- Hvæs: stutt og kraftlítið hljóð sem aðallega karldýr gefa frá sér þegar þeim er ógnað. Hvæsið er um 0,8 sekúndur að lengd og tíðni þess er 0,6 kHz.
- Öskur: flókið, mislangt ógnandi hljóð, að meðaltali 1 sekúnda að lengd, sem minkurinn notar í vörn. Styrkurinn fer upp í 20 desíbel (dB) og tíðnin rís snögglega úr 0,15 upp í 0,325 kHz með yfirtónum upp í 2 kHz.
- Ískur: tengist yfirleitt sársauka eða hræðslu dýranna. Þessi hljóð eru stutt eða um 0,05-0,3 sekúndur að lengd og ískrið myndar stakkatóhviður. Tíðnin rís og fellur skyndilega og tíðnin fer upp í 0,65 kHz.
Heimild:
- Dunstone, N. 1993. The mink. T & AD Poyser Ltd. London.
- Harrow natural history society. Sótt 6. 7.2011.