Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9751 svör fundust
Hvað búa margir á Hvolsvelli?
Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru íbúar á Hvolsvelli þann 1. janúar 2011 860 talsins. Hvolsvöllur er þéttbýliskjarni sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að byggð hófst á Hvolsvelli er Kaupfélag Hallgeirseyjar hóf þar verslun árið 1930. Elstu tölur á vef Ha...
Hefur tilvist sérstæðu verið staðfest í stjarnvísindum?
Enska orðið singularity hefur verið þýtt sem 'sérstæða' eða 'sérgildi' á íslensku. Þetta hugtak kemur upp í þyngdarfræði Einsteins þar sem jöfnur almennu afstæðiskenningarinnar eru ólínulegar og hafa lausnir þar sem sveigja tímarúmsins og orkuþéttleiki efnisins stefna á óendanlegt einhvers staðar í tímarúminu. ...
Hvað er klám?
Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem engin skilgreining er til á hugtakinu „klámi“ í íslenskum lögum. Engu að síður stendur í 210. grein almennu hegningarlaganna: Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum ... eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsi...
Hvað koma upp mörg riðutilfelli á ári á Íslandi?
Baráttan gegn riðu hér á landi hefur gengið framar vonum flestra. Við upphaf baráttunnar voru fleiri en 100 bæir sýktir í 24 varnarhólfum af þeim 36 sem landinu var skipt í. Tilfellin eru nú um tvö á ári og vonir standa til þess að útbreiðslan hafi verið stöðvuð. Veikin hefur ekki fundist á nýju svæði (varnarhólfi...
Hvaða breytingar á hugmyndafræði í menntamálum eru líklegar eða fyrirhugaðar á næstu árum eða áratugum?
Menntun fer fram á ýmsum ólíkum sviðum. Menntastefna er mótuð á landsvísu þar sem ákvörðun er tekin um inntak og meginviðfangsefni náms. Hvert sveitarfélag ákveður svo hversu miklu fjármagni skuli veita til skóla og hvaða kröfur eigi að gera um menntun og hæfni kennara sem ráðnir eru þar til starfa. Skólastjórar o...
Íslenskar gæsalappir eru „svona“, en hvar finn ég '„' á íslenska lyklaborðinu?
Athugasemd ritstjórnar: Glöggur lesandi benti okkur á hvernig fá má fram íslenskar gæsalappir í Macintosh OS X. Fyrri gæsalappirnar („) fást með því að halda inni ALT-hnappi lyklaborðsins og ýta um leið á 'Ð'. Hinar seinni (“) má fá með því að gera slíkt hið sama, en halda einnig inni skiptihnappi (e. shift). S...
Hvað getið þið sagt mér um Dauðadalinn?
Dauðadalur eða Death Valley liggur í Lægðinni miklu (e. Great Basin) í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Hann liggur 225 km í norður-suður stefnu milli Amargosa-fjalla og Panamint-fjalla og þekur um 7800 km2 svæði í samnefndum þjóðgarði (e. Death Valley National Park), suðaustan við Nevada-fja...
Hvað er bitormasýki og hvernig smitast menn af henni?
Tvær tegundir sníkjuþráðorma (Nematoda); Ancylostoma duodenale og Necator americanus orsaka sjúkdóm í meltingarvegi manna sem nefna mætti bitormasýki (e. hookworm diseases). Hvorug tegundin er landlæg á Íslandi en báðar berast hingað reglulega með ferðalöngum sem smitast hafa erlendis. Fyrrnefnda tegundin er landl...
Hver var Roman Jakobson og hvert var framlag hans til hugvísinda?
Jakobson var örugglega mest heillandi allra minna kennara. Að baki kennslu hans og skrifum var alltaf einhvers konar ráðgáta. Hann útskýrði hvaða vandamál vöktu forvitni hans og hvers vegna þau skiptu máli, hann gerði mann furðulostinn með afburðalausnum sínum á þeim en langaði mann sjálfan til að spreyta sig á sl...
Hverjar eru helstu fornleifar í Garðabæ?
Áður en þessu er svarað er rétt að gera grein fyrir því að land Garðabæjar er mjög víðfemt og teygir sig meðal annars út á Álftanes og langt inn í Heiðmörk. Fornleifar finnast á öllu þessu svæði og skipta hundruðum. Þær eru mjög fjölbreytilegar og margar afar merkilegar, þær elstu frá því um landnám. Flestar m...
Hver var Marco Polo og hversu langt ferðaðist hann?
Marco Polo var landkönnuður og einn víðförlasti Evrópumaður sinnar tíðar. Það sem hann hafði fram yfir aðra sem lögðust í ferðalög var að hann lét eftir sig skráðar heimildir og veitti þannig ómetanlega innsýn í heim sem var Evrópubúum mjög framandi. Marco Polo fæddist um 1254, en nákvæmlega hvar og hvenær er ...
Hvers vegna er þrumuveður sjaldgæfara á Íslandi en í öðrum löndum?
Vegna þess að stöðugleiki lofts er meiri hér á landi heldur en á suðurslóðum. Stöðugleiki er mælkvarði á tregðu lofts til að hreyfast lóðrétt. Því meiri sem stöðugleikinn er því tregara er loftið til uppstreymis. Þrumuveður myndast í stórum skúra- eða éljaklökkum sem oft eru þá kallaðir þrumuklakkar eða þrumusk...
Af hverju varð Reykjavík höfuðstaður Íslands?
Sjá má merki þess strax á miðöldum að svæðið við Faxaflóa sunnanverðan þótti vel til þess fallið að vera aðsetur umboðsstjórnar konungs á Íslandi. Líklega hefur það einkum stafað af því að þar voru góð fiskimið nærri landi og góðir lendingarstaðir skipa, í Hafnarfirði og víðar. Útlendir kaupmenn hafa því verið fús...
Var sólstöðukerfi notað til ákvarða kirkjustaði á Íslandi fyrr á tíð?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Sæl öll. Var kerfi hér áður til að ákvarða kirkjustaði. Kannski sólstöðu kerfi? Það væri gaman að fá upplýsingar. Þakka, Valdimar. Ekkert bendir til að eitthvert sérstak kerfi hafi legið til grundvallar þegar kirkjustaðir komu til sögunnar í öndverðri kristni hér. Með kirk...
Af hverju kemur stjörnuhrap?
Í sólkerfinu, það er á svæðinu kringum sólina okkar, eru ýmsir hlutir á ferð. Þar eru reikistjörnur eins og jörðin okkar og Júpíter, smástirni, tungl og halastjörnur. Auk þess eru þar enn smærri hlutir sem sjást þó vel með berum augum. Þetta eru grjót- eða málmhnullungar af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir kallast ei...