Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 121 svör fundust

category-iconHagfræði

Hver er munurinn á því að taka 25 ára lán og 40 ára lán?

Munurinn liggur að hluta til í augum uppi, það er lengri tíma tekur að greiða lánið niður. Á móti kemur svo að greiðslur í hverjum mánuði eru lægri. Sem dæmi má nefna að ef vextir á láni eru 2,5% þá þarf að borga 35.750 krónur á mánuði af 10 milljóna króna láni til 40 ára en 44.862 krónur af 25 ára láni. Hér er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta hvalir talist meindýr?

Hvort hvalir geti talist meindýr eða ekki fer eftir því hvaða skilning við leggjum í hugtakið meindýr. Gömul skilgreining á meindýrum er eftirfarandi: dýr sem valda mönnum skaða á heimili, við vinnu eða á eigin skinni. Aðra og aðeins nánari skilgreiningu er að finna í reglugerð 350/2014 um meðferð varnarefna og...

category-iconLögfræði

Á sá fund sem finnur?

"Sá á fund sem finnur!" Þessi staðhæfing heyrist oft og notuð bæði í háði og alvöru. Margir nota þennan frasa sem réttlætingu þess að eigna sér hluti, til dæmis peninga, sem þeir finna á förnum vegi. Menn vilja friða samviskuna með einhverjum hætti. Þessi fullyrðing stenst þó ekki í mörgum tilfellum. Lítum til dæm...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig skal senda verðmætan hlut?

Segjum sem svo að þú viljir senda mjög verðmætan hlut í pósti til vinar þíns. Þú átt öskju sem rúmar hlutinn en á öskjunni er einnig haldfang. Haldfangið virkar þannig að ef lás er settur utan um það er ekki unnt að opna öskjuna. Þar sem um verðmætan hlut er að ræða er mikilvægt að hafa öskjuna læsta. Aftur á ...

category-iconHagfræði

Hvað greiðir ríkissjóður mikið á ári til landbúnaðar á Íslandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað greiðir ríkissjóður árlega mikið í formi beinna og óbeinna styrkja til landbúnaðar á Íslandi? Í aðdraganda og kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar óttuðust stjórnvöld víða um heim að standa frammi fyrir matarskorti. Tollar á landbúnaðarafurðir voru hækkaðir í þeirri v...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig geta fyrirtæki sem rekin hafa verið með tapi í mörg ár verið miklu meira virði en fyrirtæki sem skila góðri afkomu?

Verðmæti fyrirtækja ræðst af núvirði þess fjárstreymis sem rekstur þess skilar yfir líftíma fyrirtækisins. Þar sem framtíðarfjárstreymið er að sjálfsögðu ekki þekkt verða fjárfestar að áætla það út frá ýmsum þáttum, svo sem vexti þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið starfar í, markaðshlutdeild fyrirtækisins, fram...

category-iconLögfræði

Hvernig er staðið að gjafagerningi á fasteign?

Gjafagerningar eru ein gerð samninga. Samningar geta haft nánast hvaða form sem er, allt frá einhliða munnlegum loforðum eins og til dæmis 'ég skal gefa þér þennan bíl hérna', til flókinna skriflegra samninga sem yfirleitt krefjast samþykkis beggja eða allra aðila. Um gjafagerninga á fasteignum gilda ákveðin l...

category-iconHugvísindi

Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?

Árið 1875 var komið á laggirnar samnorrænu myntbandalagi. Norrænu ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, ákváðu að hafa sameiginlega mynt, krónuna, sem að sjálfsögðu var jafnverðmikil í öllum þessum þrem löndum myntbandalagsins. Það hélst óbreytt fram að heimstyrjöldinni fyrri, 1914-1918. Fyrir myntbreytingun...

category-iconVísindavefur

Hver er stærsti demantur í heimi, hve stór er hann og hvað myndi hann kosta ef hann væri falur?

Stærsti demantur sem fundist hefur kallast Cullinan og var 3106 karöt (rúmlega 600 g). Hann fannst árið 1905 í námu sem kallaðist Premier Mine í Transvaal, sem þá var bresk nýlenda en varð seinna hluti af Suður-Afríku. Demanturinn var gjöf stjórnvalda í Transvaal til Játvarðs VII Englandskonungs á 66 ára afmæli ha...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er átt við með einingunni hundrað í mati á jörðum og hvað merkir 20c að dýrleika?

Hundrað er verðeining í svonefndum landaurareikningi. Eitt jarðarhundrað jafngilti 120 aurum silfurs og síðar 120 álnum vaðmáls. Lengdarmálseiningin alin er fjarlægðin frá olnboga fram fyrir fingurgóm, oftast góm löngutangar en stundum þumalfingurs. Samkvæmt lögum frá 1776-1907 samsvaraði ein alin 62,7 cm. 120 áln...

category-iconHagfræði

Hvað er átt við með hugtakinu aflandskrónur og hvernig ber að skilja hugmyndina um uppboð á þeim?

Að undanförnu hefur orðið aflandskróna verið notað í almennri umræðu hér á landi. Orðhlutinn afland (e. offshore) vísar til þess að um sé að ræða starfsemi sem eigi sér ekki stað hér innanlands heldur erlendis (svo þarf þó ekki að vera). Þessu tengt er orðið aflandsgengi sem vísar til gengis á gjaldmiðli sem er t...

category-iconHagfræði

Hvað eru gullkrónur sem tilgreindar eru í lögum um hvalveiðar og hvert er verðgildi þeirra?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru gullkrónur og hvert er verðgildi þeirra sé miðað við íslenska krónu? Til frekari upplýsinga segir í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar að heimilt sé að sekta um 2.000 - 40.000 gullkrónur fyrir brot gegn lögunum en vísað í lög nr. 4/1924 um að miða við...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða hlutabréf er best að kaupa?

Spyrjandi spyr í raun tveggja nær óskyldra spurninga, eins og sést hér neðst í svarinu. Annars vegar er spurt hvaða fyrirtæki best sé að kaupa á hlutabréfamarkaðinum. Hins vegar er spurt hvaða fyrirtæki sé best að kaupa í leik þar sem sigurvegarinn er sá sem nær hæstri ávöxtun á ákveðnu tímabili á þau bréf sem han...

category-iconFélagsvísindi

Er það rétt að Noregur sé eina landið sem er skuldlaust og hvar stendur Ísland í þessum málum?

Strangt til tekið er Noregur ekki skuldlaus við útlönd. Það er hins vegar rétt að Norðmenn skulda lítið í útlöndum og eiga nokkuð digra sjóði erlendis. Hér munar mest um sjóð sem þeir hafa lagt til hliðar af tekjum af olíuútflutningi en verðmæti hans er nú yfir 4.400 milljarðar íslenskra króna sem gerir tæpa millj...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða áhrif hefur verðbólga í framtíðinni á þann sem kaupir fasteign á lánum?

Verðbólga hefur ýmiss konar áhrif á þá sem taka lán til húsnæðiskaupa. Langtímalán vegna húsnæðiskaupa eru undantekningalítið verðtryggð á Íslandi. Því hefur verðbólga bein áhrif á þann fjölda króna sem greiða þarf í afborganir og vexti af húsnæðislánum í mánuði hverjum. Húsnæðislán eru verðtryggð miðað við vísitö...

Fleiri niðurstöður