Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2337 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Sigríður Ólafsdóttir rannsakað?

Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir Önnu Sigríðar eru á sviði næringar, heilsu og lífshátta. Heilsuhegðun og þyngdarstjórnun eru meðal viðfangsefna þar sem horft er til heilsueflingar, forvarna og meðferðar. Rannsóknir Önnu Sigríðar hafa eink...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju eru pylsur seldar 10 saman í pakka en pylsubrauð bara 8?

Þetta er um margt áhugaverð spurning en áður en hafist er handa við að svara henni er rétt að benda á að fullyrðingin sem spurningin byggir á er röng, að minnsta kosti ef miðað er við Ísland. Þetta er einfalt að sjá með því að fara í næstu nýlenduvöruverslun og skoða þar framboð á pylsum og pylsubrauðum. Svarandi ...

category-iconLögfræði

Hvað kemur í veg fyrir að ríkið setji bara lögbann á öll verkföll sem skella á?

Það eru skiptar skoðanir um lagasetningu á verkföll. Verkfallsrétturinn var lögfestur á almennum vinnumarkaði með lögum nr. 80/1938. Aðrar reglur giltu um verkföll opinberra starfsmanna en verkföll þeirra voru lengstum bönnuð á 20. öldinni. Opinberum starfsmönnum var veitt heimild til verkfalla að hluta árið 1976 ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Fara lítil sjónvörp eða skjáir illa með sjónina?

Svarið við þessari spurningu er einfalt. Ekki hefur verið sýnt fram á að sjónvörp eða skjáir skaði beinlínis sjónina á einn eða annan hátt. Þó er vitað að vinna við tölvur og ástundun tölvuleikja þar sem horft er á skjá minnkar „blikktíðni“ um það bil um helming, það er úr um það bil 12 blikkum á mínútu niður í 6...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju var ég léttari í morgun en í gærkvöldi?

Spyrjandi segir okkur því miður ekki nánar frá því, hvernig hann hefur komist að þessari niðurstöðu. Við skulum því hugsa okkur að hann hafi stigið á þokkalega nákvæma vog bæði um kvöldið og síðan morguninn eftir, og hann hafi að sjálfsögðu gætt þess að vera annaðhvort fatalaus í bæði skiptin eða þá í nákvæmlega s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er eitlasótt? Hvernig fær maður hana?

Eitlasótt, sem einnig hefur verið nefnd á íslensku einkirningasótt, heitir á latínu mononucleosis infectiosa. Sjúkdómnum veldur svokölluð Epstein-Barr-veira. Á Vesturlöndum kemur sjúkdómurinn helst fyrir hjá ungmennum og eru megineinkenni hiti, hálsbólga og eitlastækkanir, en stækkaðir eitlar finnast sem hnútar, g...

category-iconNæringarfræði

Er magn DHA-fitusýra í lúðulýsi meira eða minna en í þorskalýsi?

Magn af DHA (docosahexaenoic acid) í lúðulýsi er aðeins minna en í þorskalýsi. Munurinn á lúðulýsi og þorskalýsi er hins vegar aðallega sá að hvert gramm af lúðulýsi inniheldur mun meira af A- og D-vítamínum heldur en gramm af þorskalýsi. Það þarf því að borða minna af lúðulýsi heldur en þorskalýsi til að fullnægj...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að búa til algjört þyngdarleysi á jörðinni með rafmagni og ofurleiðurum?

Svarið er nei; það er ekki hægt. Þyngdarkraftur á hlut ákvarðast af massa hans og þyngdarsviðinu á staðnum. Algjört þyngdarleysi mundi þýða að allir hlutir á tilteknu svæði yrðu þyngdarlausir eða mundu haga sér eins og þyngdarsviðið væri núll. Þessu er hægt að koma á til dæmis í flugvélum tímabundið eins og les...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er hegðun Helix aspersa í upprunalegum heimkynnum?

Helix aspersa, sem kallaður er á ensku European brown snail eða common snail, var fyrst lýst til tegundar árið 1774 á Ítalíu. Snigillinn er aðallega á ferli á næturna og étur þá ýmsar plöntur og plöntuleifar. Þegar birta tekur kemur snigillinn sér fyrir undir rotnandi laufblöðum eða í gróðri þar sem nægilegur ...

category-iconLögfræði

Stenst áskrift RÚV samkeppnislög þar sem það hefur heimild til þess að selja auglýsingar og kostun á þætti?

Samkvæmt nýlegum úrskurði Samkeppnisstofnunar stenst lögbundin áskrift að Ríkisútvarpinu samkeppnislög. Fyrir Samkeppnisstofnun lá erindi frá Norðurljósum samskiptafélagi hf. en þar var þess meðal annars krafist að „samkeppnisyfirvöld grípi sbr. 17. grein samkeppnislaga til annarra þeirra aðgerða, sem þau telja na...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta krókódílar orðið stórir og hvernig æxlast þeir?

Stærsta núlifandi tegund krókódíla í heiminum er saltvatnskrókódíllinn, Crocodylus porosus, sem lifir meðfram suðausturströnd Asíu. Stærstu einstaklingar þessarar tegundar geta náð um 7 metra lengd og vegið vel yfir 1000 kg. Litlu minni er Nílarkrókódíllinn, Crocodylus niloticus, og ameríski krókódíllinn, Cr...

category-iconHeimspeki

Hvað er að skilja skoðun?

Að skilja skoðun getur ýmist verið fólgið í því að vita inntak skoðunarinnar; að vita undir hvaða kringumstæðum skoðunin er sönn eða ósönn. Ef það er skoðun mín að kaffi sé almennt gott fyrir svefninn, þá er sú skoðun sönn einungis ef kaffi er almennt gott fyrir svefninn. Og til að skilja þessa skoðun þarf maður þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur enn að stækka að flatarmáli?

Bæði Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur eru enn að stækka að flatarmáli. Girðingin sem friðar Hallormsstaðaskóg er enn svolítið fyrir ofan efstu mörk skógarins og er birki enn að sá sér í átt að henni. Girðingin er í um 300 metra hæð yfir sjávarmáli og er greinilegt að það er ekki ofan þeirra skógarmarka sem veðu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar keisaramörgæsir?

Keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri) er ein af 17 tegundum mörgæsa (ætt Spheniscidae) sem finnast á suðurhveli jarðar og er stærst þeirra. Fullorðnir fuglar geta verið allt að 120 cm á hæð og vega 21-40 kg. Keisaramörgæsir, foreldri með unga.Keisaramörgæsin er önnur tveggja tegunda mörgæsa sem lifa einungis á ...

category-iconLögfræði

Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi, hvað felst í því? Getur maður sem dettur í það á bar ekki labbað heim án þess að brjóta lögin?Um þetta er fjallað í 21. gr. áfengislaga nr. 75/1998: Hver sá sem sökum ölvunar veldur óspektum, hættu eða hneyksli á almannafæri, opinberu...

Fleiri niðurstöður