Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3687 svör fundust

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig geta glæponarnir bjargað sér úr steypunni?

Þegar lögreglan braust inn í falda vöruskemmu Als Capones í þriðja skiptið í sama mánuði varð hann sannfærður um að það væri uppljóstrari á hans snærum. Eftir að hafa gert ítarlega úttekt á sínu liði voru aðeins fjórir manna hans sem komu til greina, þeir Tony, Sunny, Donny og Jimmy. Ævareiður yfir þessum sviku...

category-iconVísindavefur

Hver er stærsti demantur í heimi, hve stór er hann og hvað myndi hann kosta ef hann væri falur?

Stærsti demantur sem fundist hefur kallast Cullinan og var 3106 karöt (rúmlega 600 g). Hann fannst árið 1905 í námu sem kallaðist Premier Mine í Transvaal, sem þá var bresk nýlenda en varð seinna hluti af Suður-Afríku. Demanturinn var gjöf stjórnvalda í Transvaal til Játvarðs VII Englandskonungs á 66 ára afmæli ha...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers konar uppeldisaðferðir boðaði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau?

Átjándu aldar heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau er með merkustu mönnum í uppeldissögu Vesturlanda. Rousseau hélt því fram að maðurinn væri í eðli sínu góður frá hendi skaparans (því hann var ekki trúleysingi, þótt hann hafi lent upp á kant við kirkjuna), en úrkynjaðist þegar út í lífið kæmi vegna ríkjandi hug...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær var þverflautan fundin upp?

Þverflauta er tréblásturshljóðfæri með blástursopið á hliðinni, sem haldið er láréttri þegar leikið er á hana. Fyrsta þverflautan sem fundist hafa heimildir um er kínversk chi-flauta, sem talið er að menn hafi leikið á snemma á 9. öld f.Kr., fyrir næstum því 3000 árum. Hindúaguðinn Krishna er gjarnan sýndur með þv...

category-iconHeimspeki

Eru ósannar fullyrðingar fleiri en sannar? Er til sönn fullyrðing fyrir hverja ósanna? Er hægt að ljúga meiru heldur en segja satt?

Til sérhverrar fullyrðingar, F, svarar önnur, nefnilega fullyrðingin "Það er ekki satt að F" (eða einfaldlega "ekki-F"), sem er sönn þá og því aðeins að F sé ósönn, það er að segja ef F er sönn, þá er ekki-F ósönn, og ef ekki-F er sönn, þá er F ósönn. Því hljóta sannar fullyrðingar að vera nákvæmlega jafnmargar og...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig getur guð verið pabbi Jesús ef María mey og Jósef fæddu hann?

Þegar lögð er áhersla á að Jesús sé sonur Guðs er átt við að hann hafi verið í sérstöku og nánu sambandi við Guð sem líkja má við samband barns og föður. Samkvæmt kristinni trú var samband Jesú við Guð mun nánara en annarra. Þess vegna var talað um hann sem einkason Guðs eða einfæddan son hans. María er kölluð mey...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Afródíta?

Afródíta var gyðja ástar og fegurðar hjá Grikkjum til forna en Rómverjar nefndu hana Venus. Hún var kona smíðaguðsins Hefestosar en stóð í ástarsambandi við stríðsguðinn Ares sem Rómverjar kölluðu Mars. Með honum átti hún barn sem var enginn annar en Eros eða Amor, ástarguðinn sjálfur. Sagnaritarinn Hesíódos se...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er sandur dökkur á sumum stöðum en ljós á öðrum stöðum?

Mismunandi litir sands má rekja til uppruna hans og efnainnihalds. Í svari Sigurður Steinþórssonar við spurningunni Hvers vegna er fjörusandurinn mismunandi eftir því hvar hann er? kemur fram að í stórum dráttum megi flokka fjörusand við strendur Íslands í fjóra flokka eftir uppruna, það er:Sandur sem hafaldan mol...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar fuglar eru vákar og hvernig líta þeir út?

Vákar (Buteo) eru ættkvísl ránfugla sem telur tæplega 30 tegundir og er innan haukaættar (Accipitridae). Vákar eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en tvær tegundir, fjallvákurinn, (Buteo lagopus) og músvákur eða (Buteo buteo) hafa flækst hingað til lands. Fjallvákur er meðalstór ránfugl, oftast á bilinu 5...

category-iconHugvísindi

Hvort segir maður: „Ég sakna þess að hafa þig hjá mér,“ eða „ég sakna þess að hafa þig ekki hjá mér“?

Hvora setninguna á að nota fer alfarið eftir hvaða merkingu á að gefa til kynna. Segjum sem svo að maður hafi farið til útlanda, þá gæti konan hans sagt: "Ég sakna þess að hafa þig hjá mér!" Í þessu samhengi væri hún að segja að hún saknaði þess að hafa manninn sinn ekki hjá sér, það er hann er í útlöndum og þess ...

category-iconHugvísindi

Var Billi barnungi til? Er til einhver ljósmynd af honum?

Billi barnungi er líklega þekktastur hér á landi sem persóna í Lukku-Lákabókunum Billi barnungi og Heiðursvörður Billa barnunga. Eins og margar aðrar persónur í bókunum á Billi sér raunverulega fyrirmynd sem er „byssubófinn“ Billy the Kid. Til er ein mynd sem örugglega er af Billa og önnur er líklega af honum. ...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?

Landnámabók er vanalega skilin svo að Náttfari sá sem varð eftir nyrðra, þegar Garðar Svavarsson hvarf af landi brott, hafi numið land á undan Ingólfi Arnarsyni. Ari fróði nefnir ekki Náttfara í Íslendingabók en segir að Ingólfur færi fyrst í könnunarferð til landsins og kæmi svo aftur nokkrum vetrum síðar, beinlí...

category-iconVísindi almennt

Er rétt að Darwin hafi dregið kenningu sína til baka vegna eigin trúarskoðana?

Upphafleg spurning var í heild sem hér segir: Er það rétt að Darwin hafi sett kenningu sína fram, en seinna afneitað henni á þeim grundvelli að hún sé guðlast og röng, vegna eigin trúarskoðana?Svarið er nei; þetta er ekki rétt. Þróunarkenningin eins og við þekkjum hana var upphaflega sett fram í fyrirlestri í L...

category-iconHugvísindi

Komu „læknisrannsóknir“ dr. Mengeles heiminum að einhverju gagni?

Dr.Josef Mengele, sem gekk undir nafninu Engill dauðans, var læknir í illræmdum útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi í seinni heimsstyrjöld. Nafn hans tengist fyrst og fremst óhugnanlegum illvirkjum sem hann framdi í nafni læknisfræðinnar. Ekki er hægt að kalla þær pyntingar sem hann lét fangana í Auschw...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig stendur íslenski arnarstofninn? Hefur hann náð sér á strik eftir friðun?

Haförninn (Haliaeetus albicilla) var friðaður á Íslandi árið 1913. Á árunum 1905 til 1908 hafði danski fuglafræðingurinn Richard Hörring ferðast um landið og sá á ferðum sínum um þekkt arnarsvæði afar fáa erni. Það var því ljóst að arnarstofninn hér á landi var hruninn og því nauðsynlegt að friða hann svo hann hyr...

Fleiri niðurstöður