Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 533 svör fundust
Hver var Edwin Hubble og hvernig breytti hann heimsmynd okkar?
Fáir vísindamenn tuttugustu aldar hafa haft jafnmikil áhrif á heimsmynd okkar og bandaríski stjarnvísindamaðurinn Edwin Powell Hubble (1889-1953). Hann sýndi fram á að alheimurinn er miklu stærri en menn höfðu áður talið. Og ekki nóg með það, heldur sýndi hann líka að heimurinn er stöðugt að þenjast út með ákveðnu...
Er Öræfajökull deyjandi eldstöð eða eykst eldvirkni þar?
Um 30-40 kílómetrum austan Austurgosbeltis eru megineldstöðvarnar Öræfajökull, Esjufjöll og Snæfell. Þessar eldstöðvar hafa verið tengdar saman og taldar mynda samhangandi belti.[1] Gosbelti þetta er ennþá illa þekkt vegna þess að það liggur að stórum hluta undir jökli. Erfitt er að ákveða aldur bergmyndananna, s...
Hver fann upp úrið?
Frá örófi alda hafa menn notað ýmis tæki til að mæla tímann, til dæmis sólsprota, vatnsklukkur og stundaglös. Á nýöld komu svonefndar pendúlklukkur til sögunnar, en í þeim telur klukkan sveiflur pendúls. Þessar klukkur voru ekki mjög meðfærilegar og hin eiginlegu úr urðu fyrst til þegar fjöður og sveifluhjól komu ...
Af hverju kallast fræðigreinin sálfræði þessu nafni?
Sálfræði á sér langa sögu á Vesturlöndum en orðið sálfræði er þó ekki svo ýkja gamalt. Aristóteles skrifaði ritið Um sálina um 350 f.Kr. Sálfræðilegar athuganir er líka að finna í Biblíunni, bæði í Gamla og Nýja testamentinu (Macnamara, 1999) og í ritum Ágústínusar (til dæmis í Játningum hans frá um 400 e.Kr.). Þá...
Hvaða rannsóknir hefur fræðimaðurinn Finnur Dellsén stundað?
Finnur Dellsén er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og gisti-dósent (førsteamanuensis II) við Inland Norway University of Applied Sciences í Noregi. Rannsóknir Finns hafa að miklu leyti snúist um hvernig við öðlumst skilning og þekkingu á heiminum, sérstaklega í vísindum og með hjálp þeirra. Þessar rannsóknir...
Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?
Mógrafir, það er grafir sem myndast við mógröft, eru meðal algengustu fornleifa á Íslandi og sjást oft í mýrlendi. Úr þeim fékkst mór sem var mikilvægt eldsneyti hér á landi allt fram á 20. öld. Grafirnar láta oft lítið yfir sér en eru stórmerkilegar heimildir um eldsneytisnotkun Íslendinga áður fyrr. Flestar mógr...
Hvar voru skip víkinga sem sigldu til Vesturheims smíðuð?
Öll spurningin hljóðaði svona: Við landnám uxu að öllum líkindum ekki viðartegundir hér sem hægt var að nota til að smíða víkingaskip. Endingartími þeirra var frekar stuttur. Kannski 10-20 ár. Eru einhverjar vísbendingar um að víkingaskip hafi verið smíðað í víkingaferðum til Vesturheims? Engar leifar skipa sem...
Áttu Íslendingar á 18. og 19. öld einhverja muni sem tengdust jólum eða jólahaldi?
Þegar grannt er skoðað er efnismenning jólanna nú til dags ekki ýkja merkileg í þeim skilningi að eiginlega bara jólaskrautið er geymt á milli ára og kannski jólatrén í vaxandi mæli eftir því sem æ fleiri þeirra eru úr plasti. Það sem aftur á móti einkennir jólahald nútímans eru gegndarlaus innkaup á fatnaði, bóku...
Hver er saga dánarvottorða á Íslandi?
Á Norðurlöndunum var rík hefð fyrir því að prestar skráðu upplýsingar um dánarmein í prestsþjónustbækur sínar, og tölfræðilegar upplýsingar um dánarmein grundvölluðust framan af á skýrslum frá prestum. Lengi vel var söfnun upplýsinga um dánarmein mun ítarlegri í sænska ríkinu (það er í Svíþjóð og Finnlandi) en í D...
Hver var Sir Isaac Newton?
Sir Isaac Newton (1642-1727) var breskur vísindamaður sem er talinn frumkvöðull í eðlisfræði nýaldar og hann er án vafa einn mesti hugsuður mannkynssögunnar. Ísak fæddist í Woolsthorpe á Mið-Englandi á jóladag árið 1642, en faðir hans var þá látinn. Móðir hans giftist aftur nokkrum árum síðar, manni að nafni Barna...
Hvað er firring (sem Karl Marx kallaði svo) og finnst hún í samfélaginu í dag?
Nú orðið er firring eitt kunnasta hugtak Marx, en raunar var svo ekki fyrrum. Ritin þar sem Marx fjallar beinlínis um það í skipulegu máli birtust æði seint, og stjórnmálahreyfingar sem störfuðu í hans nafni á 20. öld sýndu því lengst af lítinn áhuga. Síðar breyttist þetta, uns firring varð um tíma eins konar tísk...
Hver fann upp fótboltann?
Með engu móti er hægt að segja að einhver einn hafi fundið upp fótboltann en hægt er að finna dæmi um menn sem fundu upp einstök atriði tengd honum, til dæmis ákveðnar reglur, einhvern sérstakan búnað eða ýmiss konar heiti og nöfn. Þannig er vitað hver fann upp á því að setja net í mörkin (sá fékk einkaleyfi á hug...
Hver er mismunur á launum kynjanna?
Kannanir á kynbundnum launamun hérlendis á undanförnum árum sýna mismunandi niðurstöður þótt í þeim öllum komi fram að konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar. Í könnunum af þessu tagi er annars vegar talað um óleiðréttan launamun (e. unadjusted wage gap) og hins vegar leiðréttan launamun (e. adjusted wage gap)...
Hvernig var ævi Jóns lærða Guðmundssonar?
Um Jón lærða er fjallað í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund:Hver var Jón lærði Guðmundsson?Hver eru merkustu rit Jóns lærða?Fremst í fyrrnefnda svarinu er sagt frá notkun heimilda og á sú athugasemd einnig við um þetta svar. Mikilvægasta heimild um Jón lærða er ævikvæði hans, Fjölmóður, sem hann setti sa...
Hvað er flatarmál?
Þetta er góð spurning og við henni má finna mörg misflókin svör. Það er sameiginlegt með mörgum hugtökum stærðfræðinnar að eiga rætur að rekja til óformlegra, hagnýtra hugmynda en miklu síðar vera gefin formlegri, stærðfræðileg merking. Til dæmis má auðveldlega útskýra hugmyndina um jákvæðar heiltölur fyrir lei...