Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4399 svör fundust
Er einhver munur á forngrísku og nýgrísku?
Forngríska er töluvert frábrugðin nýgrísku, það er að segja þeirri grísku sem er töluð í dag. Grikkir skilja yfirleitt ekki forngríska texta nema þeir hafi lært að lesa forngrísku í skóla en reyndar læra öll grísk börn einhverja forngrísku í skólanum. Sömu sögu er að segja af Ítölum og öðrum þeim sem tala rómönsk ...
Hvort var Ísland nýlenda eða hjálenda Dana?
Spurnigin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var staða Íslands gagnvart Danmörku meðan landið var hluti af Danmörku? Var Ísland nýlenda, hjálenda eða eitthvað annað? Staða Íslands gagnvart Danmörku var alla tíð frekar óljós og umdeild, og breyttist verulega í tímans rás. Upphaflega komst landið undir Danak...
Hvað eru loftskeyti og hvenær var fyrsta loftskeytastöðin sett upp á Íslandi?
Nokkrir hafa sent Vísindavefnum spurningar um loftskeyti og fyrstu eiginlegu loftskeytastöðina á Íslandi. Laufey Karlsdóttir vildi einnig fá útskýringu á tækninni sem loftskeyti byggja á. Spurning hennar hljóðaði svona: Hvað er loftskeyti? Þegar það er sent er líklega notað rafmagn. Hvernig get ég útskýrt það ...
Er það rétt að eyrarrós og alaskalúpína hafi verið fluttar til Íslands um svipað leyti?
Öll spurningin hljóðaði svona: Er það rétt að eyrarrósin og alaskalúpínan hafi verið fluttar til Íslands um svipað leyti? Og að báðar hafi komið frá Kanada? Saga eyrarrósarinnar (Chamerion latifolium) og alaskalúpínunnar (Lupinus nootkatensis) hér á landi er ekki sú sama. Fyrrnefnda plantan hefur verið hlut...
Hvernig er líklegt að gróðurfar verði á Íslandi í lok aldarinnar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er náttúrufræðikennari á unglingastigi. Ég velti fyrir mér breytingum vegna loftslagsbreytinga. Hvernig er líklegt að hitastig og gróðurfar verði á Íslandi í lok aldarinnar? Þetta er mjög áhugaverð spurning en svarið er ekki einfalt. Gróðurfar skiptir okkur miklu enda er gró...
Getið þið sagt mér frá ferðum Kólumbusar til Ameríku?
Hér er margs að gæta og ekki sama hvernig spurningin er orðuð. Ísland tilheyrir Evrópu landfræðilega þó að það sé ekki áfast við meginland hennar, eins og lesa má nánar um í svari Sigurðar Steinþórssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til ...
Hver var Niels Henrik Abel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Niels Henrik Abel er mesti stærðfræðingur sem Noregur hefur alið og áhrif hans teygðu sig langt út yfir dauða hans. Abel lést aðeins 26 ára gamall og líf hans einkenndist af fátækt. Á stuttum starfsferli háði það Abel mjög að hafa ekki fasta stöðu. Niels Henrik Abel (1802-1829). Abel fæddist 5. ágúst 1802 í ...
Hver var Friðþjófur Nansen og hvert var hans framlag til vísindanna?
Friðþjófur Nansen (1861-1930).Friðþjófur Nansen fæddist 10. október 1861 í Frøen skammt frá Osló, sem þá hét Kristíanía. Hann var annað barn lögfræðingsins Baldurs Nansens og seinni konu hans Adelaide og eignaðist síðar yngri bróður. Ungur að árum kynntist Nansen útivist og íþróttaiðkun og var snemma góður íþrótta...
Hvernig komst Adolf Hitler til valda?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað varð til þess að Hitler komst til valda? Þetta er ágætis spurning enda fróðlegt að skoða hvernig Þýskaland gat breyst úr lýðræðisríki í einræðisríki á innan við tveimur árum. Í svarinu verður stiklað á stóru en sagan er auðvitað mun flóknari. Nánast allir einræðisherrar...
Hvað er frétt?
Tilraun til skilgreiningar er á þá leið að frétt er frásögn af atburði eða fyrirbæri sem almenning varðar um og ekki var áður kunnugt um. Einnig þarf að haga hugfast að fréttamaðurinn velur þá atburði sem hann fjallar um og mótar fréttina þó að hann fylgi þá oftast hefðum. Hann velur fréttaefnið eftir mikilvægi og...
Hvað er Enigma og hvaða þátt átti hún í seinni heimsstyrjöldinni?
Orðið enigma þýðir ráðgáta. Nafnið Enigma er hins vegar tengt mjög fullkominni dulmálsvél sem Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni. Hún var svipuð ritvél að stærð og hægt var að flytja hana auðveldlega á milli staða. Með henni mátti auðveldlega breyta venjulegu ritmáli yfir á mjög flókið dulmál. Sömuleiðis...
Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs?
Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Af hverju fær maður hár á kynfærin? Hvers vegna vaxa punghárin? Fara stelpur í mútur? Getur röddin í stelpum breyst? Hvenær fara strákar í mútur? Breytist hárvöxtur á leggjum ungra kvenna við kynþros...
Hvaða áhrif höfðu Skaftáreldar á Ísland og íslenskt samfélag?
Eldgosið sem við köllum Skaftárelda hófst 8. júní 1783 í óbyggðum norður af Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar gaus í langri röð gíga sem eru kallaðir Lakagígar og liggja í suðvestur frá vesturjaðri Vatnajökuls í gegnum fellið Laka. Nokkrum dögum síðar helltist hraunstraumurinn niður í byggðina eftir farvegi Skaf...
Hvað getið þið sagt mér um kattardýrið jagúar?
Jagúar (Panthera onca) er þriðja stærsta kattardýr heims og það stærsta sem lifir villt í nýja heiminum. Það er óhætt að segja að jagúarinn lifi í skugga stóru kattardýra gamla heimsins enda margt í líffræði hans sem er lítt þekkt, samanborið við stóru frændur hans, ljón og tígrisdýr. Jagúarinn er svokallað top...
Er hægt að lýsa 9. sinfóníunni með orðum?
Níunda sinfónía Ludwigs van Beethoven (1770–1827) er eitt meginverk tónlistarsögunnar. Hún var samin seint á ævi hans, á árunum 1822-1824 og er að mörgu leyti tímamótaverk þótt ekki hafi allar hugmyndir tónskáldsins verið splunkunýjar. Ludwig van Beethoven (1770–1827). Upphaf sinfóníunnar er dularfullt og ó...