Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2030 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Egilsdóttir stundað?

Ásdís Egilsdóttir er prófessor emerita við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Ásdís hefur lagt áherslu á ýmis minna þekkt svið íslenskra miðaldabókmennta, svo sem heilagra manna sögur, helgikvæði, fornaldar- og riddarasögur. Meðal mikilvægustu rita Ásdísar má telja útgáfu hennar á biskupasögunum Hungu...

category-iconLögfræði

Hvaða einkunnakerfi gildir í lagadeild Háskóla Íslands? Er það notað annars staðar í skólanum?

Meginreglan um einkunnir við Háskóla Íslands er í 1. mgr. 61. gr. reglna nr. 458/2000 fyrir Háskóla Íslands og hljóðar svo:Einkunnir skulu gefnar í heilum, eða heilum og hálfum tölum frá 0 til 10. Aðaleinkunn er vegið meðaltal allra einkunna til lokaprófs. Aðaleinkunn reiknast með tveimur aukastöfum, og er 9,0 - 1...

category-iconLögfræði

Má breyta nafninu sínu algjörlega?

Einstaklingur sem æskir að breyta nafni sínu verður að fara eftir reglum VI. kafla laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Einstaklingur sem orðinn er átján ára og vill breyta nafni sínu algjörlega, það er eiginnafni, eftir atvikum millinafni og kenninafni, óskar eftir því við dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra er heim...

category-iconLögfræði

Hver er eiginlega lagalegur réttur fósturs gagnvart móður sem reykir eins og strompur á meðgöngunni?

Allir lifandi menn njóta rétthæfis, en það er lagalegt hugtak sem merkir 'hæfur til að vera aðili að réttindum og bera skyldur.' Almennt verða menn rétthæfir við fæðingu og hætta að vera rétthæfir við andlát. Í íslenskri löggjöf er ekki að finna margar réttarheimildir um fóstur. Það hlýst einkum af því að fóst...

category-iconLögfræði

Mér er sagt að sumar húðgatanir á Íslandi séu ólöglegar. Hverjar eru löglegar og hverjar ekki og af hverju?

Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum þess efnis að húðgötun sé bönnuð. Einungis er að finna ákvæði um að húðgötun sé starfsleyfisskyld starfsemi samanber 12. tl. 4. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr.7/1998. Spurningunni um það hvaða húðgatanir séu löglegar og hverjar ekki verður því ekki svarað...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers konar uppeldisaðferðir boðaði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau?

Átjándu aldar heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau er með merkustu mönnum í uppeldissögu Vesturlanda. Rousseau hélt því fram að maðurinn væri í eðli sínu góður frá hendi skaparans (því hann var ekki trúleysingi, þótt hann hafi lent upp á kant við kirkjuna), en úrkynjaðist þegar út í lífið kæmi vegna ríkjandi hug...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort er stærðfræði uppfinning eða uppgötvun?

Spurningin um hvort stærðfræði sé uppfinning eða uppgötvun hefur leitað á marga. Áður en henni er svarað mætti spyrja hvað sé stærðfræði. Í Aðalnámskrá grunnskóla í stærðfræði 1999 segir á bls. 10: Stærðfræðikennsla í skólum á að endurspegla hinar fjölbreyttu ásýndir stærðfræðinnar. Hún er vísindi, list, tjáningar...

category-iconLæknisfræði

Hvað er talmeinafræði og hvar er hægt að læra hana?

Talmeinafræði er sú fræðigrein sem fjallar fyrst og fremst um frávik í máli og tali barna og fullorðinna. Frávikin geta verið af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund barna en auk þess getur verið um að ræða stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskip...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju virðast æðarnar á okkur bláar þótt blóðið sé rautt?

Blóðið í æðum okkar er yfirleitt rautt að lit. Þetta vita flestir sem hafa fengið sár sem blæðir úr. Rauði liturinn stafar af svokölluðu hemóglóbíni (e. hemoglobin), eða blóðrauða. Hemóglóbín sér um að flytja súrefni um líkamann með því að binda súrefnið við járn. Við þessa bindingu verður blóðið ljósrautt, en í s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fugl flýgur lengst allra á ævi sinni?

Krían (Sterna paradisaea) er líklega sá fugl sem flýgur lengst á ævi sinni. Hún verpir á norðurslóðum en flýgur suður á bóginn á haustin í átt til Suðurskautslandsins þar sem hún heldur til við jaðar lagnaðaríssins, á suðurhafseyjum og jafnvel á Suðurskautslandinu sjálfu. Þegar vorar á norðurhveli flýgur hún aftur...

category-iconLögfræði

Hvers vegna er löggiltur skjalapappír notaður þegar skjölum er þinglýst?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Ágætu viðtakendur. Nú er það í lögum þegar verið er að þinglýsa samningum að það þurfi að hafa þá á löggiltum pappír. Vitið þið hver var upphaflega hugsunin á bak við það að allir samningar þurfi að fara á þennan löggilta pappír? Er búin að spyrja þó nokkra að þessu, löglærða...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað þarf maður að vera gamall til að verða lögregluþjónn á Íslandi?

Til að geta orðið lögreglumaður þarf viðkomandi að hafa náð 20 ára aldri. Nú er menntun lögreglumanna kominn á háskólastig sem þýðir að skilyrðin eru þau sömu og uppfylla þarf til að innritast í annað háskólanám, það er að hafa lokið stúdentsprófi eða annarri sambærilegri menntun en við það bætist ákvæði 1. mgr. 3...

category-iconVeðurfræði

Hver er munurinn á ísjaka og borgarísjaka?

Með borgarís eða borgarísjaka er einvörðungu átt við ís sem á uppruna sinn að rekja til jökuls á þurru landi. Þegar skriðjökull nær í sjó fram brotnar smám saman framan af jöklinum. Háreistur borgarís myndast þá og tekur að reka á haf út. Fyrr eða síðar brotnar borgarísinn og úr verða borgarbrot sem bráðna síðan í...

category-iconHagfræði

Hver er skilgreiningin á almannafé?

Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1924 er „almannafje“ þýtt á dönsku sem „offentlige Midler“ og hugtakið almannasjóður hefur tvær þýðingar:„offentlig Kasse“ og(ríkissjóður) „Statskasse, Landskasse“.[1] Dæmi úr Ritmálssafni Orðabókar Háskólans[2] hníga öll í þá átt að með almannafé sé átt við ráðstö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hve mikið rigningarvatn kæmi á ári að meðaltali af hallandi þaki sem er 100 fm?

Þegar sagt er til dæmis að úrkoma á tilteknum stað hafi mælst 10 mm á tilteknum tíma er átt við að hún hefði myndað 10 mm eða 1 cm þykkt vatnslag ef hún mundi staðnæmast til dæmis í polli eða keri með sléttum, láréttum botni. Rigning sem félli inn í lóðrétt rör sem hefði alls staðar sama þverskurðarflatarmál mundi...

Fleiri niðurstöður