Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 722 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu mörg frumefni eru þekkt og hve mörg þeirra koma fyrir í náttúrunni?

Frumefnin (e. elements eða chemical elements) eru í dag 118 talsins. Einungis 81 þessara frumefna eru stöðug, það er að segja þau búa yfir minnst einni stöðugri samsætu (e. isotope). Stöðugustu samsæturnar eru þær sem hafa jafnan fjölda af róteindum og nifteindum. Aðrar samsætur þessara frumefna geta verið óstöðug...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjir voru Mayar og hvar bjuggu þeir?

Hugtakið Maya er notað um fjölda skyldra þjóða sem um langan aldur hafa byggt syðstu fylki Mexíkó, auk Gvatemala, Belís og nyrstu hluta Hondúras og El Salvador. Landsháttum má skipta í tvennt, láglendið í norðri í Mexíkó, Belís og Norður-Gvatemala er af kalksteini, sem risið hefur úr sjó, en fjalllendið í suðri er...

category-iconHugvísindi

Hvenær fóru menn að nota orðið verðbólga á íslensku?

Orðið verðbólga hefur oft sett sterkan svip á umræðu um íslenskt efnahags- og stjórnmálalíf á undanförnum áratugum. Þetta hagfræðilega fyrirbæri, sem þykir hafa einkennt íslenskt efnahagsástand á löngum köflum, hafði fremur hægt um sig um skeið en hefur heldur betur náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Einfö...

category-iconEfnafræði

Af hverju frýs sjórinn ekki?

Það er eðlilegt að svo sé spurt því að það gerist ekki á hverjum degi um þessar mundir að sjórinn frjósi hér hjá okkur. En sannleikurinn er samt sá að sjórinn getur frosið og gerir það ef nógu kalt er í nógu langan tíma. Þetta gerist til dæmis á hverju ári í Norður-Íshafinu fyrir norðan Ísland og annars staðar, og...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna sýður egg fyrr í söltu vatni en venjulegu kranavatni?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna tekur það skemmri tíma fyrir egg að sjóða í sjó en í hreinu vatni? Hvað gerir seltan? Uppleyst salt í vatni breytir ýmsum eiginleikum vatnsins, til dæmis bæði suðumarki og frostmarki þess en einnig eðlisvarma vatnsins. Eðlisvarmi (e. specific heat) efnis segir til ...

category-iconHugvísindi

Hvaða hlutverki gegnir saga og sagnfræði?

Hér á Vísindavefnum má finna svar við spurningunni Hvað er saga? Þar er gerð grein fyrir afstöðunni milli hugtakanna saga og sagnfræði. Í þessu svari nægir því að segja að sagnfræði er iðja sagnfræðinga, og meðal þess sem þeir iðja er að skrifa sögu. Sumir fræðimenn mundu svara spurningunni um hlutverk sagnfræð...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver var Alexandre Gustave Eiffel og hvert var hans framlag til vísindanna?

Franski byggingarverkfræðingurinn Alexandre Gustave Eiffel fæddist í borginni Dijon í Frakklandi 15. desember 1832. Hann var af þýskum ættum og bar í upphafi ættarnafnið Bönickhausen. Það þótti fjölskyldunni óþjált og breytti eftirnafninu í Eiffel, en einn þýsku forfeðranna hafði flust frá Eifel-hæðum í NV-Þýskala...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getið þið útskýrt fyrir mér hvað sin er? Úr hverju eru sinar og hvert er hlutverk þeirra?

Sin er seigt knippi úr trefjóttum bandvef sem tengir vöðva við bein. Þegar vöðvi dregst saman togar hann í sinina sem togar þá í bein og stuðlar að hreyfingu þess. Stundum tengjast sinar öðru en beini, til dæmis augum, og stuðla að hreyfingu þeirra þegar augnvöðvarnir dragast saman. Í grófum dráttum líkjast sinar ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig myndast nifteindastjörnur?

Áður hefur verið fjallað um nifteindastjörnur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru nifteindastjörnur og hvernig uppgötvuðust þær? Þegar stjarna framleiðir orku í kjarna sínum myndast þrýstingur sem vinnur gegn þyngdarkraftinum. Ævi stjörnunnar einkennist af togstreitu milli þessara tveggja krafta. Þr...

category-iconJarðvísindi

Hvernig rannsóknir stundar vísindamaðurinn Þóra Árnadóttir?

Þóra Árnadóttir er vísindamaður við Norræna eldfjallasetrið á Jarðvísindastofnun Háskólans. Hún vinnur við mælingar á færslum á yfirborði jarðar með gervitunglatækni (GPS og radarbylgjuvíxlmyndum, það er InSAR) og túlkun þeirra útfrá eðlisfræðilíkönum. Ísland er á mið-Atlantshafshryggnum og því tilvalinn staðu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var veðrið í febrúar 1951?

Á bloggi sínu, Hungurdiskar, fjallar Trausti Jónsson veðurfræðingur iðulega um veður tiltekinna ára undir yfirskriftinni „Hugsað til ársins ....“ Þar er að finna mikinn fróðleik sem tengist veðurari tiltekinna ára. Í þessu svari er birtir nokkrir bútar úr umfjölluninni um árið 1951 og sérstaklega horft til febrúar...

category-iconHeimspeki

Oft er sagt að allt sé afstætt, en er svo í raun?

Þegar einhver segir: “Það er alltaf rigning um helgar” skiljum við að viðkomandi meinar í raun og veru að sér finnist oft rigna um helgar en ekki að það rigni allan sólarhringinn um hverja einustu helgi. Á sama hátt má ætla að fullyrðingin “Allt er afstætt” geti þýtt að margt sé afstætt en ekki að bókstaflega allt...

category-iconUmhverfismál

Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?

Koltvísýringur sem einnig er nefndur koltvíoxíð og koltvíildi, er lofttegund sem hefur á síðustu árum vakið meiri athygli en ætla mætti af því hve sáralítið er af henni í andrúmsloftinu, en hlutfall koltvíoxíðs af rúmmáli lofthjúpsins er einungis 0,037%. Ef allt koltvíoxíð lofthjúpsins væri samankomið óblandað öðr...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um Staðardagskrá 21?

Staðardagskrá 21 (e. Local Agenda 21) er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, í Rio de Janeiro 1992. Sem alþjóðleg ályktun er hún ekki þjóðréttarlega bindandi, eins og ef um staðfestan alþjóðlegan sáttmála væri að r...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru estrógen og prógesterón og hvaða hlutverki gegna þau?

Estrógen og prógesterón eru kynhormón sem einkum er að finna í konum. Meginhlutverk þeirra er að stjórna tíðahring kvenna, en einnig gegna þau veigamiklu hlutverki við meðgöngu og fósturþroska. Bæði estrógen og prógesterón myndast í eggjastokkunum og að auki í svolitlu magni í nýrnahettum bæði kvenna og karla. ...

Fleiri niðurstöður