Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1619 svör fundust
Hvað halda menn með pomp og prakt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Það er alltaf talað um að eitthvað sé haldið með pomp og prakt en hvað er þetta pomp og prakt? Orðasambandið með pomp(i) og prakt er fengið að láni úr dönsku, med pomp og prakt. Í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog ober det danske sprog, er pomp gefið í merkingunni...
Hvenær byggðust Skinnastaðir í Öxarfirði og hvenær var nafni hreppsins breytt úr Ærlækjarhrepp í Skinnastaðahrepp?
Skinnastaðir í Axarfirði eru nefndir fyrst í Íslendinga sögu í Sturlungu í tengslum við atburði 1232, þegar Guðmundur biskup Arason fór af Skinnastöðum og vestur yfir Jökulsá (útg. 1946, I, 336) en við 1255 er nefndur Halldór Helgason, bóndi af Skinnastöðum (I, 519) í sömu sögu. Ekki er kunnugt um eldri heimildir ...
Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík?
Í heild hljóðar spurningin svona: Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík? Báðar útgáfur af þessu orði koma fyrir í fræðiritum og bókum. Í Landnámu (Íslensk fornrit I:392 og víðar) og fornbréfum er nafnið ritað Krýsuvík. Uppruni þess er óviss. Alexander Jóhannesson taldi að forliður nafnsins gæti verið...
Hvað merkir nafnið Kvígindisfjörður?
Kvígindisfjörður er fjörður sem gengur norður úr Breiðafirði milli Skálmarfjarðar og Kollafjarðar og var samnefndur bær í botni hans. Kvígandafjörður er hann nefndur í Landnámabók (Íslenzk fornrit I, 168-170). Orðið kvígindi (hk) merkir ‚ungir nautgripir‘, skylt orðunum kvíga og kvígur (kk)‚ bolakálfur‘ (Ásgei...
Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum sykursýki? Hver eru einkenni hennar?
Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum sykursýki? Áður fyrr greindu læknar oft sykursýki með því að bragða á þvagi sjúklinga. Sætt bragð var sterk vísbending um sykur í þvagi og lýsir það í raun vel því sem er að gerast í líkamanum; blóðsykur hækkar. Raunverulegur vettvangur sykursýki er ekki innan fr...
Eru til einhver lög um sjálfsvörn? Sá sem beitir sjálfsvörn fer yfirleitt verr útúr kærunni heldur en árásarmaðurinn, hvernig verkar þetta?
Til eru lög um neyðarvörn sem oft er kölluð sjálfsvörn í daglegu tali. Í 1. málsgrein 12. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir svo: Það verk er refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir ...
Hvað er Enigma og hvaða þátt átti hún í seinni heimsstyrjöldinni?
Orðið enigma þýðir ráðgáta. Nafnið Enigma er hins vegar tengt mjög fullkominni dulmálsvél sem Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni. Hún var svipuð ritvél að stærð og hægt var að flytja hana auðveldlega á milli staða. Með henni mátti auðveldlega breyta venjulegu ritmáli yfir á mjög flókið dulmál. Sömuleiðis...
Kolbeinshaus var klettur sem nú er kominn undir Skúlagötuna. Hver er uppruni þessa örnefnis?
Ekki er vitað við hvaða Kolbein Kolbeinshaus er kenndur. Þórhallur Vilmundarson taldi að Kolbeinn gæti verið gamalt skers- eða klettsheiti, en sker með sama nafni er einnig til út af Bollagörðum á Seltjarnarnesi. Hann taldi sömuleiðis að orðið gæti verið skylt norsku kollbein í merkingunni ‘trénagli’ og kæmi sú me...
Hvers vegna er eitt en ekki tvö -s í Ægisíða og Landspítali?
Í íslensku er hægt að mynda samsetningar á þrjá vegu:Fast samsett orð Laust samsett orð Bandstafssamsetning Með fast samsettu orði er átt við að notaður sé stofn fyrri liðar án beygingarendingar. Sem dæmi mætti nefna: snjó-bretti, hest-vagn, sól-bruni, borð-fótur. Í laust samsettu orði stendur fyrri liður ...
Hvaðan er forskeytið húna í Húnaflóa komið?
Í heild hljóðar spurningin svona:Er til skýring á því hvaðan forskeytið húna er komið svo úr varð Húnaþing, Húnaver og Húnaflói? Orðið húnn ‚bjarndýrsungi‘ er talið vera í forlið þessara nafna. Í Landnámabók segir frá því að Ingimundur gamli „fann beru (það er birnu) ok húna tvá hvíta á Húnavatni“. „því kallaði...
Hvað merkir bæjarnafnið Vorsabær?
Vorsabær (Ossabær) er nafn á fjórum bæjum á Suðurlandi: Bær í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu. (Landnáma). Bær í Skeiðahreppi í Árnessýslu. Bær í Ölfusi í Árnessýslu. Bær í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu. Nafnið er ýmist Vörsabær eða Ossabær í handritum Njálu, Vorsabær í Jarðabók Árna og Páls en Ossab...
Hvar er listmálarinn Jóhannes Kjarval grafinn?
Vefsíðan Gardur.is inniheldur upplýsingar um látna einstaklinga og legstað þeirra í íslenskum kirkjugörðum. Samkvæmt síðunni er Jóhannes Kjarval (1885-1972) grafinn í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu, nánar tiltekið í reitnum E-8-51. Á kortinu hér fyrir neðan sést staðsetning reitsins E-8, ofarlega til vinstri. ...
Var „íslenska byltingin“ að öllu leyti markleysa?
Spyrjandi á greinilega við „byltinguna“ 1809 þegar breskur sápukaupmaður, Samuel Phelps að nafni, rændi hér völdum meðan Napóleonsstyrjaldirnar geisuðu um Evrópu. Vissulega átti þessi atburður margt sameiginlegt með lýðræðisbyltingum 18. og 19. aldar. Á spyrjandi við hvort hún hafi verið fáránleg uppákoma og ekki ...
Hvað er Zapatista?
Emilano Zapata (1883–1919) var indjánahöfðingi og annar ef tveimur helstu uppreisnarleiðtogunum í Mexíkó á öðrum áratug 20. aldar (1914–1919). Hann var leiðtogi skæruliðasveita fátækra bænda og indjána í sunnanverðu landinu. Meginkrafa hans var að indjánar fengju aftur það land sem af þeim hafði verið tekið, það y...
Hver var Léon Foucault?
Franski eðlisfræðingurinn Jean Bernard Léon Foucault, sem yfirleitt gekk undir nafninu Léon Foucault, fæddist í París 18. september 1819. Hann hlaut ekki þjálfun í vísindastörfum en var óvenju næmur að skilja náttúruna og jafnframt gæddur rómaðri handlagni. Þessar gáfur gerðu honum kleift að gera krefjandi og nákv...