Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2754 svör fundust
Hvernig á alheimurinn eftir að þróast og hvernig mun heimsmyndin breytast við það?
Í dag telja menn að heimurinn hafi hafist í Miklahvelli. Miklihvellur var sprenging sem varð alls staðar í öllu rúminu á sama tíma. Hann var ekki sprenging í hefðbundnum skilningi, með eldi og reyk, heldur tölum við um sprengingu vegna þess hve ótrúlega mikið heimurinn þandist út á örskömmum tíma. Upp frá þessu he...
Hvað eru minnihlutastjórn og samsteypustjórn?
Talað er um samsteypustjórn þegar tveir eða fleiri flokkar mynda saman ríkisstjórn. Slíka stjórn þarf allajafna að mynda þegar úrslit kosninga eru á þann veg að enginn einn flokkur hefur náð meirihluta og samvinna milli þeirra flokka sem sitja á þingi þarf að koma til. Í fjölflokkakerfi er raunar afar sjaldgæf...
Hvað eru pólskipti?
Með orðinu pólskipti er oft átt við það þegar segulskaut jarðar flytjast á milli hinna landfræðilegu skauta hennar. Jörðin er nokkurnveginn kúlulaga, og er geisli (radíus) hennar um 6400 km. Innri hluti hennar, með geislann um 3500 km, er að mestu úr bráðnu efni. Með samanburði við samsetningu loftsteina er lík...
Líkist Öræfasveit Pompeii á Ítalíu?
Litlahérað er nafn sem utanhéraðsmenn gáfu sveitinni sem nú kallast Öræfi, milli Skeiðarársands og Breiðamerkursands. Það gerðu þeir til að aðgreina hana frá Fljótsdalshéraði, en í munni heimamanna hét hún einfaldlega Hérað. Annað og enn eldra nafn á þessari sveit er Ingólfshöfðahverfi. Í byrjun 14. aldar vor...
Hvernig fer títrun á edikssýru með natrínhýdroxíði fram?
Áður hefur verið fjallað um títrun á Vísindavefnum, meðal annars í svari við spurningunni Getið þið útskýrt fyrir okkur hvernig títrun fer fram? Þar er farið yfir sýru-basa títrun. Það er ástæða til þess að minnast líka á títrun edikssýru með natrínhýdroxíði. Orðið römm sýra var notað í fyrra svari, en það þýði...
Er til eyja sem heitir Nýárseyja?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til eyja sem heitir Nýárseyja? Af því að það er til Jóla- og Páskaeyja. Nýárseyja er til og raunar fleiri en ein. Á vefsíðunni Wikipedia eru taldar upp nokkrar Nýárseyjur (e. New Year Island). Ein þeirra er í Bass-sundi, mitt á milli Tasmaníu og Ástralíu, rétt við Konungsey...
Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Björnsdóttir rannsakað?
Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og nýdoktor við Háskólann í Reykjavík. Viðfangsefni hennar í rannsóknum, kennslu og klínísku starfi hafa tengst svefni og svefnsjúkdómum. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn. Erla stofnaði einnig sprotafyrirtækið B...
Hvað er búið á mörgum eyjum við Ísland?
Niðurstaða skyndiskoðunar á landakorti og upprifjunar í huganum er sú að búið sé á átta eyjum við Ísland. Þá er miðað við að einhver eigi þar lögheimili (reyndar þýðir lögheimili ekki endilega að viðkomandi hafi heilsársbúsetu á staðnum en til þess að hafa eitthvað viðmið er þetta valið). Þessar eyjur eru Heimaey,...
Hversu algengt er að nýjar eyjar verði til í eldgosum?
Þessu er nú tæplega auðsvarað fyrir heiminn allan, en svo vel vill til að Sigurður heitinn Þórarinsson skrifaði grein um neðansjávargos við Ísland í Náttúrufræðinginn árið 1965. Þá var Surtseyjargosið 1963-67 í algleymingi og efnið ofarlega á baugi. Í inngangi að greininni segir Sigurður frá nokkrum þeirra erlendu...
Geyma einhver stöðuvötn á Íslandi fornminjar?
Kristján spurði bæði um fornleifar í sjó og vötnum. Hér fyrir neðan er að finna svar um fornleifar í stöðuvötnum en um fornleifar í sjó er hægt að lesa í svari Ragnars Edvarssonar við spurningunni Hvar má finna fornleifar í sjó við Ísland? Á brons- og járnöld tíðkaðist sums staðar í Norður-Evrópu að fórna gripu...
Hvers vegna eruð þið svona lengi að svara sumum spurningum?
Þetta er eðlileg spurning sem hefur komið fram áður. Svör Vísindavefsins eiga að segja heila hugsun og eru yfirleitt frá hálfri síðu upp í tvær venjulegar blaðsíður að lengd. Þau þurfa að standast fræðilegar kröfur og vera á góðu máli, en allt kostar þetta tíma. Auk þess tekur oft tíma að finna mann til að svara. ...
Hvað er rúpía margar krónur?
Gjaldmiðill Indlands er kallaður á ensku Rupee og það hefur verið þýtt á íslensku rúpía eða rúpíi. Fleiri lönd nota reyndar gjaldmiðla með svipuðum nöfnum, til dæmis Indónesía, en hér verður gert ráð fyrir að átt sé við gjaldmiðil Indlands. Mahatma Gandhi prýðir rúpíuseðlana. Opinbert gengi indversku rúpíunn...
Hvers vegna missir maður tennurnar?
Það telst vera hluti af eðlilegu þroskaferli barna að missa tönn. Börnin verða hreykin og upp með sér þegar fyrsta tönnin losnar og fellur. Það gerist oft við sjö ára aldur. Þegar börn eldast og höfuðkúpan stækkar þurfa tennurnar að stækka í samræmi við vöxtinn. Smáar barnatennur kæmu að litlu gagni fyrir fullv...
Af hverju er hættulegra fyrir sykursjúka að reykja en annað fólk?
Fyrst skal nefna að enginn ætti að reykja, óháð því hvort viðkomandi hefur sykursýki eða ekki. En reykingar eru sérlega áhættusamar þegar um sykursjúka er að ræða. Níu af hverjum tíu einstaklingum með sykursýki hafa sykursýki af tegund 2 sem einkennist af hækkun á blóðsykri. Orðtakið „sjaldan er ein báran stök...
Hvað er skötuselur með stórar tennur?
Skötuselur (Lophus piscatorius) er beinfiskur og hefur fundist á um 1.800 metra dýpi. Hann heldur sig á sendnum eða grýttum botni þar sem hann felur sig í þaragróðri eða í botninum sjálfum og lúrir þar eftir bráð. Hann notar einskonar fálmara ofan á höfðinu sem veiðistöng og lokkar til sín bráðina. Á matseðli sköt...