Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8576 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvernig er farið að því að greina lungnakrabbamein?

Þegar grunur vaknar um lungnakrabbamein eru gerðar ýmsar rannsóknir til að staðfesta greininguna, en jafnframt til að meta útbreiðslu meinsins og almennt ástand sjúklingsins. Reynt er að velja þær rannsóknir sem veita mestar upplýsingar en hafa sem minnsta áhættu fyrir sjúklinginn.[1] Mynd 1: Röntgenmynd af lun...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær og hvers vegna breyttist „ek em“ í „ég er“?

Í þessu felast eiginlega tvær spurningar, annars vegar breytingin frá ek í ég og hins vegar breytingin úr em í er. Breytingin frá ek í ég Eintölubeyging 1. persónu fornafnsins í forníslensku og nútímaíslensku er sýnd í Töflu 1. eintala físl. nísl. ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Lise Meitner og hvert var framlag hennar til eðlisfræðinnar?

Lise Meitner var meðal þekktustu kjarneðlisfræðinga heims á fyrri hluta 20. aldar. Þá voru breytingar á kjarna atómanna og efnaeiginleikar þeirra eitt mikilvægasta viðfangsefni eðlisfræðinga og efnafræðinga. Meitner fæddist í Vín 1878 og voru foreldrar hennar gyðingar, faðir hennar vel stæður lögfræðingur. Stú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig og hvenær myndaðist Öræfajökull?

Eldstöðin Öræfajökull myndaðist við síendurtekin eldgos frá sprungum er smám saman byggðu upp mikið eldfjall með sigdæld eða öskju í kolli. Líkast til hefur engin virk eldstöð orðið fyrir eins miklum áhrifum af jöklum og ís sem Öræfajökull. Landslag var mun minna í Öræfasveit þegar eldgos hófust í eldstöðinni, hæs...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu mikil áhrif hafa hreindýrin á Íslandi á gróðurfar á hálendinu?

Nú eru liðin 239 ár síðan fyrstu hreindýrin stigu á land á Íslandi. Eins og þekkt er gengu þau á suðvesturhorninu, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum og Múlasýslum fram á síðustu öld. Hreindýrunum fjölgaði hratt eftir landnám þeirra og dýrin dreifðust víða. Samhliða fjölguninni bárust kvartanir til yfirvalda um að þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er Loch Ness skrímslið til?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er búið að sanna með óyggjandi hætti að Loch Ness skrímslið sé ekki til? Skrímslið í Loch Ness er svonefnt duldýr (e. cryptid) af óþekktri tegund sem sagt er að búi í stöðuvatninu Ness við bæinn Inverness í Skotlandi. Jafnan er talið að Nessie, líkt og heimamenn kalla d...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta sniglar lifað það af að missa hausinn?

Stutta svarið er já, vissar tegundir sæsnigla lifa þetta af. Eða réttara sagt, hausinn lifir af og endurmyndar nýjan líkama. Þekkt er að tré missa lauf og greinar án vandræða en dýr missa yfirleitt ekki líkamsparta án aukaverkana. Undantekningarnar eru reyndar nokkrir hópar dýra sem missa líffæri, til dæmis de...

category-iconJarðvísindi

Hvernig var landslag á Íslandi fyrir ísöld?

Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Við mótun landsins takast á innræn öfl og útræn: eldgos bæta jarðmyndunum ofan á þær sem fyrir voru, en roföflin rjúfa yfirborðið og bera jarðefnin til sjávar, auk þess sem brimaldan mótar ströndina án afláts. Hvorum vegnar betur á ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig er best að finna Pólstjörnuna?

Þrátt fyrir aragrúa stjarna á næturhimninum er fremur auðvelt að finna Pólstjörnuna. Einfaldasta leiðin til þess er að finna fyrst stjörnumerkið Stóra-björn eða Karlsvagninn. Því næst finnur maður stjörnurnar Dubhe og Merak (sjá mynd) og dregur beina línu upp frá þeim. Þá lendir maður á björtustu stjörnunni í ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er kristall og af hverju myndast hann?

Árið 2015 voru 100 ár liðin frá því að feðgarnir Lawrence (1890–1971) og William Bragg (1862–1942) hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir að greina innri byggingu kristalla með röntgengeislum. Árið áður hafði Max von Laue (1879–1960) fengið sömu verðlaun fyrir að uppgötva bylgjubeygju (e. diffraction) röntgenge...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað heita reikistjörnurnar?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er það sem gefur páfagaukum umfram aðra fugla möguleikann á að geta lært að tala?

Fræðimenn telja að talhæfileikar páfagauka umfram aðra fugla og önnur dýr liggi ekki í greindinni heldur í líkamsgerðinni. Hæfileiki páfagauka til að skapa ýmis hljóð liggur fyrst og fremst í uppbyggingu barkakýlisins. Dr. Irene Pepperberg hefur fengist við rannsóknir á páfagaukum. Talsverðar rannsóknir hafa...

category-iconVísindi almennt

Hver fann upp fyrsta vélmennið?

Bandaríski uppfinningarmaðurinn Joseph F. Engelberger er oft kallaður "faðir vélmennanna". Hann þróaði ásamt félaga sínum George Devol fyrsta nútíma vélmennið sem sett var á markað. Vélmennið kallaðist Unimate, var nokkurs konar gervihandleggur og var notað í bílaverksmiðjum General Motors í Ewing Township í Banda...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið biskup upphaflega og hverjar eru orðsifjar þess?

Íslenska orðið biskup er líklegast fengið úr fornensku. Þar kemur fyrir orðið biscop eða bisceop í sömu merkingu. Það kemur líka fyrir í latínu (episcopus) en upphaflega er það komið úr forngrísku, episkopoV (epískopos). Það orð er dregið af grísku sögninni episkopew (episkopéo) sem þýðir: 'horfa á', 'skoða', 'fyl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Grætur einhver dýrategund, önnur en maðurinn?

Flest, ef ekki öll, spendýr sýna hryggð og gefa frá sér hljóð sem hugsanlega er hægt að túlka sem grát. Engin dýrategund grætur þó á sama hátt og maðurinn. Rannsóknir á atferli apa, meðal annars rannsóknir hins fræga prímatafræðings, Jane Goddall, hafa sýnt fram á að ungir simpansar gefa frá sér einhvers konar...

Fleiri niðurstöður