Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Um hvað fjallar samræðan Gorgías eftir Platon?
Samræðan Gorgías eftir Platon fjallar að minnsta kosti á yfirborðinu um mælskulist enda hlaut hún undirtitilinn Um mælskulistina þegar í fornöld. Samræðan á að eiga sér stað einhvern tímann á 3. áratug 5. aldar f. Kr. Mælskulistarkennarinn Gorgías frá Leontíní (um 485-380 f. Kr.) er kominn til Aþenu og þegar samræ...
Hvenær var Internetið fundið upp og af hverjum?
Internetið var fundið upp árið 1969 af dr. Leonard Kleinrock. Hann fann upp tæknina sem til þurfti 10 árum áður en Internetið varð til. Frekara lesefni af Vísindavefnum: Hver var upprunalegur tilgangur netsins? eftir Daða Ingólfsson Hver var fyrsta heimasíðan og hvar er hægt að finna hana? eftir Hauk Hannesso...
Hvað er þversumma?
Ef við tökum einhverja náttúrlega tölu, það er jákvæða heiltölu eins og 6, 16, 306 eða 1498, þá getum við lagt saman tölustafi hennar. Útkoman fyrir tölurnar hér að ofan er 6: 6, 16: 1 + 6 = 7, 306: 3 + 0 + 6 = 9 og 1498: 1 + 4 + 9 + 8 = 22 Þetta eru þversummur talnanna. Hið sama má auðvitað gera fyrir hvaða ...
Er þórðargleði siðferðislega ámælisverð?
Í stóráhugaverðu svari hér á Vísindavefnum er sagt frá því hvernig orðið þórðargleði kom inn í íslenskt mál. Íslendingar eru ákaflega heppnir að eiga svo skemmtilegt heiti yfir þetta sérstaka hugafar. Að gleðjast yfir óförum annarra hefur þó vafalaust þekkst áður en orðið var viðurkennt í málinu. Mann-, mál og þjó...
Hvað er ADHD?
Hér er einnig svarað spurningunum: Af hverju stafar ofvirkni í börnum? Eldist ofvirkni af börnum sem eru með hana eða fylgir hún barninu alla ævi? ADHD er skammstöfun fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Á íslensku hefur þetta heilkenni verið nefnt athyglisbrestur með ofvirkni, skammstafað AMO ...
Hvaða gönur hlaupa menn í?
Gönur er kvenkynsorð sem einungis er notað í fleirtölu. Merkingin er ‘ógöngur, flan, villigötur’. Orðið er leitt af sögninni gana sem þýðir ‘ana, flana’ og er skylt nafnorðinu gan sem merkir ‘flan’. Gönur er einkum notað í föstum orðasamböndum eins og ‘hlaupa í gönur’; til dæmis er sagt um hesta að þeir fælist...
Hvaða 'mjalla' er átt við þegar menn eru ekki með öllum mjalla?
Orðið mjalli merkir ‘skynsemi, heilbrigði, vit’ en einnig ‘hvítleiki’. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um mjalla í orðasambandi er úr skrifum Árna Magnússonar handritasafnara rétt fyrir aldamótin 1700. Hann er þar að skýra sambandið ekki er mjallinn á og segir það merkja ‘ekki fer vel’. Elstu dæmi Orðabókarinna...
Hvernig fara menn með fleipur?
Hvorugkynsorðið fleipur merkir ‘blaður, ótímabært mas, staðlausir stafir’. Náskylt er hvorugkynsorðið fleip í sömu merkingu. Nafnorðin eru leidd af sögnunum fleipra, fleipa ‘blaðra, þvaðra’. Fleipur merkir blaður, ótímabært mas, staðlausir stafir. Að fara með fleipur merkir því að segja eitthvað sem ekki stenst...
Hvernig sitja menn eftir með sárt ennið?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvaðan er máltækið að sitja eftir með sárt ennið komið? Hvernig er hægt að sitja eftir með sárt enni? Orðasambandið þekkist að minnsta kosti frá miðri 18. öld og er merkingin 'missa af feng, verða fyrir vonbrigðum'. Í seðlasafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi úr þýðin...
Hvað eru mannréttindi?
Fólk hefur lagt þrenns konar skilning í hugtakið mannréttindi. Lagalegur skilningur: Réttindi sem eru skilgreind í réttindaskrám og alþjóðasamþykktum, til dæmis í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.Pólitískur skilningur: Réttindi sem talið er æskilegt að tryggja fólki hvort sem þau eru nefnd í alþjóðasamþy...
Veldur skordýraeitur krabbameini í mönnum?
Rannsóknir sýna að skordýraeitur getur stuðlað að myndun krabbameina, til dæmis hormóna næmra krabbameina en það eru brjóstakrabbamein og blöðruhálskirtilskrabbamein. Á Vesturlöndum og einnig hér á Íslandi hefur verið marktæk aukning á þessum tegundum krabbameina. Krabbamein tengjast mjög lífsstíl svo sem mataræði...
Eru minni líkur á því að börn sem alast upp með dýrum fái ofnæmi?
Rannsóknir hafa sýnt að minnkun ofnæmisvaka í loftinu hefur takmörkuð verjandi áhrif gegn myndun ofnæmis. Það er engin ástæða til að forðast dýr á fyrstu árunum þar sem það gæti jafnvel minnkað líkur á að mynda ofnæmi (Simpson A, Custovic A. Pets and the development of allergic sensitization. Curr Allergy Asthma R...
Eru til svör við öllu?
Þessa spurningu mætti skilja á tvo vegu, eftir því hvort áherslan er á "svör" eða á "öllu". Í fyrra tilfellinu er vandinn: "Hvað er svar?", en í því seinna er hann: "Ef við vitum hvað 'allt' er, og við vitum hvað telst fullnægjandi 'svar' við því, er þá til svar við hverju atriði úr þessu "öllu"?". Fyrst skulum...
Hvenær á maður að mæta ef manni er sagt að mæta upp úr eitt?
Engin nákvæm regla er til, mér vitanlega, um þá tímalengd sem „upp úr“ á við. Almennur málskilningur er þó að um stuttan tíma sé að ræða. „Ég verð örugglega komin upp úr eitt“ merkir í mínum huga ‛fljótlega eftir eitt’, ekki til dæmis fimmtán mínútur yfir. „Það nægir að þú sért kominn upp úr hálf eitt“ segir...
Hvernig á að bera í bætifláka?
Upphaflega spurningin hljómaði svona: Orðatiltækið að bera í bætifláka. Er það komið úr jarðrækt og er bætiflákinn til sem sjálfstæð eining eða er það fláki sem verður bætifláki þegar einhver tekur að sér að bæta helgidaga í reit sem einhver hefur borið illa á? Í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er elsta heim...