Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp fyrsta vélmennið?

Ulrika Andersson

Bandaríski uppfinningarmaðurinn Joseph F. Engelberger er oft kallaður "faðir vélmennanna". Hann þróaði ásamt félaga sínum George Devol fyrsta nútíma vélmennið sem sett var á markað. Vélmennið kallaðist Unimate, var nokkurs konar gervihandleggur og var notað í bílaverksmiðjum General Motors í Ewing Township í Bandaríkjunum árið 1961. Gervihandleggurinn lyfti nýsteyptum og glóandi bílahandföngum og lét þau falla í kaldan vökva. Með tilkomu Umimate slapp starfsfólkið við að vinna þessa erfiðu og hættulegu vinnu. Unimate var lengi í notkun hjá General Motors en er nú komið á safnið Smithsonian Institution í Washington.

Margir uppfinningamenn voru að þróa og hanna vélmenni á þessum tíma og því erfitt að segja til um það með vissu hver þeirra hafi í raun og veru orðið fyrstur. Menn kann einnig að greina á um það hvað teljist til vélmenna og hvað ekki. Þannig hafa sjálfvirkar vélar verið til frá því á miðöldum. Til dæmis voru til klukkur þar sem litlar vélknúnar afsteypur af mönnum eða dýrum hreyfðust sjálfvirkt. Þá þróaði bandaríski uppfinningamaðurinn Grey Walter sjálfvirka vél á þremur hjólum sem leit út eins og skjaldbaka á fimmta áratug síðustu aldar sem hann kallaði Machina. Stanford Research Institute í Kaliforníu bjó á sjöunda áratugnum til lítinn kassa á hjólum sem notaði minni þegar hann ferðaðist um. Á sama tíma smíðaði General Electric Corporation í Bandaríkjunum stóran kassa með tölvukubbi og fjórum löppum sem gat gengið um.



Meira en 700 000 vélmenni voru notuð í iðnaði í heiminum árið 1995. Mikill meirihluti þeirra eða 70 prósent voru við störf í Japan en afgangurinn á Vesturlöndum. Vélmenni eru sérstaklega mikið notuð í bílaiðnaði því innan hans eru mörg störf sem eru of hættuleg eða erfið fólki. Einnig eru vélmenni mikið notuð til þess að fara í rannsóknarferðir út í geiminn.

Heimildir og myndir

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

31.5.2002

Spyrjandi

Eyvindur Örn Barðason,
Jón Daði Jónsson

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hver fann upp fyrsta vélmennið?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2446.

Ulrika Andersson. (2002, 31. maí). Hver fann upp fyrsta vélmennið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2446

Ulrika Andersson. „Hver fann upp fyrsta vélmennið?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2446>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp fyrsta vélmennið?
Bandaríski uppfinningarmaðurinn Joseph F. Engelberger er oft kallaður "faðir vélmennanna". Hann þróaði ásamt félaga sínum George Devol fyrsta nútíma vélmennið sem sett var á markað. Vélmennið kallaðist Unimate, var nokkurs konar gervihandleggur og var notað í bílaverksmiðjum General Motors í Ewing Township í Bandaríkjunum árið 1961. Gervihandleggurinn lyfti nýsteyptum og glóandi bílahandföngum og lét þau falla í kaldan vökva. Með tilkomu Umimate slapp starfsfólkið við að vinna þessa erfiðu og hættulegu vinnu. Unimate var lengi í notkun hjá General Motors en er nú komið á safnið Smithsonian Institution í Washington.

Margir uppfinningamenn voru að þróa og hanna vélmenni á þessum tíma og því erfitt að segja til um það með vissu hver þeirra hafi í raun og veru orðið fyrstur. Menn kann einnig að greina á um það hvað teljist til vélmenna og hvað ekki. Þannig hafa sjálfvirkar vélar verið til frá því á miðöldum. Til dæmis voru til klukkur þar sem litlar vélknúnar afsteypur af mönnum eða dýrum hreyfðust sjálfvirkt. Þá þróaði bandaríski uppfinningamaðurinn Grey Walter sjálfvirka vél á þremur hjólum sem leit út eins og skjaldbaka á fimmta áratug síðustu aldar sem hann kallaði Machina. Stanford Research Institute í Kaliforníu bjó á sjöunda áratugnum til lítinn kassa á hjólum sem notaði minni þegar hann ferðaðist um. Á sama tíma smíðaði General Electric Corporation í Bandaríkjunum stóran kassa með tölvukubbi og fjórum löppum sem gat gengið um.



Meira en 700 000 vélmenni voru notuð í iðnaði í heiminum árið 1995. Mikill meirihluti þeirra eða 70 prósent voru við störf í Japan en afgangurinn á Vesturlöndum. Vélmenni eru sérstaklega mikið notuð í bílaiðnaði því innan hans eru mörg störf sem eru of hættuleg eða erfið fólki. Einnig eru vélmenni mikið notuð til þess að fara í rannsóknarferðir út í geiminn.

Heimildir og myndir

...