Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1508 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Getið þið sagt mér eitthvað um hugmyndir Forngrikkja um líf eftir dauðann?

Ilíonskviða Hómers hefst á þessum orðum:Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifssonar, þá er olli Akkeum ótölulegra mannrauna, og sendi til Hadesarheims margar hraustar kappasálir, en lét sjálfa þá verða hundum og alls konar hræfuglum að herfangi. (Hóm., Il. 1.1-5. Þýð. Sveinbjarnar Egilssonar...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er lengsta skáldsaga í heimi?

Við vitum ekki til þess að hægt sé að svara þessari spurningu með því að benda á einhverja tiltekna skáldsögu og segja: "Þetta er lengsta skáldsaga í heimi!" Það er aðallega vegna þess að það er hægt að mæla lengd skáldsagna á ýmsa vegu. Það liggur beinast við að mæla lengd útgefinna skáldsagna með tommustokk eða ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver konar skip var knörr á tímum Eiríks rauða?

Upphaflega var spurt:Hvað eru knörr?Get ég fengið lýsingu á knörr á tímum Eiríks rauða? Hvernig var knörr að gerð og hvernig notaður? Ólafur digri Haraldsson hélt frá Englandi til Noregs með menn sína á tveimur knörrum, víst haustið 1014. Um þessa för getur samtímaskáldið Óttar svarti í tveimur dróttkvæðum vísu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan koma orð eins og rófa, skott, tagl og hali sem eru ekki til í Norðurlandamálum?

Þau orð sem talin eru upp í spurningunni eiga það sameiginlegt að vera notuð sem samheiti. Flest eiga þau ættingja í öðrum Norðurlandamálum þótt merkingin sé ekki alltaf nákvæmlega hin sama. Uppruni orðsins rófa er ekki fullljós. Í nýnorsku er til orðið rove 'skott á dýri' og í færeysku merkir rógva 'mjór hæða...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp gleraugun?

Elsta ritaða heimild um notkun glerlinsa er eftir Roger Bacon frá 1268. En vitað er að á þeim tíma var þegar farið að nota stækkunarlinsur, settar í ramma, til lestrar bæði í Evrópu og Kína. Þó er umdeilt á hvorum staðnum þessi tækni er upprunnin. Í Evrópu komu gleraugu fyrst fyrir á Ítalíu að frumkvæði Alessan...

category-iconHugvísindi

Hver var Marcus Garvey?

Marcus Moziah Garvey var blökkumannaleiðtogi og skipulagði fyrstu þjóðernishreyfingu blökkumanna í Ameríku sem eitthvað kvað að. Hann var fæddur 17. ágúst 1887 í St. Ann’s Bay á Jamaíku. Á unga aldri ferðaðist hann um Mið-Ameríku og Evrópu en hann bjó í London á árunum 1912-1914. Þá sneri hann aftur til Jamaíku o...

category-iconJarðvísindi

Hvenær er talið að Jökulsá á Fjöllum hafi byrjað að mynda undirlendi í Öxarfirði með framburði sínum?

Sennilegast er að Jökulsá á Fjöllum hafi byrjað að bera set í Öxarfjörð þegar í ísaldarlok, fyrir 12.000 árum eða svo. Þetta má sýna fram á með því að skoða malarhjalla sem myndast þar sem straumvötn renna í sjó eða stöðuvötn. Í ísaldarlokin urðu hraðar sjávarstöðubreytingar: fyrst stóð sjór hátt miðað við núveran...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort eru fleiri tegundir af fiskum með brjósk eða bein?

Mun fleiri tegundir beinfiska (Osteichthyes) en brjóskfiska (Chondrichithyes) eru þekktar í dag í ám, vötnum og heimshöfum jarðarinnar. Rúmlega 20.000 tegundum beinfiska hefur verið lýst en í kringum 800 tegundum brjóskfiska. Beinfiskar eru í raun langstærsti hópur hryggdýra, en næst koma fuglar með um 9.000 tegun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað varð Keikó gamall?

Háhyrningurinn Keikó er talinn hafa fæðst annað hvort 1977 eða 1978. Hann endaði æfi sína 12. desember 2003 og varð því 25 eða 26 ára. Algengt er að háhyrningar verði að minnsta kosti fertugir. Þó eru skráð tilvik um mun hærri aldur háhyrninga. Hér eru helstu æviatriði frægasta háhyrnings sem nokkurn tímann he...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað vitið þið um Tibetan Spaniel hundinn?

Hundar af ræktunarafbrigðinu Tibetan Spaniel eru á bilinu rúmlega 4 til 7,5 kíló að þyngd og um 25 cm á hæð yfir herðakambinn. Þeir eru ákaflega kviklyndir og gæddir sæmilegum gáfum. Eins og nafnið gefur til kynna þá voru þessir hundar fyrst ræktaðir í Tíbet í Mið-Asíu og má rekja uppruna þeirra 2 þúsund ár af...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er mínus sinnum mínus sama og plús?

Eins og í svo mörgum öðrum reglum stærðfræðinnar er þetta gert þannig að allt gangi upp að lokum á sem eðlilegastan og einfaldastan hátt. Við leiðum rök að þessu hér á eftir. Talan -1 er skilgreind þannig að1 + (-1) = 0Við margföldum vinstri hlið þessarar jöfnu með sjálfri sér og fáum þá auðvitað aftur 0:0 = (1...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær er líklegt að hamsturinn minn gjóti ef getnaður fór fram 25. júní?

Hamstrar eru ekki ein tegund heldur er um að ræða 18 tegundir evrasískra spendýra af ættbálki nagdýra (Rodentia). Meðgöngutími þessara tegunda er nokkuð mismunandi. Svarið fer auðvitað eftir því hvaða hamstrategund spyrjandinn heldur á heimili sínu, en tegund sem kallast gullhamstur (e. golden hamster, Mesocric...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er elsta tungumál í heimi sem er talað enn í dag?

Það er ekki til neitt eitt ákveðið svar við þessari spurningu þar sem margt í tengslum við tungumál þarf að rannsaka betur. Ýmislegt er þó vitað um sum mjög gömul mál. Arabíska er til dæmis afar gamalt mál og hana tala um 150 milljónir manna. Hið klassíska arabíska bókmál er rakið aftur á 8. öld og Kóraninn var...

category-iconLögfræði

Byggir þingræðisreglan (um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis) á einhverjum lögum?

Upphaflega var spurningin svona: Byggir þingræðisreglan um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis til þess að starfa sem ráðherra á einhverjum lögum? Þingræðisreglan svokallaða felur í sér að meirihluti Alþingis þurfi að styðja eða að minnsta kosti sætta sig við ráðherra í embætti. Reglan er stjórnskipun...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru mörg eldgos á Íslandi?

Vitað er með fullri vissu um rúmlega 200 eldgos á Íslandi frá sögulegum tíma, eða síðustu 1100 árin. Þetta hafa menn fundið út til að mynda með því að rannsaka hraunlög og öskulög, en einnig með því að skoða ritaðar heimildir um gos. Grímsvatnagosið 2004 er síðasta eldgos sem varð á Íslandi (þegar þetta er skr...

Fleiri niðurstöður