Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1090 svör fundust
Væri hægt að nota stærðfræði sem tungumál í samskiptum við geimverur?
Það mundi kosta talsverðan tíma og þolinmæði að koma á góðum samskiptum við geimverur. Búast má við að reynsluheimur þeirra sé allur annar en okkar, til dæmis hafi líf á reikistjörnum utan sólkerfisins þróast allt öðru vísi en hér á jörðinni. En í eðli sínu væru samskiptin engu að síður hliðstæð því þegar við læru...
Hvers vegna heyrist í jarðskjálfta áður en hann kemur?
Hljóðið sem við heyrum frá jarðskjálftum kemur frá skjálftabylgjunum undir fótum okkar. Okkur finnst það stundum berast á undan skjálftanum vegna þess að fyrstu jarðskjálftabylgjurnar eru þá of veikar til að við finnum þær glöggt en hins vegar nógu sterkar til að mynda hljóð í loftinu, enda er eyrað býsna næmt mæl...
Hvar er jörðin?
Staðsetningu jarðar má gefa til kynna með ýmsum hætti. Eðlilegt er að nota tölur þó að þær segi ef til vill ekki alla söguna vegna þess að jörð og sól eru á sífelldri hreyfingu. Jörðin er ein af níu reikistjörnum í sólkerfi okkar. Hún gengur umhverfis sólina í um 150 milljón kílómetra fjarlægð frá miðju sólker...
Væri hlutur látinn detta um holu sem næði gegnum jörðina, gæti hann komið upp hinum megin? Hvaða massa þyrfti hluturinn að hafa til þess?
Svarið er já: Hlutur sem fellur án núnings niður í ímyndaða holu sem nær gegnum miðju jarðar og upp hinum megin kemur upp þar, snýr síðan við og heldur áfram í einfaldri hreinni sveiflu. Massi hlutarins skiptir ekki máli í þessu. Fyrst skulum við hafa alveg á hreinu að með þeirri tækni sem við búum yfir núna er...
Hvað er nanótækni?
Forskeytið nanó- vísar til hluta sem eru nokkrir nanómetrar að stærð. Einn nanómetri er einn milljarðasti úr metra. Þvermál vetnisatóms er einn tíundi úr nanómetra og fjarlægð milli atóma í kristalli er á bilinu 0,2-0,6 nanómetrar. Því er talað um að hlutir gerðir úr nokkrum atómum, til dæmis 10-10.000, séu á nanó...
Hvað hefur Ísland að bjóða umfram Írland sem skattaparadís fyrir erlend fyrirtæki?
Eins og kemur óbeint fram í spurningunni hefur Írland haslað sér völl hin síðari ár sem fjármálamiðstöð. Nokkurs konar skattafríhafnir voru stofnaðar við Shannon-flugvöll og höfnina í Dyflinni. Erlend fyrirtæki, sem vildu setjast þar að, þurftu ekki að greiða nema 10% tekjuskatt og nutu annarra ívilnana opinberra ...
Hvers vegna hafa Bandaríkin stutt Ísrael eins og raun ber vitni, meðan mörg önnur ríki fordæma brot Ísraels á alþjóðasamþykktum?
Stuðning Bandaríkjanna við Ísrael má skýra að miklu leyti með hinum miklu áhrifum, sem fólk af Gyðingaættum hefur í Bandaríkjunum, ekki síst í fjölmiðlum og stjórnmálum. Bandarískum Gyðingum hefur vegnað þar mjög vel. Það virðist vera svo erfitt að öðlast stjórnmálaframa í Bandaríkjunum í óþökk Gyðinga, að enginn ...
Hversu stór er einingin hundrað, sem notuð var um stærð jarða?
Hundrað að fornu merkti 120. Upphaf orðsins er ekki yngra en frá 11. öld, sennilega eldra, og merkti fyrst 120 álnir vaðmáls þar sem hver alin skyldi vera af tilskilinni stærð og réttum gæðum. Eftir því sem tímar liðu urðu tengslin við vaðmálið ógleggri og virðast vera með öllu horfin á 17. öld. Bæði alin og hundr...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu?
Á norðurhveli jarðar er Vega næst bjartasta stjarna næturhiminsins, á eftir Síríusi, rétt aðeins bjartari en Kapella í Ökumanninum og fimmta bjartasta stjarna himins. Stjarnan er af birtustigi 0,03. Vega er pólhverf, það er sest aldrei frá Íslandi séð en er samt oft bara rétt ofan við sjóndeildarhringinn. Stjarnan...
Hvert er upphaf kristni?
Upphaf kristinnar trúar er að rekja til lífs og starfs Jesú frá Nazaret. Er hann var um þrítugsaldur hóf hann að boða nálægð Guðs ríkis. Að sögn guðspjallanna staðfesti hann boðskap sinn með undrum og kraftaverkum er sannfærðu ýmsa tilheyrendur hans um að Guð væri í verki með honum. Einn þáttur í boðskap hans var ...
Hvernig er ekkert á litinn?
Við þessari spurningu koma mörg svör til greina. Við skulum skoða nokkur þeirra: Ekkert er væntanlega litlaust. Ef við gerum ráð fyrir að "ekkert" hljóti að vera það sem er ekki neitt, þá hefur það ekki lit. Þetta þýðir þó ekki að þetta ekkert sé gegnsætt, þar sem orðið gegnsætt felur í sér að til staðar sé ein...
Hvað getið þið sagt um árur og myndir af þeim?
Hér er svarað eftirfarandi tveimur spurningum: Eru áruljósmyndir viðurkenndar af vísindamönnum? (Hermann Helgason) Hvernig veit maður hvort maður sér árur eða ekki? (Hjördís Haraldsdóttir) Hér er spurt um yfirnáttúrlega hluti sem svo eru kallaðir og við bendum lesendum á að lesa almennt svar okkar um þá. ...
Hvernig sjá iguana-eðlur?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Getið þið sagt mér það helsta um iguana-eðlur? Til eru margar tegundir svokallaðra iguana-eðlna (eðlur af ættkvíslinni Iguana) en algengust sem gæludýr og um leið kunnasti meðlimur ættkvíslarinnar, er án efa græna iguana-eðlan (Iguana iguana) og verður svarið hér að ne...
Hvað eru til margar apategundir?
Gert er ráð fyrir að spyrjandi sé að fiska eftir því hversu margar tegundir prímata (Primata) séu þekktar í heiminum en enska hugtakið „primate“ er safnheiti yfir hugtökin „apes“ (apar), „monkeys“ (apar/apakettir) og „lemurs“ (lemúrar). Alls eru þekktar 412 tegundir í þessum ættbálki spendýra. Aðeins ættbálkar leð...
Hvað er neyslustýring?
Neyslustýring hefur verið notuð innan hagfræðinnar til að lýsa því hvernig opinberar álögur og í sumum tilfellum niðurgreiðslur hafa áhrif á neyslu manna. Ef álögur eða niðurgreiðslur eru mjög mismunandi á vörur sem eiga í samkeppni í hugum neytenda þá getur það breytt neyslu manna, þannig að hún verði öðruvísi en...