Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2377 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvenær og hvar er hámeri veidd? Hvaða veiðiaðferð er notuð?

Hámeri, Lamna nasus, hefur lengi verið veidd í Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafi af ýmsum þjóðum, þeirra á meðal Norðmönnum, Dönum, Færeyingum, Bretum, Frökkum og Spánverjum. Einnig hafa Japanir veitt hámeri í sunnanverðu Indlandshafi. Hámeri er mest veidd á flotlínu en einnig í flot- og botnvörpur, á han...

category-iconJarðvísindi

Hvað er hrafntinna, hvar finnst hún og í hvað hefur hún verið notuð?

Hrafntinna er svart eða dökklitað gler, yfirleitt með samsetningu rhýólíts (líparít, ljósgrýti) en gler er ókristallað fast efni. Berg og steindir eru yfirleitt því smákornóttari sem þau hafa storknað hraðar. Hrafntinna myndast þannig við frekar hraða kælingu kísilríkrar kviku með lágt gasinnihald. Algengast er...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að verða ófrísk á meðan blæðingar standa yfir?

Það getur orðið getnaður eftir samfarir sem hafðar eru á meðan blæðingar standa yfir. Ekki er hægt að vera alveg viss um að sáðfrumur séu dauðar þegar kemur að egglosi, því að þær eru mislífsseigar og egglos er ekki alltaf á nákvæmlega sama tíma. Þekkt er að egglos geti orðið á meðan tíðir standa yfir og einnig að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju syngja fuglar?

Á vorin vaknar náttúran hér á landi úr vetrardvala og í langflestum húsagörðum í Reykjavík ómar þá fuglasöngur. Á Suðvesturlandi eru fyrirferðamestu garðsöngvararnir skógarþrestir (Turdus iliacus) og starrar (Sturnus vulgaris). En hvað býr að baki áköfum söngvum þessara fugla? Mest er um fuglasöng á pörunartím...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar á landinu finnst blóðberg?

Blóðberg (Thymus praecox) er algengt um allt land, nánast frá fjöru og upp í 900 m hæð, en plantan hefur fundist í yfir 1000 m hæð. Á vefnum Flóra Íslands má sjá kort af útbreiðslu blóðbergs og þar sést vel hversu víða plöntuna er að finna. Blóðberg vex um nánast allt land. Blóðberg er lágvaxinn smárunni með lit...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju bítur mýflugan?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju bítur mýbit (mýfluga), og af hverju stundum eða sumt? Er einhver viss árstími sem flugan bítur frekar? Eru fræðirit sem ég get flett upp í?Fyrst er rétt að gera grein fyrir hvaða flugur eru flokkaðar sem mýflugur. Mýflugur eru undirættbálkur (Nematocera) í ættbálki tv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað og hvert leituðu þeir þegar minna var um tré á fyrri hluta síðustu aldar?Náttstaðir spörfugla eru eins misjafnir og tegundirnar eru margar. Sumir fuglar safnast saman í hópa til að sofa, á meðan aðrir velja sér náttstað þar sem þeir eru...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er gróður- og náttúrufar í Egyptalandi?

Egyptaland, „landið við fljótið“ eða „gjöf Nílar“ eins og þetta forna menningarsvæði hefur verið kallað, er að langmestu leyti eyðimörk og því er náttúra landsins á engan hátt eins fjölbreytt og þekkist sunnar í Afríku. Egyptaland er 995.450 km2 á stærð og þekja eyðimerkur stærstan hluta landsins. Vinjar finnast v...

category-iconLandafræði

Hversu margir fæðast og deyja að meðaltali á dag í heiminum?

Meðaltíðni fæðinga og dauðsfalla er mismunandi ár hvert. Í þessu svari er miðað við tölur frá 2017. Til samanburðar má benda á svar TÞ frá 22.6.2000 við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? en þar er að finna samskonar tölur fyrir árið 2000. Á heimasíðu Bandarísku manntalsskrifstofunnar (US Census Bureau) er a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort eru hýenur skyldari hundum eða köttum?

Hýenur mynda sína eigin ætt, hýenuætt (Hyaenidae) sem tilheyrir ættbálki rándýra (Carnivora) og undirættbálki kattlegra dýra (Feliformia). Ætt kattardýra (Felidae) tilheyrir einnig þessum undirættbálki. Hundaættin (Canidae) tilheyrir hins vegar undirættbálki hundlegra dýra (Caniformia). Hýenur eru því skyldari köt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta laxfiskar eins og urriði og bleikja á veturna?

Laxfiskar, þar með talinn urriði og bleikja, éta margvíslega fæðu og oftast það sem er ríkjandi á hverjum tíma. Enginn hefur lagt sig fram um að rannsaka fæðu urriða á vetrum, en snemma á vorin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal éta þeir þá fæðu sem mest er af, það er bitmýi, og í öðru sæti eru vatnabobbar (sniglar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er steppa?

Þurrlendi jarðar er skipt í svæði eftir því hvaða gróður er þar mest áberandi. Svæðin kallast gróðurbelti. Steppa sem einnig kallast gresja er eitt af gróðurbeltum jarðar. Gresjur eru mjög stór, tiltölulega flatlend svæði, slétta, þar sem gras er ríkjandi gróður en nær engin tré. Í Rússlandi og ríkjum Mið-Asíu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fjölga grenitré sér með sjálfsáningu á Íslandi?

Fjórar grenitegundir hafa verið gróðursettar í umtalsverðu magni á Íslandi: Sitkagreni (Picea sitchensis), rauðgreni (Picea abies), blágreni (Picea engelmannii) og hvítgreni (Picea glauca). Auk þeirra hefur allmikið verið gróðursett af blendingi sitkagrenis og hvítgrenis, svokölluðum sitkabastarði (Picea x lutzii)...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er varasamt að borða grillaðan mat?

Á sólríkum dögum draga margir útigrillin úr geymslum og loftið fyllist af indælli grilllykt. Það er ekki sama hvernig er staðið að eldun á grilli. Við matreiðslu yfir opnum eldi er hætta á myndun efna sem eru í flokki krabbameinsvaldandi efna. Þessi skaðlegu efni myndast við ófullkominn bruna og er þar helst að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Á hvaða árstíma gagga tófur aðallega?

Tófan er einfari (e. solitary) en félagskerfi tegundarinnar byggir á einkvæni og óðalshegðun. Algengasta fyrirkomulagið er að parið heldur saman svo lengi sem bæði lifa en mökun fer fram í mars. Samskipti fara fram með lyktarskilaboðum, sem eru yfirleitt þvagmerki eða með því að nudda lyktarkirtli sem staðsettur e...

Fleiri niðurstöður