Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1677 svör fundust
Hvaða hlutverki gegndi Períkles í sögu Aþenu?
Períkles er frægasti stjórnmálamaður Aþenuborgar. Hann var við völd frá 461 til 429 fyrir okkar tímatal. Sá tími er gjarnan nefndur Períklesaröldin. Hann var lýðræðissinni í aþenskum stjórnmálum en utanríkisstefna Aþenu varð hins vegar æ gerræðislegri á valdatíma hans. Þessi tilhneiging mun þó hafa byrjað fyrr. De...
Hvenær hófust fuglamerkingar á Íslandi og af hverju eru fuglar merktir?
Fuglamerkingar hófust hér á landi árið 1921 fyrir tilstilli danska fuglafræðingsins Peter Skovgaard. Þrátt fyrir að hafa verið upphafsmaður fuglamerkinga á Íslandi kom Skovgaard aldrei til Íslands heldur sendi hann merkin hingað og fékk góðan hóp heimamanna til þess að sjá um merkingarnar. Árið 1932 hóf Hið ísl...
Átti Skafti heima í Skaftafelli?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Nú er ég úr Vestur-Skaftafellssýslu og hef stundum velt fyrir mér öllum þessum heitum tengdum við "Skafta" (t.d. Skaftá) og að þetta gríðarlega landflæmi sem Vestur og Austur-Skaftafellssýsla tilheyrir. Var Skafti maður sem átti heima í Skaftafelli? Eða er átt við eitthvað landfræ...
Hvað er „að komast í hann krappan“?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: "Að komast í hann krappan" þýðir að koma sér í vandræði. En hvaðan kemur þetta orðatiltak? Hvaða krappi er þetta sem við komum okkur í? Maður hefur heyrt "að komast í/stíga krappan dans" en það útskýrir tiltækið ekkert betur. Lýsingarorðið krappur merkir ‘þröngur, knapp...
Hvar fæ ég upplýsingar um ættfræði á Netinu og utan þess?
Athugasemd ritstjórnar: Þetta svar var uppfært 16. september 2016 þar sem upplýsingar í upprunalega svarinu voru úreltar. Íslensk erfðagreining og Friðrik Skúlason reka Íslendingabók sem er viðamikill ættfræðigrunnur. Þar geta notendur rakið ættir sínar og skoðað skyldleika við aðra Íslendinga. Einnig mætti nef...
Hver er uppruni orðsins mannvitsbrekka og hvar kemur það fyrst fyrir?
Orðið mannvitsbrekka kemur fyrir í fornu máli. Í Landnámu hafa tvær konur viðurnefnið mannvitsbrekka. Þær voru Ástríður Móðólfsdóttir og Jórunn Ketilsdóttir flatnefs. Mannvit merkir 'speki, þekking' en hvað brekka merkir í þessu sambandi er óljóst. Giskað hefur verið á að um herðandi viðlið sé að ræða og að orðið ...
Hvar er hundakynið Golden Retriever upprunnið? Er það skylt Labrador Retriever?
Ræktunarafbrigðið Golden Retriever er upprunnið í Skotlandi um miðja 19. öld. Upphaflega var þetta afbrigði ræktað úr tveimur gamalkunnugum hundakynjum, Yellow Wavy-coated Retriever og Tweed Water Spaniel. Það var sir Dudley Marjoriebanks sem ætlaði sér að rækta hið fullkomna afbrigði veiðihunda og um 1835 byrjaði...
Hvar finnur maður helgan stein og hvernig sest maður í hann?
Maður byrjar á því að fá her manns til að stela öllu steini léttara. Þá eru aðeins eftir steinar og það sem er þaðan af þyngra en þó gæti legið fiskur undir steini á stöku stað. Helga eða heilaga steininn má síðan finna með því að berja höfðinu við steininn, það er að segja alla steinana þar til sá rétti finnst. R...
Hversu stór er stærsti kakkalakki í heiminum og hvar fannst hann?
Stærsta tegund kakkalakka í heiminum er tegundin Megaloblatta longipennis. Eitt kvendýr þessarar tegundar mældist rúmlega 9 sentímetrar á lengd og tæplega 4,2 sentímetrar á breidd. Ekki fylgir sögunni hvenær þetta risavaxna kvendýr fannst. M. longipennis lifa í regnskógum Kólumbíu í norðanverðri Suður-Ameríku. V...
Hvenær, hvar og hvers vegna byrjaði fólk að ganga í sokkum?
Maðurinn hefur notað sokka síðan á fornöld en fyrstu sokkarnir voru mjög ólíkir þeim sem við notum í dag. Þá voru sokkar aðallega gerðir úr skinni eða klæði sem var vafið um fótinn og fest upp undir hné með leðurböndum. Þessir sokkar, eða skósokkar, voru fóðraðir með grasi. Elsta heillegi mannslíkami sem fundis...
Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún?
Lengi vel var kirkjan Ægisif (Hagia Sophia) í Istanbúl (Konstanínópel, Miklagarði) stærsta kirkja heims. Keisari Rómaveldis, Konstantínus, lét byggja hana árið 325 og í 916 ár var hún notuð sem kirkja en sem moska í 481 ár eftir það. Kirkjan var gerð að safni árið 1934. Á sínum tíma var Ægisif ein stærsta bygging ...
Hvar á landinu er mest veitt af tófum, minkum og selum?
Veiðistjóraembættið hefur umsjón með opinberum aðgerðum til þess að draga úr tjóni af völdum refa og minka og þar er hægt að fá upplýsingar um fjölda veiddra dýra ár hvert. Upplýsingarnar eru skráðar eftir sveitarfélögum og sýslum. Varast ber að taka tölur um heildarveiði sem algildan sannleik um þéttleika á hver...
Eru hundar með nafla, og ef svo er hvar er hann?
Hundar hafa nafla rétt eins og menn og raunar öll spendýr. Ef vel er að gáð eru fuglar og önnur dýr sem klekjast úr eggjum líka með nafla. Í þeirra tilviki tengist naflastrengurinn ekki við legköku (e. placenta) líkt og hjá legkökuspendýrum eins og okkur, hundum og hestum svo dæmi séu tekin, heldur við svonefndan ...
Hvar er hægt að finna heimildir um uppruna og merkingu mannanafna?
Vísindavefnum berast reglulega spurningar um merkingu mannanafna, uppruna þeirra og stundum hvernig eigi að beygja nöfnin. Við höfum svarað einstaka spurningum um þetta efni, til dæmis eru til svör við spurningunum:Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?Getur nafnið Vatnar verið fyrir bæði kynin, og hvað þý...
Hvar er stærsta hótel í heimi og hversu stórt er það?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að ýmsu þarf að huga, til að mynda hæð hótelanna, stærð þeirra í fermetrum, herbergjafjölda og sum hótelin eru margar samliggjandi byggingar á meðan önnur eru einn stór skýjakljúfur. Þrjú hótel má þó nefna sem eru talin vera þau allra stærstu í heiminum í dag. MGM Grand ...