Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2243 svör fundust
Hver er heimsins besti ofurleiðari?
Hér er einnig svarað í stuttu máli spurningu Edvards Jónssonar:Hvað er ofurleiðari og að hvaða notum kemur hann?Ofurleiðarar (e. superconductors) eru efni sem leiða rafstraum því sem næst án viðnáms. Ýmsir málmar, málmblöndur og fleiri efni verða ofurleiðandi þegar þau eru kæld niður undir alkul (0 K; absolute zer...
Hvers vegna blikka stjörnur og skipta litum?
Upprunalega spurningin var sem hér segir:Oft sér maður stjörnur skipta litum. Er þetta vegna ljósbrots í gufuhvolfinu?Lofthjúpur jarðar er nauðsynlegur öllu lífi á jörðinni en engu að síður óska stjörnufræðingar þess stundum að hann væri ekki til. Loftið í kringum okkur getur nefnilega verið til mikilla trafala þe...
Snýst tunglið um möndul sinn eða ekki?
Spurningin í heild var sem hér segir: Nú hef ég heyrt að tunglið snúi alltaf sömu hlið að jörðinni, þ.e. snúist ekki um möndul sinn. Einnig hef ég heyrt að einn sólarhringur á tunglinu sé 29 dagar, sem þýðir að tunglið snýst um möndul sinn. Getur verið að sú saga hafi komist á kreik að tunglið sneri alltaf sömu h...
Hvert fer fólk þegar það deyr?
Það er hægt að svara þessari spurningu á ýmsa vegu. Til dæmis getum við sagt að þegar við deyjum þá förum við ekki neitt, enda erum við dáin. Líkaminn sem tilheyrði okkur á meðan við vorum á lífi fer hins vegar í flestum tilvikum ofan í jörðina, stundum með viðkomu í brennsluofni og þá fer askan í duftker. Ein...
Hvað er alhæfing?
Alhæfing er setning eða fullyrðing sem segir eitthvað um alla hluti af tilteknu tagi. Slíkar setningar má skrifa á forminu „Öll X eru Y“, þar sem X er sá flokkur hluta sem alhæft er um og Y lýsir þeim eiginleikum sem hlutunum er eignað. Tökum dæmi um alhæfingu: „Öll spendýr fæða afkvæmi sín með mjólk.“ Þessi...
Getur rignt úr tveimur skýjalögum á sama tíma?
Stutt og laggott svar er já. Það er ekkert sem segir til um að ekki geti rignt samtímis úr tveimur skýjum sem eru mishátt á lofti. Aftur á móti vaknar spurningin hve auðvelt er að greina eitt ský frá öðru, það er hvar endar eitt ský eða skýjalag og annað tekur við? Skýjaþekjan er oft lagskipt, það er eitt skýj...
Hvernig má flokka jökla?
Jöklar eru flokkaðir á ýmsa vegu. Þegar flokkað er eftir myndun jökulsins og stöðu hans í jökulkerfinu er oft talað um hájökla eða hjarnjökla annars vegar og hins vegar falljökla eða ísjökla en skriðjöklar eru einn undirflokkur þeirra. Hjarnjöklar myndast vegna kulda hátt í lofti þar sem ofankoma fellur sem snjór....
Hvernig veit bensíndælan hvenær tankurinn er orðinn fullur?
Bensíndæla, sem einnig er stundum nefnd bensínbyssa, er uppbyggð þannig að þegar togað er í handfang hennar opnast ventill (einnig kallaður loki) inni í handfanginu og bensínið flæðir út um stút byssunnar. Þegar handfanginu er sleppt lokast ventillinn aftur og bensínið hættir að flæða út um stútinn. Bensínið hæ...
Hvernig eru veirur nýttar til að flytja erfðaefni inn í frumur?
Algengt er að nota víxlveirur (e. retrovirus) af flokki lentiveira til þess að ferja gen í frumur. Það þarf þó að vanda vel til verka til að veiran virki einungis sem genaferja en geti ekki fjölgað sér og sýkt frumur sem henni er ekki ætlað að sýkja. Þetta er gert á þann veg að frumur í rækt eru notaðar sem pökkun...
Hvernig getur fótbolti eða golfkúla sveigt til hægri eða vinstri á fluginu?
Þessi spurning getur raunar átt við hvers konar bolta eða kúlur, til dæmis handbolta, tennisbolta, borðtenniskúlu og blakbolta, en upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju fer bolti í vinstri sveig þegar sparkað er í hann og hann snýst rangsælis (séð að ofan)?Svarið við þessari spurningu er engan veginn augl...
Er hægt að hraða niðurbroti í rotþróm og draga úr lykt?
Rotþró er einfalt hreinsivirki fyrir húsaskólp sem ætlað er fyrir einstök eða fá hús í dreifbýli þegar ekki er eiginleg fráveita. Í henni fer fram botnfelling og rotnun lífrænna efna við súrefnislausar aðstæður. Frárennsli rotþróa á ávallt að leiða í siturlögn þar sem frekara niðurbrot á uppleystum lífrænum efnum ...
Hvað er embætti sýslumanns gamalt og hvað var yfirvaldið kallað fyrir það?
Fram yfir miðja 13. öld, á svonefndum þjóðveldistíma, réðu goðar yfir héruðum landsins og ekki er hægt að tala um miðstjórnarvald að öðru leyti en því að þeir komu með þingmönnum sínum til fundar á alþingi á Þingvöllum á sumrum, enda giltu ein lög í landinu sem nú ganga undir nafninu Grágás. Eftir að íslenskir höf...
Hvað er hvalrekaskattur og af hverju er hann settur á?
Hugtakið „hvalreki“ merkir meðal annars mikið og óvænt happ. Í tengslum við spurninguna hér fyrir ofan vísar það til (viðbótar)tekna sem fellur fyrirtæki eða einstaklingi í skaut án þess að þeir aðilar hafi aðhafst nokkuð sérstakt til að skapa þær viðbótartekjur. Hvalrekaskattur er þýðing á ensku orðunum „windfall...
Hvernig myndast jarðolía?
Bæði jarðgas og jarðolía eru kolvetnasambönd. Jarðgas er að mestum hluta metan, CH4, en jarðolía er mynduð úr flóknari keðjum og hringjum af C og H. Þessi efni eru af lífrænum toga, mynduð einkum úr leifum smásærra svifþörunga og annarra plantna sem eitt sinn lifðu í höfum og stórum stöðuvötnum. Þegar lífverurnar ...
Hvað þýðir bæjarnafnið Krakavellir?
Spurningunni fylgdi sú skýring að Krakavellir eru í Fljótum. Forliðurinn í Krakavellir er ef til vill sögnin að kraka. Merking sagnarinnar samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er að „ná til botns“ eða „ná einhverju upp frá botni“. Niður af bænum Krakavöllum í Fljótum heitir Nátthagi niður við Flókadalsá. Í örnefn...