Elsta dæmið um jarðamat á Íslandi er í tíundarlögunum frá 1096/97. Árið 1848 var gefin út konungstilskipun um nýtt jarðamat á Íslandi, það var gefið út 1861 og bar heitið Ný jarðabók fyrir Ísland. Forna verðeiningin hundrað hélt sér í hinu nýja mati en að baki henni var nú slegin mynt og seðlar en ekki vaðmál eða kýrverð. Um bókstafinn c sem spyrjandi spyr sérstaklega um er það að segja að þar er einfaldlega átt við hundrað, skrifað með rómverskum talnarithætti. Dýrleiki er annað orð fyrir verðmæti eða virði. Heimild og frekara lesefni:
- Almennar niðurstöður óbyggðanefndar með viðaukum. Sérprentun 8. janúar 2010.
- Mats: Íslandsmyndasafn. Sótt 2.11.2011.
Er að kanna búsetu ættingja á ýmsum jörðum gegnum aldirnar. Hvað er mælieiningin hdr (hndr) „hundrað“ stór mælieining á jörðum. Til dæmis 20 hdr. að fornu eða nýju mati. Þá hafa prófastar notað stafinn „c“, til dæmis 20c að dýrleika. Með fyrirfram þakklæti.