Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 69 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvaðan kemur snjórinn sem myndar jökla?

Snjórinn er frosið vatn sem fellur úr loftinu. Vatnið í loftinu kom úr hafinu og endar þar aftur eftir langa hringrás um jörðina. Sólin hitar hafið og annað vatn á jörðinni svo að það gufar upp og verður að ósýnilegri lofttegund sem kallast vatnsgufa. Gufan berst með vindum langar leiðir uns það kólnar og vatnsdro...

category-iconJarðvísindi

Hversu kaldir eru jöklar?

Jöklar eru misjafnlega kaldir og hitastig íssins skiptir miklu máli fyrir hreyfingu þeirra, jökulrof og afrennsli vatns frá þeim. Mjög kaldir jöklar hreyfast hægt vegna þess að ísinn er stífur. Ef jökulísinn er frosinn fastur við jörðu er þar ekkert rennandi vatn sem gerir botninn sleipan. Jökullinn ýtir þá ekki á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Stækkar Ísland að flatarmáli vegna landreks eða minnkar það vegna sjávarrofs?

Rúmmál Íslands ofansjávar er um 50.000 km3 þar sem flatarmál landsins er 103.000 km2 og meðalhæð Íslands yfir sjó er um 0,5 km. Framleiðsla gosbergs í eldgosum miðað við síðustu 10.000 ár er hins vegar áætluð um 4,3 km3 á öld. Þetta svarar til þess að 43.000 km3 af gosbergi hafi myndast á milljón árum (m.á.), sem ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu gamalt er England og hvernig myndaðist það?

Bretland — England og Skotland — spannar næstum alla jarðsöguna, meira en 3000 milljón ár (m.á.). Í Hebrideseyjum og NV-Skotlandi er hið forna berg á yfirborði (fjólublátt á jarðfræðikortinu hér fyrir neðan), en í East Anglia í SA-Englandi er yfirborðsberg frá síðustu ísöld (gulbrúnt á kortinu). Hvergi í heiminum ...

category-iconJarðvísindi

Hvenær verður sandur að möl og möl að grjóti og grjót að steini?

Sandur, möl og steinar eru bergmylsna sem myndast hefur við rof og veðrun á föstu bergi. Roföflin sem oftast eru að verki eru jöklar, straumvötn, vindur og frost/þýða. Bergmylsna er flokkuð eftir kornastærð, það er þvermáli kornanna sem koma við sögu. Venjan er að miða við stærstu kornin en yfirleitt finnast fínni...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er íslenska notuð í geimnum?

Já, íslenska er notuð í geimnum! Ekki þó í þeim skilningi að þar tali menn almennt íslensku heldur eru til nokkrir staðir í sólkerfinu sem bera íslensk heiti. Frá árinu 1919 hefur það verið í verkahring nafnanefndar Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) að nefna fyrirbæri á hnöttum s...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig hefur fiskur komist í stöðuvötn eins og Hraunsvatn í Öxnadal þar sem ekkert afrennsli er ofanjarðar?

Nokkrar kenningar eru uppi um þetta en líklegast er að fiskur hafi verið í ánni sem rann um dalinn áður en vatnið myndaðist við berghlaup eftir að ísöld lauk. Hann hafi þá lokast af í vatninu. Þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson fæddist að Hrauni í Öxnadal ,,þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla". Þessir hólar sem...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru óseyrar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eru óseyrar og hvar eru stærstu óseyrar í heimi? Óseyri er tungulaga setmyndun, gerð úr efni sem flust hefur til sjávar eða stöðuvatns með straumvatni og sest til við strönd, aðallega undir vatnsborðinu en að nokkru leyti ofan þess. Á mörgum erlendum tungum er orðið ...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Geirsdóttir rannsakað?

Áslaug Geirsdóttir er prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og stundar rannsóknir í jöklajarðfræði og fornloftslagsfræðum. Hún og samstarfshópur hennar hafa fengist við rannsóknir á loftslagsbreytingum á Íslandi og Norður-Atlantshafssvæðinu á ýmsum tímakvörðum með sérstakri áherslu á jöklunarsögu Íslands...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr þrífast í ferskvatni?

Þessi spurning er afar yfirgripsmikil þar sem dýralíf í ferskvatni er mjög fjölbreytt. Óhætt er að slá því föstu að allir helstu flokkar dýra eigi sér fulltrúa í ferskvatnsfánu heimsins. Hér verður spurningunni svarað út frá ferskvatnsdýrafánu Íslands. Í ritinu Íslensk votlendi: Verndun og nýting í ritstjórn Jó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð?

Jarðsjá var þróuð út frá ratsjá eftir 1960, og byggist hún á því að rafsegulbylgjur eru sendar ofan í jörðina frá sendiloftneti og tekið á móti endurvarpsbylgjum með öðru loftneti sem haft er nálægt hinu fyrra. Breytileg rafsvörun og rafleiðni efnis framkallar endurvarp, og má þannig greina jarðlög og óreglur í þe...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim?

Jökulhlaup eru flóð sem falla frá jöklum og stafa af því að lón við eða undir jöklinum tæmast. Þau geta líka átt sér stað af völdum eldgosa undir jökli. Lónin geta verið svokölluð jaðarlón sem jökull stíflar upp, til dæmis í hliðardal og eru Grænalón við Skeiðarárjökul og Vatnsdalslón við Heinabergsjökul dæmi um s...

category-iconEfnafræði

Af hverju frýs sjórinn ekki?

Það er eðlilegt að svo sé spurt því að það gerist ekki á hverjum degi um þessar mundir að sjórinn frjósi hér hjá okkur. En sannleikurinn er samt sá að sjórinn getur frosið og gerir það ef nógu kalt er í nógu langan tíma. Þetta gerist til dæmis á hverju ári í Norður-Íshafinu fyrir norðan Ísland og annars staðar, og...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?

Hugmyndir manna og kenningar um líf á Mars hafa tekið sífelldum breytingum með aukinni þekkingu á hnettinum. Í upphafi 20. aldar var ákaft rætt um kenningar Percivals Lowells, sem skoðaði Mars í sjónauka um árabil og taldi sig hafa greint viðamikið net skurða á yfirborði hnattarins. Ályktaði hann að vitsmunaverur ...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér allt um Jónas Hallgrímsson?

Því miður getum við ekki sagt „allt“ um Jónas Hallgrímsson og það er kannski eins gott að við reynum það ekki. Það mundi örugglega æra óstöðugan ef við segðum lesendum okkar allt sem hefur verið skrifað og sagt um Jónas. Það er líka engin ástæða til að reyna að segja allt um Jónas Hallgrímsson þar sem mikið er ...

Fleiri niðurstöður