Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er öll nöfn í Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien að finna í íslensku riti?

Ármann Jakobsson

Upphafleg spurning var:

Ég hef heyrt að öll nöfn í Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien séu að finna í íslensku riti. Eftir hvern er ritið og hvað heitir það?

Nöfn persóna í Hringadróttinssögu eru sótt víða en ekki öll á sama stað. Sum eru þannig búin til af höfundi frá grunni, önnur eru sótt í fornenskan menningararf en sum í fornnorrænar eða forníslenskar heimildir. Nafn konungs Róhans, Þjóðans Þengilssonar, er til dæmis sótt í norræn og íslensk dróttkvæði þar sem bæði nöfnin (Þjóðann og Þengill) eru skáldleg heiti á konungum.

Nöfn dverganna sem eru förunautar Bilbó Bagga í Hobbitanum koma hins vegar öll nema eitt fyrir í Völuspá, í erindum 9-16 sem stundum eru kölluð „dvergatal“ Völuspár og þar kemur einnig fyrir nafnið Gandálfur. Vera má að þetta sé fóturinn fyrir spurningunni. Eini dvergurinn í Hobbitanum sem ekki kemur fyrir í Völuspá er Balinn. Nafnið Gimli kemur einnig fyrir í Völuspá en hins vegar ekki sem nafn á dverg.

Mynd: Íslenski Lord of the Rings vefurinn

Höfundur

Ármann Jakobsson

prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ

Útgáfudagur

30.5.2003

Spyrjandi

Rósa Kolbeinsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Ármann Jakobsson. „Er öll nöfn í Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien að finna í íslensku riti?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3462.

Ármann Jakobsson. (2003, 30. maí). Er öll nöfn í Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien að finna í íslensku riti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3462

Ármann Jakobsson. „Er öll nöfn í Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien að finna í íslensku riti?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3462>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er öll nöfn í Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien að finna í íslensku riti?
Upphafleg spurning var:

Ég hef heyrt að öll nöfn í Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien séu að finna í íslensku riti. Eftir hvern er ritið og hvað heitir það?

Nöfn persóna í Hringadróttinssögu eru sótt víða en ekki öll á sama stað. Sum eru þannig búin til af höfundi frá grunni, önnur eru sótt í fornenskan menningararf en sum í fornnorrænar eða forníslenskar heimildir. Nafn konungs Róhans, Þjóðans Þengilssonar, er til dæmis sótt í norræn og íslensk dróttkvæði þar sem bæði nöfnin (Þjóðann og Þengill) eru skáldleg heiti á konungum.

Nöfn dverganna sem eru förunautar Bilbó Bagga í Hobbitanum koma hins vegar öll nema eitt fyrir í Völuspá, í erindum 9-16 sem stundum eru kölluð „dvergatal“ Völuspár og þar kemur einnig fyrir nafnið Gandálfur. Vera má að þetta sé fóturinn fyrir spurningunni. Eini dvergurinn í Hobbitanum sem ekki kemur fyrir í Völuspá er Balinn. Nafnið Gimli kemur einnig fyrir í Völuspá en hins vegar ekki sem nafn á dverg.

Mynd: Íslenski Lord of the Rings vefurinn...