Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1314 svör fundust
Er bráðlega hægt að nota gerviþyngdarafl svo að menn geti gengið á venjulegan hátt í geimskutlum?
Mönnum er eðlilegast að hreyfa sig við yfirborð jarðar þar sem þyngdarhröðun er yfirleitt nokkurn veginn hin sama, eða um 9,8 m/s2. Sú stærð er oft táknuð með bókstafnum g. Þyngdarkrafturinn á tiltekinn hlut er síðan massinn sinnum þyngdarhröðunin:Þ = m g Þegar hlutur er kyrrstæður verkar þessi kraftur á hann en j...
Hver er munurinn á heila karla og kvenna?
Karlar og konur eru ólík á ýmsan hátt, bæði í útliti og hegðun. Þar sem öll hegðun er afleiðing af virkni taugakerfisins hlýtur ólík hegðun kynjanna að eiga sér rætur í ólíkri gerð og starfsemi heila karla og kvenna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkur munur er til staðar þótt ekki sé enn að fullu ljóst hvað vel...
Hvað er langt síðan Eyjafjallajökull gaus síðast og varð mikið jökulhlaup þá?
Eyjafjallajökull er eldkeila sem rís 1667 m yfir sjó. Á fjallinu er 80 km2 jökulhetta og út frá henni teygja sig nokkrir skriðjöklar og eru Gígjökull og Steinholtsjökull þeirra þekktastir. Í kolli Eyjafjallajökuls er lítil askja sem er um 2,5 km í þvermál, full af ís, og úr norðurenda hennar skríður Gígjökull (Hau...
Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég er að gera skólaverkefni um eldgos á Reykjanesi en mér finnst ofboðslega erfitt að finna heimildir um hve mörg gos hafa verið frá 2021. Er einhver séns að þið gætuð veitt mér upplýsingar um efnið? Best finnst mér að fá heimildir frá Vísindavefnum því ég veit hversu traustar þær e...
Hver eru helstu ritverk Platons?
Corpus Platonicum Að frátaldri Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna. Alls eru honum eignaðar 42 samræður, þrettán bréf og eitt safn skilgreininga (nánast eins og heimspekileg orðabók). Þessi verk hafa öll varðveist og nefnist heildarsafnið einu ...
Er það rétt hjá heilbrigðisráðherra að heilbrigðisþjónusta sé hvergi gjaldfrjáls í nágrannalöndum okkar?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Hvað er kristall og af hverju myndast hann?
Árið 2015 voru 100 ár liðin frá því að feðgarnir Lawrence (1890–1971) og William Bragg (1862–1942) hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir að greina innri byggingu kristalla með röntgengeislum. Árið áður hafði Max von Laue (1879–1960) fengið sömu verðlaun fyrir að uppgötva bylgjubeygju (e. diffraction) röntgenge...
Hvaða stórgos varð á jörðinni árið 536 og er vitað hvaða afleiðingar það hafði?
Upprunalega var m.a. spurt:Gæti stórgos árið 536 verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu? Gosmóðuveturinn 536 var upphaf harðasta kuldaskeiðs á norðurhveli jarðar í 2000 ár.[1] Kólnuninni olli eldgos, sennilega tvö, sem enn hefur ekki tekist að staðsetja með vissu. Samt...
Af hverju geta Ísraelar og Palestínumenn ekki lifað saman í sátt og samlyndi?
Í grófum dráttum snýst deila Palestínumanna og Ísraela um land. Annar aðilinn, Palestínumenn, sem eru Arabar, er að heyja sjálfstæðisbáráttu til að mynda eigið ríki á landi sem þeir telja að hafi verið tekið frá þeim með valdi af Ísraelsmönnum. Hinn aðilinn, Ísraelsríki, stofnsett af Gyðingum, vill halda sínum hlu...
Hversu langt skríða skjaldbökur á dag?
Því miður hefur ekki tekist að finna fyllilega viðunandi svar við spurningunni en henni verða þó gerð einhver skil hér á eftir. Í heiminum lifa nú rúmlega 200 tegundir af skjaldbökum. Þær eru mjög misstórar og misfljótar. Sumar synda í sjó og koma aðeins að landi til að verpa. Aðrar eru í ám og vötnum en ganga ...
Væri hægt að senda viðvörun um jarðskjálfta meðan bylgjurnar eru á leiðinni?
Ferðahraði jarðskjálftabylgju er afar misjafn eftir gerð jarðlaganna og er það einmitt notað í svokölluðum bylgjubrotsmælingum þegar verið er að kanna jarðlög. Þannig getur verið að hraði í efstu jarðlögum sé aðeins um 2 km/s en þegar komið er niður á svo sem 10-20 km dýpi sé hraðinn nær 6 km/s. Það er einmitt sá ...
Eru fleiri stafir í íslenskum orðum en í skyldum tungumálum?
Í íslenska stafrófinu eru taldir 33 bókstafir: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó p, r, s, t, u, ú, v, x, y, ý, z, þ, æ, ö Auk þessara bókstafa eru c og w sem aðeins eru notaðir í mannanöfnum af erlendum uppruna. Í dönsku og norsku eru bókstafirnir 29. Þar eru ekki notaðir broddstafi...
Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?
Sögnin að heita merkir 'nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra'. Sögnin nefna hefur svipaða merkingu, það er 'kalla e-n nafni, gefa e-m nafn'. Ef einhverjum hefur verið gefið nafn þá heitir hann því nafni. Þar getur verið átt við persónu, dýr eða jafnvel hlut. Dæmi: Maðurinn heitir Jón en ko...
Hvert er sambandið milli lítra og rúmsentímetra, nákvæmlega? Er þetta ekki það sama?
Lítri (l) og rúmsentímetri (cm3) eru hvor tveggja einingar um rúmmál (e. volume), byggðar á sömu undirstöðum. Að því leyti er þetta "það sama". Þó að rúmmálið í lítranum sé þúsund sinnum meira en í rúmsentímetranum þá er hlutfallið alltaf hið sama og auk þess raunar einföld tala í talnakerfi okkar (1000). Rúmmá...
Hve mikið rigningarvatn kæmi á ári að meðaltali af hallandi þaki sem er 100 fm?
Þegar sagt er til dæmis að úrkoma á tilteknum stað hafi mælst 10 mm á tilteknum tíma er átt við að hún hefði myndað 10 mm eða 1 cm þykkt vatnslag ef hún mundi staðnæmast til dæmis í polli eða keri með sléttum, láréttum botni. Rigning sem félli inn í lóðrétt rör sem hefði alls staðar sama þverskurðarflatarmál mundi...