Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 118 svör fundust
Hvernig er hægt að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem án blöndunar?
Röndótt tannkrem hefur löngum þótt dularfullt fyrirbæri. Aðferðin við að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem, til dæmis, er þó sáraeinföld. Litunum er ekki blandað saman í túpunni, heldur við stútinn þar sem tannkremið kemur út. Tannkremstúpunni er skipt í tvö hólf. Annað hólfið er stærra og í því er hvítt ta...
Í hvaða fæðutegundum eru flókin kolvetni og í hvaða fæðutegundum eru einföld kolvetni?
Kolvetni finnast nær eingöngu í fæðutegundum sem eru úr jurtaríkinu. Eina kolvetnið úr dýraríkinu sem við borðum er svolítið af glýkógeni sem hefur stundum verið kallað dýramjölvi eða dýrasterkja á íslensku. Hér er um að ræða flókið kolvetni sem finnst í svolitlu magni í vöðvum og lifur og er orkuforði dýra. Við m...
Hvað er gersveppur?
Gersveppir eru einfrumungar sem sjást ekki með berum augum og eru oftast hring- eða egglaga. Eiginlegir gersveppir tilheyra svonefndum gerabálki (Saccharomycetales). Helsta einkenni ættbálksins er að sveppirnir æxlast kynlaust með einfaldri skiptingu eða knappskoti, eins og sést hér á myndinni til hliðar. Á ákv...
Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu?
Tannáta er það sama og tannskemmd. Tennur skemmast vegna þess að bakteríur í munni gerja sykurinn í matvælum sem við neytum og mynda sýru sem brýtur tönnina niður. Sykurlausir drykkir eru því betri fyrir tennurnar með tilliti til tannskemmda. Hins vegar er annar tannsjúkdómur sem er að ryðja sér til rúms og ne...
Hvað er sykurstuðull?
Sykurstuðull kallast á ensku 'glycemic index' (GI). Hann var skilgreindur af dr. David D. Jenkins og félögum við Háskólann í Toronto árið 1981 en þeir unnu þá við rannsóknir á hvaða mataræði væri best fyrir sjúklinga með sykursýki. Sykurstuðull er töluleg stærð sem lýsir því hvaða áhrif mismunandi gerðir kolvetna ...
Hvort er hættulegra vatn eða gos?
Undir venjulegum kringumstæðum og við hóflega neyslu er hvorki vatn né gos beinlínis hættulegt. Hins vegar er það óumdeilt að það er miklu hollara fyrir okkur að drekka hreint vatn en gos. Vatn er okkur lífsnauðsynlegt, án þess getur maðurinn ekki lifað nema í örfáa daga. Vatnsþörfin er vissulega breytileg á mi...
Er hvítt súkkulaði búið til úr hvítum kakóbaunum?
Nei, hvítt súkkulaði er ekki úr hvítum kakóbaunum heldur vantar í það efnin sem gera súkkulaði venjulega brúnt. Venjulegt dökkt eða brúnt súkkulaði er samsett úr þremur meginþáttum, kakómassa eða kakóþurrefnum, kakósmjöri og sykri auk bragðefna. Í hvítu súkkulaði eru hins vegar ekki kakóþurrefni, heldur aðeins ...
Er döðlukaka hollari en kaka með hvítum sykri? Tekur líkaminn sykurinn upp á mismunandi hátt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver er munurinn á köku með hvítum sykri og köku með döðlum, ef sykurinnihaldið er það sama? Er döðlukakan hollari? Hvernig lýsir það sér? Tekur líkaminn upp sykurinn á mismunandi hátt? Ég býst við að hér sé verið að bera saman annars vegar hefðbundna köku sem innih...
Hvers konar mat eiga hlauparar og aðrir sem stunda íþróttir helst að borða?
Rétt mataræði getur skipt sköpum fyrir hlaupara og aðra íþróttamenn, ekki síst þegar nær dregur keppni. Kolvetni eru oftast lykilorkugjafi fyrir íþróttamenn og á þetta sérstaklega við um þá sem stunda þolíþróttir. Sérfræðingar mæla yfirleitt með ríkulegri kolvetnaneyslu samfara þjálfun. Mikil kolvetnaneysla st...
Hver er munurinn á örveru og lífrænu efnasambandi?
Öll efnasambönd sem innihalda kolefni (C), auk annarra frumefna, teljast til lífrænna efnasambanda (að undanskyldum kolefnisoxíðum og ólífrænum karbónötum og bíkarbónötum). Auk kolefnis eru algengustu frumefnin í lífrænum sameindum vetni (H), súrefni (O), köfnunarefni (N), fosfór (P) og brennisteinn (S). Lífr...
Hvað er felling, botnfall og lausn?
Orðið felling hefur mismunandi og óskyldar merkingar, en vegna samhengisins við hin orðin í spurningunni á spyrjandi líklega við hið efnafræðilega fyrirbrigði sem einnig er kallað botnfelling og útfelling (e. precipitate eða precipitation) úr lausn. Lausn samanstendur af tveimur þáttum, leysinum (e. solvent) og...
Hvers vegna geymist kex lengur en brauð?
Munurinn á kexi og brauði liggur fyrst og fremst í vatnsinnihaldinu. Samkvæmt Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) þá er heildarvatnsinnihald í kexi um það bil 2-5% meðan brauð inniheldur 35-50% raka. Heildarvatnsinnihald segir þó ekki alla söguna. Vatnið í matnum okkar er tvenns konar. Annar...
Hvers vegna eykst sykursýki hjá börnum og unglingum svona mikið?
Á síðustu þremur áratugum að minnsta kosti hefur nýgengi og algengi sykursýki hjá börnum og unglingum aukist jafnt og þétt, einkum í vestrænum löndum. Tölur frá Finnlandi og Svíþjóð eru með því hæsta í heiminum. Aukningin hefur þar verið 3-3,5 % á ári. Nýgengi er skráð sem fjöldi tilfella á ári hjá börnum innan 15...
Af hverju fær maður exem?
Áður hefur verið fjallað um exem og einkenni þess í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er exem og hver eru einkenni þess? en þar segir meðal annars að exem sé langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og er einnig algengas...
Hvað veldur sykurfalli og hverjar eru afleiðingar þess á líðan einstaklings?
Blóðsykurfall (e. hypoglycemia), einnig kallað insúlínviðbragð (e. insulin reaction) eða insúlínlost (e. insulin shock), er ástand sem einkennist af lágum blóðsykri (glúkósa í blóði). Oft er miðað við blóðsykurgildi undir 4 mmól/l, en þetta getur verið einstaklingsbundið og mikilvægt að þeir sem eru með sykursýki ...