Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1421 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hvað þýðir passía?

Íslenska orðið passía er myndað af latneska orðinu passio sem þýðir þjáning (sbr. passion á ensku, dönsku og þýsku). Passio Christi, þjáning Krists, er heiti þeirra hluta guðspjallanna er greina frá þjáningu Krists. Í textum frá 16. öld kemur orðið passía fyrir sem heiti á þjáningar- eða píslarsögu Jesú Krists. Þá...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvers vegna er táknið '&' notað fyrir 'og'?

Táknið '&' nefnist 'ampersand' á ensku. Við vitum hins vegar ekki til þess að það hafi fengið sérstakt heiti á íslensku, en ef til vill mætti nefna það 'og-merki'. Í ensku kemur það í staðinn fyrir orðið 'and' sem er einum staf lengra en íslenska orðið 'og', og þessi lengdarmunur kann að vera ein ástæðan til þes...

category-iconLögfræði

Mega starfsmenn útihátíða leita í töskum og bílum og gera upptækt áfengi og annað sem þeim sýnist?

Það lagaumhverfi sem aðstandendur útihátíða búa við er á víð og dreif samkvæmt niðurstöðu skýrslu sem starfshópur á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytis vann að. Þær reglur sem eiga við um útihátíðir eru meðal annars reglugerð um löggæslu á skemmtunum og um slit á skemmtunum og öðrum samkvæmum. Um eðlilega starfshæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var byrjað að rita ð á Íslandi?

Stafurinn þ var í elstu handritum ekki aðeins notaður í framstöðu (fremst í orði) eins og nú heldur einnig í innstöðu (inni í orði) og bakstöðu (aftast í orði) þar sem nú er skrifað ð, til dæmis þýða, það. Í þessum orðum var þá ritað þ þar sem nú er ð. Stafurinn ð er hingað kominn frá Norðmönnum sem tóku hann upp ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er hortittur í bragfræði?

Orðið hortittur merkir 'fleygur eða flís til að fylla í bil eða glufu á samskeytum', eins og segir í Íslenskri orðsifjabók og það er einnig notað um merkingarlítið eða smekklaust orð eða orðasamband sem notað er til uppfyllingar, sérstaklega í kveðskap. Hortittur er leitt af orðunum hor í merkingunni 'megurð', ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá? Áni og Ánar eru nefndir samhliða og Ánar var nefndur faðir jarðarinnar.Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals segir að orðið ánamaðkur/ánumaðkur sé afbökun á ámumaðkur. Ámumaðkur er dregið af orðinu áma sem h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust og hvernig þá, eða leitast hún við að hafa leiðbeinandi áhrif og skilgreina "rétt mál"?Orðabók Háskólans er stofnun sem vinnur að orðfræðilegum rannsóknum. Eitt meginhlutverk hennar er að safna til sögulegrar orðabókar sem ná á yfir mál...

category-iconStærðfræði

Hvernig skilgreinir maður hring?

Orðið hringur í íslensku hefur margar merkingar en spyrjandi er trúlega á höttunum eftir merkingu þess í stærðfræði. Hún er sem hér segir:Hringur eða hringferill er mengi þeirra punkta í sléttu eða plani sem eru í tiltekinni fjarlægð frá gefnum punkti. Sá punktur nefnist miðja eða miðpunktur hringsins. Gefni pu...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað þýða litirnir í finnska fánanum?

Fáni Finnlands er kallaður Siniristilippu á finnsku eða 'fáninn með bláa krossinum'. Eins og nafnið bendir til er fáninn blár kross á hvítum fleti. Blái liturinn táknar himininn og stöðuvötnin, en Finnland er einmitt þekkt sem þúsund vatna landið og eru stöðuvötnin þar rúmlega 187.000 í allt. Hvíti liturinn táknar...

category-iconLandafræði

Hvað er þetta Eski í Eskifirði?

Örnefni með Eski- eru ýmist kennd við eskigras, eða eski í merkingunni 'askja'. Stundum skiptast þessi orð á í örnefnum, samanber Eskihlíð og Öskjuhlíð eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni? Eskifjörður. Í lýsingu Hólmasóknar í Reyðar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið hörgur?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað þýðir íslenska orðið hörg? Orðið er til dæmis notað í götunöfn eins og Hörgshlíð, Hörgsland, Hörgás og svo framvegis. Er um að ræða sama orð og hörgull? Fyrri liður orðanna Hörgshlíð, Hörgsland og Hörgás er karlkynsorðið hörgur 'heiðið blóthús eða blótstallur, grjóthóll, h...

category-iconHugvísindi

Hvernig varð Keflavíkurflugvöllurinn til, ég þarf að vita allt um hann?

Keflavíkurflugvöllurinn var byggður af hernámsliði Bandaríkjamanna í seinni heimsstyrjöld. Hann var tekinn í notkun árið 1943. Til er upplýsingasíða um flugvöllinn bæði á íslensku og ensku og þar er saga vallarins rakin stuttlega. Þar kemur meðal annars fram að á sinni tíð var flugvöllurinn einn af þeim stærri...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða maður fattaði upp á fyrsta skólanum og hvað heitir hann?

Þessari spurningu er ekki hægt að svara með því að nefna einn mann og segja að hann hafi fyrstur allra "fattað upp á" skóla. Skólar eru stofnanir sem veita kerfisbundna fræðslu. Samkvæmt Íslensku alfræðiorðabókinni er hægt að rekja upphaf skólahalds allt aftur til Egypta og Súmera á þriðja árþúsundi f. Kr. Þar vo...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir?

Ýlir er annar mánuður vetrar að íslensku misseratali. Hann tekur því við af gormánuði og hefst á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. nóvember til 27. nóvember og nær til þess er mörsugur tekur við seint í desember. Sami mánuður er í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu nefndur frermánuður. Þar stendur:Frá jafnd...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja tíuleytið í tveimur eða einu orði?

Þessi mynd var tekin um tíuleytið.Til að takast á við þessa spurningu má spyrja hvort orðin „tíu“ og „leytið“ hefðu skýrt setningafræðilegt hlutverk sem tvö aðskilin orð. Dæmið kann að skýrast sé „tvö“ sett í stað „tíu“ svo út fengist setning á borð við „Jón horfði frá tvö leytinu.“ „Leytinu“ tekur hér þágufall...

Fleiri niðurstöður