Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3815 svör fundust
Getur kínín haft áhrif á á sinadrátt, fótaóeirð, hjartsláttaróreglu og malaríu?
Öll spurningin hljóðaði svona: Getur kínín haft áhrif á sinadrátt, fótaóeirð, hjartsláttaóreglu og sem meðhöndlun malaríusníkla? Hvernig verkar kínín alkalóíðinn í líkamanum og á malaríusníkilinn? Kínín er plöntubasi (alkalóíð) sem er að finna í berki kínatrésins, Cinchona. Nafnið hefur ekkert með landið Kína ...
Hvað er kristall og af hverju myndast hann?
Árið 2015 voru 100 ár liðin frá því að feðgarnir Lawrence (1890–1971) og William Bragg (1862–1942) hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir að greina innri byggingu kristalla með röntgengeislum. Árið áður hafði Max von Laue (1879–1960) fengið sömu verðlaun fyrir að uppgötva bylgjubeygju (e. diffraction) röntgenge...
Hver var Avogadro og hvert var hans framlag til vísindanna?
Avogadro var ítalskur raunvísindamaður sem átti mikinn þátt í að þróa hugmyndir manna um frumeindir og sameindir á 19. öld. Eftir hann liggur meðal annars lögmál Avogadros og tala Avogadros (e. Avogadro’s number eða Avogadro’s constant, um það bil 6,022×1023), sem tilgreinir fjölda einda í einu móli, er kennd við ...
Má breyta nafninu sínu algjörlega?
Einstaklingur sem æskir að breyta nafni sínu verður að fara eftir reglum VI. kafla laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Einstaklingur sem orðinn er átján ára og vill breyta nafni sínu algjörlega, það er eiginnafni, eftir atvikum millinafni og kenninafni, óskar eftir því við dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra er heim...
Mér er sagt að sumar húðgatanir á Íslandi séu ólöglegar. Hverjar eru löglegar og hverjar ekki og af hverju?
Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum þess efnis að húðgötun sé bönnuð. Einungis er að finna ákvæði um að húðgötun sé starfsleyfisskyld starfsemi samanber 12. tl. 4. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr.7/1998. Spurningunni um það hvaða húðgatanir séu löglegar og hverjar ekki verður því ekki svarað...
Hvers konar uppeldisaðferðir boðaði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau?
Átjándu aldar heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau er með merkustu mönnum í uppeldissögu Vesturlanda. Rousseau hélt því fram að maðurinn væri í eðli sínu góður frá hendi skaparans (því hann var ekki trúleysingi, þótt hann hafi lent upp á kant við kirkjuna), en úrkynjaðist þegar út í lífið kæmi vegna ríkjandi hug...
Hvort er stærðfræði uppfinning eða uppgötvun?
Spurningin um hvort stærðfræði sé uppfinning eða uppgötvun hefur leitað á marga. Áður en henni er svarað mætti spyrja hvað sé stærðfræði. Í Aðalnámskrá grunnskóla í stærðfræði 1999 segir á bls. 10: Stærðfræðikennsla í skólum á að endurspegla hinar fjölbreyttu ásýndir stærðfræðinnar. Hún er vísindi, list, tjáningar...
Hvað er talmeinafræði og hvar er hægt að læra hana?
Talmeinafræði er sú fræðigrein sem fjallar fyrst og fremst um frávik í máli og tali barna og fullorðinna. Frávikin geta verið af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund barna en auk þess getur verið um að ræða stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskip...
Af hverju virðast æðarnar á okkur bláar þótt blóðið sé rautt?
Blóðið í æðum okkar er yfirleitt rautt að lit. Þetta vita flestir sem hafa fengið sár sem blæðir úr. Rauði liturinn stafar af svokölluðu hemóglóbíni (e. hemoglobin), eða blóðrauða. Hemóglóbín sér um að flytja súrefni um líkamann með því að binda súrefnið við járn. Við þessa bindingu verður blóðið ljósrautt, en í s...
Hvaða fugl flýgur lengst allra á ævi sinni?
Krían (Sterna paradisaea) er líklega sá fugl sem flýgur lengst á ævi sinni. Hún verpir á norðurslóðum en flýgur suður á bóginn á haustin í átt til Suðurskautslandsins þar sem hún heldur til við jaðar lagnaðaríssins, á suðurhafseyjum og jafnvel á Suðurskautslandinu sjálfu. Þegar vorar á norðurhveli flýgur hún aftur...
Hvers vegna er löggiltur skjalapappír notaður þegar skjölum er þinglýst?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Ágætu viðtakendur. Nú er það í lögum þegar verið er að þinglýsa samningum að það þurfi að hafa þá á löggiltum pappír. Vitið þið hver var upphaflega hugsunin á bak við það að allir samningar þurfi að fara á þennan löggilta pappír? Er búin að spyrja þó nokkra að þessu, löglærða...
Hver er munurinn á ísjaka og borgarísjaka?
Með borgarís eða borgarísjaka er einvörðungu átt við ís sem á uppruna sinn að rekja til jökuls á þurru landi. Þegar skriðjökull nær í sjó fram brotnar smám saman framan af jöklinum. Háreistur borgarís myndast þá og tekur að reka á haf út. Fyrr eða síðar brotnar borgarísinn og úr verða borgarbrot sem bráðna síðan í...
Hvernig fer ofnæmispróf fram?
Greiningu bráðaofnæmis má skipta í fjóra þætti. Eins og við aðra sjúkdómsgreiningu er viðtal og skoðun afar mikilvægur þáttur. Sá sem fær tvisvar heiftarleg einkenni frá meltingavegi og húð eftir að hafa stungið upp í sig jarðhnetu eða trjáhnetu er mjög líklega með hnetuofnæmi. Sá sem fær klæjandi útbrot ætti að t...
Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi?
Líkami okkar er samsettur úr frumefnum eins og allt annað í heiminum. Helstu frumefni líkamans eru súrefni (O), kolefni (C), vetni (H) og nitur (N) en samtals eru þessi fjögur efni um 96% af heildarmassa líkamans. Nánar er fjallað um frumefni líkamans í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hver eru hels...
Hvað gerist ef enginn kýs?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað í raun myndi gerast ef öll þjóðin á sama tíma fengi bara þá hugmynd að kjósa ekki? Myndi alþingið bara hætta? Vonast eftir svari hið snarasta! Stjórnskipunarlög eru þær lagareglur nefndar sem fjalla um æðstu handhöfn ríkisvalds, hvort sem er löggjafarvalds, framkvæmdarvalds e...