geta svo lesið svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Eru hvítt og svart litir?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.3.2008

Spyrjandi

Sandra Sif, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Hvers vegna eru litir í öllum hlutum?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7215.

JGÞ. (2008, 11. mars). Hvers vegna eru litir í öllum hlutum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7215

JGÞ. „Hvers vegna eru litir í öllum hlutum?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7215>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru litir í öllum hlutum?
Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur á hugtakinu litir.

Litirnir verða til í samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar. Hægt er að lesa meira um það í löngu og ýtarlegu svari við spurningunni Hvað eru litir? eftir Þorstein Vilhjálmsson.

Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Þegar það fellur á hluti á jörðinni drekka þeir hluta af því í sig en endurkasta hinu. Það er endurkastið sem ræður litnum á hlutnum.

Hlutir sem endurkasta öllu ljósinu en drekka ekkert í sig eru hvítir, eins og til dæmis hvítt blað eða strigi málarans. Þegar við málum á striga með gulum lit drekkur gula málningin í sig alla aðra liti en gulan sem hún endurkastar og þess vegna verður striginn gulur. Um þetta er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt?

Eitt svar við spurningunni er þess vegna eftirfarandi: Hlutirnir í veruleikanum hafa liti af því að þeir endurkasta sólarljósi sem við skynjum sem liti.

Þeir sem hafa áhuga á að velta þessu frekar fyrir sér geta svo lesið svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Eru hvítt og svart litir?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....