Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9473 svör fundust
Er öll nöfn í Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien að finna í íslensku riti?
Upphafleg spurning var: Ég hef heyrt að öll nöfn í Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien séu að finna í íslensku riti. Eftir hvern er ritið og hvað heitir það? Nöfn persóna í Hringadróttinssögu eru sótt víða en ekki öll á sama stað. Sum eru þannig búin til af höfundi frá grunni, önnur eru sótt í fornenskan men...
Eru önnur lönd í heiminum, fyrir utan Ísland, sem raða nöfnum eftir eiginnafni?
Erfitt er að svara þessari spurningu þar sem upplýsingar virðast ekki liggja frammi um röðun í símaskrá um allan heim. Athugun á Norðurlöndum sýnir að þar er raðað eftir kenninafni (ættarnafni). Annars staðar í Evrópu gildir hið sama. Í Bandaríkjunum og Ástralíu er raðað eftir kenninafni. Um Afríku og Asíu mun...
Verða frumur alltaf minni og minni eftir því sem þær skipta sér oftar?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Við frumuskiptingu verða dótturfrumur minni en móðurfrumur. Verða þá ekki „næstu kynslóðir“ frumunnar ennþá minni og svo koll af kolli? Þótt dótturfrumur séu minni en móðurfruma eins og hún var rétt fyrir skiptingu, ná þær senn eðlilegri stærð sinnar frumugerðar. Þær skip...
Stífnar líkaminn upp eftir að maður deyr og ef svo er, hvers vegna?
Dauðastjarfi (e. rigor mortis) er eitt einkenni andláts. Við dauðsfall verða efnafræðilegar breytingar í vöðvum sem valda því að liðamót stífna eða læsast. Þetta kemur aðallega fram í stífum útlimum líksins og gerir það að verkum að erfitt er að hreyfa það. Hvenær dauðastjarfi hefst og hversu lengi hann varir...
Hvað merkir hugtakið 'orðræða' sem ég hef tekið eftir í blaðagreinum að undanförnu?
Orðið orðræða merkir ‘tal, samræða, umræða’ og nær yfir máleiningu sem er stærri en setning. Þar getur verið um að ræða til dæmis fyrirlestur eða ræðu, hugleiðingar í töluðu máli eða rituðu og spjall eða samtal um eitthvert efni. Orðið er gamalt í málinu og þekkist þegar í fornu máli. Í málvísindum er orðræða n...
Hvernig veit ég hvort tiltekið fótspor er eftir tígrisdýr eða eitthvert annað dýr?
Þegar fótspor dýra eru greind er mikilvægt að huga að stærð þeirra. Tígrisdýr (Panthera tigris) eru mjög stór kattardýr og hjá stærstu karldýrunum geta fótsporin verið rúmlega 14 cm á lengd og 11,5 cm á breidd. Til samanburðar má nefna að hjá stórum úlfum, svo sem heimskautaúlfum sem sennilega eru stórfættustu hun...
Varmi leitar upp, af hverju er þá kaldara eftir því sem ofar dregur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Nú er vitað að heitt loft stígur upp og kalt loft leitar niður á við, hvernig stendur þá á því að það er kaldara uppi á fjöllum en niðri á láglendi? Loftþrýstingur fellur með hæð. Við að lyftast þenst loft út þegar þrýstingur fellur. Varmi þess dreifist þar með á meira r...
Hvað gerðist eftir að risaeðlur dóu út og þangað til maðurinn kom fram?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Getur einhver útskýrt hvað gerðist frá því að risaeðlurnar dóu út og til ísaldar þegar spendýrin komu fram? Miklar breytingar urðu á dýralífi jarðar fyrir um 66 milljón árum, á mörkum miðlífsaldar og nýlífsaldar. Þá dóu um 75% allra dýrategunda út, þar með taldar allar ...
Hvernig á alheimurinn eftir að þróast og hvernig mun heimsmyndin breytast við það?
Í dag telja menn að heimurinn hafi hafist í Miklahvelli. Miklihvellur var sprenging sem varð alls staðar í öllu rúminu á sama tíma. Hann var ekki sprenging í hefðbundnum skilningi, með eldi og reyk, heldur tölum við um sprengingu vegna þess hve ótrúlega mikið heimurinn þandist út á örskömmum tíma. Upp frá þessu he...
Getur sjúklingur sem hefur verið svæfður vaknað til meðvitundar og munað eftir aðgerðinni?
Meðvitund í svæfingu (e. intraoperative awareness) er fremur sjaldgæfur fylgikvilli svæfinga. Þá er átt við að sjúklingur komist til meðvitundar í svæfingu vegna aðgerðar og muni eftir því eftirá. Þá man sjúklingurinn til dæmis hljóð eða samtöl sem áttu sér stað meðan á aðgerð stóð eða upplifir tilfinningu um að g...
Hvort eiga að vera eitt eða tvö bil á eftir punkti í texta?
Í Stafsetningarorðabókinni frá 2006 eru birtar ritreglur sem byggðar eru á auglýsingum menntamálaráðuneytisins, síðast 1977. Þar er sérstakur kafli um punkt (XV) en ekki er tekið þar á því atriði sem spurt var um. Í bókinni sjálfri sést að aðeins eitt stafbil er haft á eftir punkti og er almennt mælt með þeirri ve...
Berast ljósgeislar í andrúmsloftinu til okkar eftir beinni línu eða geta þeir bognað?
Hraði ljósbylgna í lofti ræðst af þéttleika loftsins, fjölda sameinda á rúmmálseiningu. Þéttleikinn stjórnast svo af þrýstingi og hitastigi; vex með hækkandi þrýstingi og fallandi hitastigi. Hraðanum v er lýst með jöfnunni v=c/n, þar sem c er ljóshraðinn í lofttæmi og stærðin n er svokallaður ljósbrotsstuðull (e. ...
Af hverju eru norðurljós í mismunandi litum?
Spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin? hefur áður verið svarað á Vísindavefnum. Í því svari Aðalbjörns Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar er meðal annars útskýrt hvað gerist þegar eindir úr sólvindinum koma inn í segulsvið jarðar:Hlöðnu eindirnar sem fara inn í segulsvið jarðar hreyfast á miklum hrað...
Geta hástökkvarar stokkið hærra ef þeir eru hátt yfir sjávarmáli?
Svarið er já, það geta þeir, ef þeir geta náð sama upphafshraða í stökkinu. Þeir þurfa þó að vera í meiri hæð yfir jörð en hæstu fjöll til að aukin stökkhæð mælist greinilega. Ástæðan fyrir meiri stökkhæð er minna þyngdarsvið sem kallað er, með öðrum orðum minni þyngdarkraftur á hvert kg í massa. Geimfarar geta lí...
Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?
Upphafleg spurning er á þessa leið:Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver er Jón Þorgeirsson?Um höfund vísunna...