Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3147 svör fundust
Hvað er langt síðan einhver fórst í jarðskjálfta á Íslandi og hversu margir hafa dáið í jarðskjálftum hér á landi frá upphafi byggðar?
Það er rétt rúmlega ein öld síðan síðast varð dauðsfall á Íslandi í tengslum við jarðskjálfta. Norrænir landnámsmenn sem komu til Íslands fyrir meira en þúsund árum, hafa án efa upplifað meiri óróa og líf í jörðinni hér á landi en í fyrri heimkynnum sínum. Í gegnum aldirnar er þráfaldlega greint frá skjálftum þ...
Hvað hafa margar hljóðbækur komið út á íslensku undanfarin ár?
Verk sem gefin eru út eða birt á Íslandi eru skilaskyld samkvæmt lögum. Með því er átt við að útgefendum ber að skila eintökum af verkum sem þeir gefa út til Landsbóksafns Íslands - Háskólabókasafns.[1] Söfnin sem taka á móti efninu gera síðan skrár yfir efni sem berst til þeirra í skylduskilum og þær eru birta...
Hvert er elsta íslenska pappírshandritið?
Elsta íslenska pappírshandritið er bréfa- og minnisbók Gissurar sem í kjölfar siðbreytingar varð biskup í Skálholti. Íslendingar fóru að nota pappír heldur síðar en aðrar þjóðir. Danir og Svíar eiga pappírshandrit frá 15. öld en á Íslandi er nokkurn veginn allt á skinni frá þeim tíma. Á síðari hluta 16. aldar þoka...
Var böðull Jóns Arasonar íslenskur glæpamaður eða danskur embættismaður?
Böðullinn sem hjó Jón Arason biskup á Hólum og syni hans tvo, Ara lögmann og séra Björn á Melstað, 7. nóvember árið 1550, var íslenskur og hét Jón Ólafsson. Norðlenskir hefndu þeirra feðga árið 1551. Í Setbergsannál segir:Þegar þeir norðlenzku riðu frá Kirkjubóli eftir hefnd fyrir þá feðga, fundu þeir böðulinn,...
Þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavefinn
Þann 25. janúar 2016 birtist þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavef Háskóla Íslands. Það er einstakur árangur og sýnir elju Guðrúnar og um leið mikinn og lifandi áhuga spyrjenda á íslenskri tungu, málfari, orðatiltækjum og almennt öllu því sem snertir málvísindi. Svör Guðrúnar eru aðallega í tveimur f...
Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Þ. Harðarson stundað?
Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur kennt við skólann síðan 1980. Hann var forseti félagsvísindadeildar skólans 2001-2008 og fyrsti forseti Félagsvísindasviðs hans 2008-2013. Ólafur hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands, sat meðal annars lengi í há...
Hver var Jón Ögmundsson?
Jón Ögmundsson er einn frægasti kirkjumaður Íslandssögunnar. Hann varð fyrsti biskup Hólabiskupsdæmis árið 1106 og beitti sér mjög fyrir eflingu kristinnar trúar í landinu. Jón þótti stjórnsamur en hann vann öflugt starf á ýmsum sviðum og vegna meinlætis síns og hugulsemi við þá sem minna máttu sín, þótti mörgum h...
Af hverju nefndu íslenskir landnemar í Kanada byggð sína þar Gimli?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Byggð Nýja Íslands í Kanada var nefnd Gimli. Hver er uppruni og þýðing þess orð, þ.e. af hverju var þetta orð öðrum fremur talið tilvísun til heimahaganna á Íslandi? Þegar spáð er í landnám íslenskra innflytjenda í Manitóbafylki í Kanada árið 1875 og mögulegar ástæð...
Hvaða áhrif hafði pillan á líf íslenskra kvenna?
Getnaðarvarnarpillan kom fyrst á markaðinn um 1960 og varð fljótlega vinsæl meðal íslenskra kvenna. Ekki aðeins gerði hún konum kleift að koma í veg fyrir getnað á skilvirkari máta en nokkur önnur getnaðarvörn fram að því, heldur var notkun hennar á ábyrgð kvennanna sjálfra og hún tekin óháð kynlífsathöfninni. Pil...
Hver er munurinn á mag. jur. og ML í lögfræði?
Með mag. jur. og ML í lögfræði er átt við meistarapróf í lögfræði, en bæði hugtökin koma úr latínu. Mag. jur. stendur fyrir magister juris, en magister þýðir meistari og juris er eignarfall eintölu orðsins ius, sem merkir réttur eða lög. Á Íslandi er mag. jur. notað um nemendur sem brautskrást með meistarapróf í ...
Var til sérstök stétt skrifara á miðöldum?
Oft er orðið skrifari skilgreint þannig að um sé að ræða mann sem skrifar bækur eða skjöl í atvinnuskyni. Þessi skilgreining á við síðari aldir (fyrir tíma ritvélarinnar) þegar margir embættismenn og opinberar stofnanir urðu að hafa skrifara við vinnu. Á miðöldum var samfélagið ekki eins flókið og nú og opinber...
Hvert var gengi íslensku krónunnar árið 1944 og var til banki á Íslandi þá?
Viktor spurði sérstaklega um íslenska banka árið 1944 og upprunaleg spurning Árna hljóðaði svona: Hvert var gengi íslensku krónunnar gagnvart dönsku krónunni og dollar árið 1944? Árið 1944 var gengi íslensku krónunnar ekki skráð gagnvart þeirri dönsku. Skýrðist það af því að Danmörk var hertekin af Þjóðverjum ...
Miðað við núverandi trjárækt í landinu, hvenær næst sama gróðurþekja og við landnám?
Sama gróðurþekja og var við landnám mun ekki nást í fyrirsjáanlegri framtíð. Talið er að 25-30% af Íslandi hafi verið þakið birkiskógi eða kjarri við landnám. Áform eru uppi um að eftir 40 ár verði 5% láglendis, sem er um 2,5% landsins alls, þakið skógi. Til að ná þessu markmiði með gróðursetningu einni þyrfti ...
Er hægt að kafa undir Ísland eða er það fast á jarðskorpunni?
Samkvæmt skilningi jarðfræðinnar er Ísland svonefndur heitur reitur. Slíkir reitir myndast þar sem möttulstrókar rísa úr iðrum jarðar, sumir þeirra ná allt niður að mörkum jarðkjarna á 2.900 km dýpi. Undir Íslandi er möttulstrókur sem er um 200 km í þvermál og nær líklega alveg niður að mörkum möttuls og kjarna...
Hvernig verða steinar til?
Orðið steinn getur bæði átt við berg/bergtegund (grjót) og steindir (steintegundir) eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju eru flestir steinar gráir? Þar segir meðal annars: Steindir eru kristallað frumefni eða efnasamband sem finnst í náttúrunni. Þær eru í raun smæstu eindir bergtegunda; sumar b...