Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8086 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að sólstafir eru ekki allir lóðréttir, heldur eins og blævængur á hvolfi?

Sólstafir myndast þegar sólin skín gegnum göt í skýjaþykkninu og geislar hennar ná að lýsa upp loftið í samanburði við dekkri bakgrunn. Af þessu leiðir að stefna þeirra er beint frá sól. Hér á norðurslóð eru þeir því aldrei lóðréttir heldur getur frávik þeirra frá láréttu mest orðið um 50° á Suðurlandi en nokkrum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Framan á löggubílum stendur 'Lögregla' en það snýr öfugt. Hver er ástæðan fyrir því?

Ástæðan kemur í ljós þegar lögreglan fer að elta þig og þú horfir í spegilinn á bílnum þínum: Þá snýr textinn rétt! Þetta á raunar ekki eingöngu við um suma lögreglubíla, heldur líka til dæmis sjúkrabíla. Þeir sem láta mála þetta svona á bílana telja mikilvægara að við getum lesið textann í speglinum en þegar v...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er ekki veður á tunglinu eins og á jörðinni?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni "Hvers vegna er ekkert loft á tunglinu?" frá Sölva Hrafni.Nokkur atriði falla undir það sem við köllum "veður". Þar á meðal eru vindur, hiti, raki og loftþrýstingur. Vindurinn er ekkert annað en loft á hreyfingu. Þegar við segjum að nú sé heitt í veðri erum við að vísa ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru amöbur?

Amöbur eru hópur innan ríkis frumdýra (protozoa) og tilheyrir fylkingu slímdýra (rhizopoda). Kunnasta tegund þessa hóps er Amoeba proteus sem er algeng í rotnandi gróðurleifum í tjörnum og votlendi. Amöbur eru meðal stærstu einfrumunga sem þekktir eru og geta stærstu einstaklingarnir orðið á stærð við títupr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á að hafa i eða y í orði þar sem það heyrist ekkert öðruvísi?

Í elsta sérhljóðakerfi íslensku voru sérhljóðarnir i og y bornir fram á tvo vegu. Sérhljóðið i var þá borið fram líkt og í nú. Það er og var ókringt, það er varirnar eru ekki hringmyndaðar eins og til dæmis þegar u er borið fram. Sérhljóðið e var borið fram líkt og i nú. Sérhljóðið y aftur á móti var kringt eins o...

category-iconÞjóðfræði

Hvers vegna á að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt?

Jónsmessan er kennd við Jóhannes skírara enda eru Jón og Jóhannes aðeins tvö afbrigði sama nafns og hún er sögð fæðingardagur hans. Um þetta má lesa nánar í svarinu Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? eftir Unnar Árnason. Jónsmessunóttin, aðfaranótt 24. júní, er ein þeirra fjögurra nátta í íslenskri þjóðtrú s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist ef tvö svarthol mætast?

Þegar tvö svarthol mætast veltur það á brautum þeirra og massa hvort þau ná að sameinast. Stundum gerist það þegar eitt svarthol mætir öðru að annað svartholanna eða bæði þeytast í burtu frá staðnum þar sem þau mættust. Þegar tvö svarthol ná að renna saman myndast einfaldlega ennþá stærra svarthol. Þar sem þau...

category-iconHugvísindi

Mig langar að vita hvort það sé vitlaust að segja að klukkan sé fimm mínútur í sjö og hvernig er þetta með að klukkan sé "gengin í " og klukkuna "vanti"?

Katrín Axelsdóttir skrifaði grein sem hún nefndi ,,Hvað er klukkan?“ í tímaritið Orð og tungu 8. hefti 2006, bls. 93–103, og er stuðst við hana hér. Katrín gerir grein fyrir ,,gömlu kerfi“ og ,,nýju kerfi“ þegar sagt er til um klukkuna. Samkvæmt gamla kerfinu var sagt þegar klukkan var 12.05: ,,Klukkan er fimm...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar hljóð gefur minkurinn frá sér?

Minkurinn gefur að jafnaði ekki frá sér mikið af hljóðum en þegar hann er æstur, hræddur eða kvalinn getur hann gefið frá sér eftirtalin hljóð: Hvæs: stutt og kraftlítið hljóð sem aðallega karldýr gefa frá sér þegar þeim er ógnað. Hvæsið er um 0,8 sekúndur að lengd og tíðni þess er 0,6 kHz. Öskur: flókið, misla...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er kafaraveiki og hvernig er hægt að losna við hana?

Loftið sem við öndum að okkur er í raun blanda af mismunandi lofttegundum. Mest af rúmmáli loftsins er nitur eða 78%, súrefni er 21% en aðrar lofttegundir mun minna. Við köfun er notaður sérstakur búnaður til að anda með, svokölluð köfunartæki (e. self-contained underwater breathing apparatus = scuba). Kafari ...

category-iconLandafræði

Hvernig get ég fundið hver tímamunurinn er á Íslandi og öðrum löndum eða stöðum í heiminum?

Vísindavefurinn fær stundum spurningar um hvað klukkan sé á hinum ýmsu stöðum í heiminum og um tímamun á milli Íslands og annarra landa. Meðal þeirra spurninga sem okkur hafa borist eru:Hvað er klukkan í Danmörku þegar hún er 12 á hádegi á Íslandi? Hver er tímamunurinn á milli Noregs og Íslands? Hvaða tímamunur ...

category-iconSálfræði

Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annarra slíkra anda?

Allar sögur af draugum eru atvikasögur, sögur af einstökum tilvikum. Draugasögur hafa tilhneigingu til að skreppa saman þegar menn ætla sér að beisla fyrirbærin með vísindalegri aðferð. Draugar gera ekki vart við sig reglulega í einhverju tilteknu orsakasamhengi. Engar óvéfengjanlegar vísindarannsóknir benda til t...

category-iconFélagsvísindi

Er viðskiptahalli slæmur?

Á síðustu árum hefur mikill og þrálátur halli verið á viðskiptum Íslendinga við útlönd og um þennan viðskiptahalla hefur verið mikil opinber umræða. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fjallar um helstu kenningar hagfræðinnar um eðli og orsakir viðskiptahalla í ársskýrslu sinni fyrir árið 2000 og verður hér stiklað á ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er eigintíðni?

Allir hlutir hafa eigintíðni (e. natural frequency). Eigintíðni hlutar er sú sveiflutíðni sem honum er eiginleg og á þeirri sveiflutíðni titrar hluturinn. Eigintíðni hlutar ákvarðast af efnaeiginleikum hlutarins ásamt lögun hans, massa, stærð og togi/spennu (e. tension) og er eigintíðnin mæld í hertsum (Hz) en sú ...

category-iconVísindi almennt

Hvenær lýkur skák með jafntefli?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað er tvípeð, frípeð og stakt peð í skák? Og hvað eru 6 mismunandi leiðir sem það getur verið jafntefli? Jafntefli í skák getur átt sér fimm mismunandi orsakir. Spyrjandi biður um sex orsakir, en sú sjötta var fjarlægð úr reglum leiksins árið 1965 þar sem hún getur í rau...

Fleiri niðurstöður