Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir mælieiningin desíbel og við hvað miðast hún? Hvað er 0 dB og hvað er 1 dB?

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Desibel er mælikvarði á hljóðstyrk. Styrkur hljóðs (I) er skilgreindur sem afl eða afköst (P) á flatareiningu (A) eða
I = P / A
Afl eða afköst er aftur á móti orka á tímaeiningu þannig að hljóðstyrkurinn lýsir orkuflutningnum sem verður með hljóðinu á tímaeiningu.

Nú er þess að gæta að eyrun nema hljóðstyrk ekki línulega sem kallað er, en það þýðir til dæmis að skynjun okkar tvöfaldast ekki þegar hljóðstyrkurinn margfaldast með 2. Þetta á raunar einnig við um aðrar skynjanir okkar eins og til dæmis sjónina, þar á meðal hvernig við skynjum mismunandi birtu stjarnanna. En af þessum ástæðum hafa menn búið til sérstakan kvarða til að lýsa styrk hljóðsins eins og eyru manna skynja hann.

Tilraunir sem Alexander Graham Bell gerði fyrstur manna leiddu í ljós, að til að eyrun myndu skynja tvöföldun í hljóðstyrk, þyrfti að tífalda eiginlega styrkinn I.

Þetta leiddi svo til skilgreiningar á desibeli (dB, til heiðurs Bell)
b = 10 log (I / I0)
þar sem I0 er ákveðið viðmiðunargildi; mörk þess sem mannseyrað nemur.

Til að skýra þetta aðeins betur getum við sagt að 0 dB sé nánast þögn, tíu sinnum hærra hljóð er 10 dB, hundrað sinnum hærra 20 dB, þúsund sinnum er 30 dB og svo framvegis.

Dæmi um hljóðstyrk í desibelum:

Þotuhreyfill í 20 m fjarlægð130 dB
Hávær rokktónlist120 dB
Hávær klassísk tónlist95 dB
Hávær umferð80 dB
Samtal60 dB
Hvísl15 dB
Fjúkandi laufblöð10 dB
Mörk mannseyrans0 dB

Hljóðstyrkur yfir 85 dB getur skemmt heyrnina varanlega ef hljóðið heyrist nógu lengi. Hljóð yfir 140 dB veldur strax skemmdum ásamt því að valda líkamlegum sársauka.

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

10.6.2002

Spyrjandi

Dagur Bjarnason

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað merkir mælieiningin desíbel og við hvað miðast hún? Hvað er 0 dB og hvað er 1 dB?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2476.

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 10. júní). Hvað merkir mælieiningin desíbel og við hvað miðast hún? Hvað er 0 dB og hvað er 1 dB? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2476

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað merkir mælieiningin desíbel og við hvað miðast hún? Hvað er 0 dB og hvað er 1 dB?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2476>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir mælieiningin desíbel og við hvað miðast hún? Hvað er 0 dB og hvað er 1 dB?
Desibel er mælikvarði á hljóðstyrk. Styrkur hljóðs (I) er skilgreindur sem afl eða afköst (P) á flatareiningu (A) eða

I = P / A
Afl eða afköst er aftur á móti orka á tímaeiningu þannig að hljóðstyrkurinn lýsir orkuflutningnum sem verður með hljóðinu á tímaeiningu.

Nú er þess að gæta að eyrun nema hljóðstyrk ekki línulega sem kallað er, en það þýðir til dæmis að skynjun okkar tvöfaldast ekki þegar hljóðstyrkurinn margfaldast með 2. Þetta á raunar einnig við um aðrar skynjanir okkar eins og til dæmis sjónina, þar á meðal hvernig við skynjum mismunandi birtu stjarnanna. En af þessum ástæðum hafa menn búið til sérstakan kvarða til að lýsa styrk hljóðsins eins og eyru manna skynja hann.

Tilraunir sem Alexander Graham Bell gerði fyrstur manna leiddu í ljós, að til að eyrun myndu skynja tvöföldun í hljóðstyrk, þyrfti að tífalda eiginlega styrkinn I.

Þetta leiddi svo til skilgreiningar á desibeli (dB, til heiðurs Bell)
b = 10 log (I / I0)
þar sem I0 er ákveðið viðmiðunargildi; mörk þess sem mannseyrað nemur.

Til að skýra þetta aðeins betur getum við sagt að 0 dB sé nánast þögn, tíu sinnum hærra hljóð er 10 dB, hundrað sinnum hærra 20 dB, þúsund sinnum er 30 dB og svo framvegis.

Dæmi um hljóðstyrk í desibelum:

Þotuhreyfill í 20 m fjarlægð130 dB
Hávær rokktónlist120 dB
Hávær klassísk tónlist95 dB
Hávær umferð80 dB
Samtal60 dB
Hvísl15 dB
Fjúkandi laufblöð10 dB
Mörk mannseyrans0 dB

Hljóðstyrkur yfir 85 dB getur skemmt heyrnina varanlega ef hljóðið heyrist nógu lengi. Hljóð yfir 140 dB veldur strax skemmdum ásamt því að valda líkamlegum sársauka....